Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Kartöflugarðar 2014 Reitir í kartöflugörðum Akraneskaupstaðar eru lausir til útleigu fyrir sumarið 2014. Í boði eru 100 fm reitir sem munu kosta kr. 4.000 og 50 fm reitir sem munu kosta kr. 2.000. Fimmtudaginn 22. maí og fimmtudaginn 29. maí n.k. kl. 15-17 verður starfsmaður frá Akraneskaupstað á staðnum til að leiðbeina leigjendum um staðsetningu reita. Garðarnir verða tilbúnir til notkunar 26. maí n.k. með fyrirvara um veðurfar. Athugið að takmarkað magn reita er til úthlutunar. Kartöflugarðar eru eingöngu fyrir íbúa sem hafa lögheimili á Akranesi. Þeim sem hafa áhuga á að leigja sér reit er bent á hafa samband við þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, í síma 433-1000 eða á akranes@akranes.is. S K E S S U H O R N 2 01 4 MEINDÝRAVARNIR Fyrirtæki – bændur - einstaklingar Ljárinn meindýravarnir verður á Vesturlandi vikuna 12.-17. maí Fluga, inni og úti, kóngulær, nagdýr og allar almennar meindýravarnir Öll tilskilin leyfi til meðhöndlunar varnarefna Viljum þakka viðskiptavinum okkar á Vesturlandi gegnum árin Uppl. og pantanir í síma 698 4787 Símon Símonarson meindýraeyðir Ljárinn meindýravarnir – Höfðahlíð 4 – 603 Akureyri – 698 4787 S K E S S U H O R N 2 01 4 Lágur þrýstingur hefur verið á vatni í Ólafsvík í allan vetur vegna leka í vatnslögn. Síðastliðið mánudags- kvöld fannst loks orsökin og geta því bæjarbúar átt von á því að ástand- ið fari að lagast og þrýstingur aukist á ný. „Það hafa verið vandræði með þetta í allan vetur, síðan í september eða október. Það verður að viður- kennast og við þurfum jafnframt að biðjast afsökunar á því að við hefð- um getað veitt meiri upplýsingar í þau skipti sem vatnsskortur hefur orðið. Við höfum ekki lent í svona vandamálum í langan tíma og því kom þetta vandamál okkur í opna skjöldu,“ segir Smári Björgvinsson bæjartæknifræðingur Snæfellsbæj- ar. Hann segir menn hafa áttað sig á því að um leka í kerfinu væri að ræða og að um 40 – 50 lítrar á sek- úndu hafi verið að tapast, sem telst mjög mikið. „Búnaður okkar til að sjá hversu mikið við fáum af vatni og hversu mikið við notum var ekki til staðar. Eftir áramótin höfum við verið að koma okkur upp mælibún- aði til að fylgjast með þessu, m.a til að koma í veg fyrir að sú staða komi upp að vatn þrjóti.“ Smári segir að búið sé að virkja þrjár nýjar lindir á vatnsverndarsvæðinu við Ólafsvík því grunur hafi meðal annars beinst að því að vegna lítilla rigninga frá því í haust hafi vatnsmagnið á svæð- inu minnkað. „Mælingar sýndu að við höfum verið að fá um 90 – 100 sekúndu- lítra, en um helmingur vatnsins var að tapast einhvers staðar í kerfinu. Það rann út úr lögninni og hvarf ofan í jörðina í stað þess að koma upp. Við náðum að þrengja svæð- ið niður í 300 metra radíus og feng- um að lokum fulltrúa frá Vatnsveitu Hafnarfjarðar með tæki til að hlusta og staðsetja nánar staðinn á lekan- um. Þeir fundu leka upp á 50 lítra á sekúndu. Við grófum niður á lekann og gerðum við þetta,“ segir Smári. Hann segir starfsmönnum bæjarins mjög létt að hafa fundið orsök vand- ans og vonast nú til þess að vanda- málið sé úr sögunni. Smári bætir því við að TS Véla- leiga hafi nýverið byrjað fram- kvæmdir við að skipta út 1600 metr- um í vatnslögninni til Ólafsvíkur. Búið er að kaupa efni í endurnýjun pípunnar sem komin er til ára sinna. Þá er einnig búið að leggja nýja vatnslögn til Hellissands. „Vonandi náum við með öllum þessum að- gerðum að koma neysluvatnsmál- unum í gott horf fyrir haustið. Það er okkar markmið,“ segir Smári að lokum. grþ Styrktarfélagið Göngum saman efn- ir til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna víða um land á mæðradaginn, sunnu- daginn 11. maí, klukkkan 11. Gengið verður í Reykjavík, Borgarnesi, Stykk- ishólmi, Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Neskaupstað, Höfn, Vestmannaeyj- um, Hveragerði og Reykjanesbæ. All- ar göngur hefjast kl. 11 og nánari upp- lýsingar um hvern stað er að finna á heimasíðunni www.gongumsaman.is Gangan er gjaldfrjáls en göngufólki gefst kostur á að styrkja rannsókn- ir á brjóstakrabbameini, með frjálsum framlögum eða með því að festa kaup á varningi Göngum saman. Í ár verða meðal annars seldir bolir og höfuð- klútar sem hannaðir voru sérstak- lega fyrir félagið af Kron by Kronk- ron. Styrktarfélagið Göngum sam- an nýtur góðs af samstarfi við Lands- samband bakarameistara sem stend- ur fyrir sölu á brjóstabollum í bakarí- um um allt land dagana 8. – 11. maí í tengslum við mæðradaginn. Lands- menn eru hvattir til að bjóða upp á brjóstabollur með kaffinu alla mæðra- dagshelgina og láta þannig gott af sér leiða, brjóstanna vegna. Styrktarfélagið Göngum saman styrkir grunnrannsóknir á brjósta- krabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert. Félagið var stofn- að haustið 2007 og hefur frá stofnun veitt íslenskum rannsóknaraðilum á sviði brjóstakrabbameins um 40 millj- ónir króna í styrki. Göngum saman leggur áherslu á miklvægi hreyfing- ar til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóð félagsins. -fréttatilkynning Skagamaðurinn Sævar Freyr Þrá- insson, fyrrverandi forstjóri Símans, hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri 365 samsteypunnar. Í tilkynningu frá 365 kemur fram að Sævar muni hefja störf 1. júlí. Sævar Freyr mun vinna að stefnumörkun og framtíðarsýn 365 og jafnframt bera ábyrgð á fjármála-, fjarskipta-, tækni- og sjónvarpsá- skriftarsviðum fyrirtækisins. Sæv- ar Freyr lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi og útskrifaðist sem viðskiptafræð- ingur frá HÍ 1995. Hann er kvæntur Hafdísi Hannesdóttur geislafræðingi á Akranesi og eiga þau þrjú börn. Þá kemur fram í tilkynningunni að fjár- festar hafi samþykkt að auka hlutafé 365 miðla um næstum einn milljarð króna með kaupum á nýjum flokki hlutafjár. Að stærstum hluta er fyrir- tækið í eigu Ingibjargar Pálmadóttur eiginkonu Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar og tengdra aðila. Ari Edwald, for- stjóri 365, segir að gengið verði frá hlutafjáraukningunni í júní og hún sé á vegum núverandi eigenda og nýrra fjárfesta. Hinir nýju hluthafar munu ekki hafa atkvæðavægi við stjórnun félagsins en njóta forgangs við arð- greiðslur. Upplýst verður hverjir hin- ir nýju hluthafar eru í júní. grþ Gert var við lekann um leið og hann fannst. Ólafsvíkingar geta nú búist við að vatnsmálin komist í gott horf á nýjan leik. Komist hefur verið fyrir mikinn leka frá vatnslögn í Ólafsvík Mikið vatn rann úr lögninni þar sem lekinn fannst, eða um 50 lítrar á sekúndu. Sævar Freyr ráðinn aðstoðarforstjóri 365 Frá „Göngum saman“ göngu í Borgarnesi á mæðradaginn 2012. Mæðradagsganga „Göngum saman“ verður á sunnudaginn FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2014 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & smur, Nesvegi 5 Fimmtudaginn 15. maí Föstudaginn 16. maí Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 438 – 1385 Allar stærðir ökutækja skoðaðar S K E S S U H O R N 2 0 1 4

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.