Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Á fundi byggðarráðs Borgar- byggðar síðastliðinn miðviku- dag voru lögð fram drög að kaup- samningi um fasteignina að Borg- arbraut 57 og lóðarinnar að Borg- arbraut 59 ásamt samningi um niðurrif á húsinu að Borgarbraut 57. Byggðarráð samþykkti samn- inginn sem bíður nú afgreiðslu sveitarstjórnar. Skessuhorn greindi nýlega frá samningavið- ræðum forsvarsmanna Loftorku og Borgarbyggðar um eignirnar og lóðirnar, en þær tilheyra mið- bæjarreit sem vinna við nýtt deili- skipulag er að hefjast við. Borg- arbraut 57 og 59 höfðu verið í eigu félags í eigu Loftorkufeðga í nokkur ár, en kaupsamningur við Borgabyggð var gerður að frum- kvæði seljanda. þá/ Ljósm. hlh. Þessa dagana og á næstunni verð- ur yfirborð nokkurra gatna lag- að á Akranesi. Fræst verður upp úr gömlu steypuslitlagi og lagt yfir malbik. Sumsstaðar verða um leið lagfærðir kantsteinar og gangstétt- ar. Að söng Sigurðar Páls Harðar- sonar framkvæmdastjóra umhverf- is- og framkvæmdasviðs eru þetta Skagabraut frá Suðurgötu að Ein- arsbúð og Skólabrautin að gamla Landsbankahúsinu. Seinna verður síðan slitlag endurbætt á kafla Vest- urgötunnar í grennd íþróttahússins. Það er fyrirtækið Drafnarfell sem er verktaki við þessar framkvæmdir. Til gatnagerðar og tengdra fram- kvæmda ver Akraneskaupstaður á þessu ári samkvæmt fjárhagsáætlun um 60 milljónum króna. þá/ Ljósm. ki. Síðustu árin hefur umræðan á Akra- nesi ekki síst snúist um nauðsyn þess að laða fleiri ferðamenn til bæjarins og byggja upp öflugri ferðaþjónustu. Sumar gagnrýnisraddirnar hafa tek- ið svo djúpt í árinni og sagt að það sé hreinlega eins og Akurnesingar vilji ekki ferðamenn til bæjarins. Þetta eigi við allt frá því umferðin hætti að liggja í gegnum bæinn þegar Akra- borgin hætti siglingum yfir flóann. Nýráðinn ferðamálafulltrúi Akra- neskaupstaðar heitir Hannibal Guð- mundur Hauksson. Hann tekur und- ir að með þessum hætti hafi umræð- an verið. Hann segir að til viðbótar hafi svo Þjóðvegur eitt verið lagður austan við Akrafjallið þegar göngin komu, þannig að ferðafólki hafi ver- ið beint framhjá bænum. Blaðamað- ur Skessuhorn átti spjall við nýráðinn ferðamálafulltrúa Akraneskaupstaðar á dögunum, en Hannibal var valinn í starfið úr stórum hópi umsækjenda. „Þetta er mjög spennandi starf og í því felst mikil áskorun fyrir mig. Auk þess að ég menntaði mig í ferðamála- fræðum á sínum tíma er þetta einn- ig áhugamálið mitt. Ég hef líka stefnt að því lengi að koma til starfa í mín- um gamla heimabæ,“ segir Hannibal sem síðustu sjö árin hefur starfað hjá ÍT Ferðum í Reykjavík. Leikvöllurinn var jarðaður Hannibal fæddist og ólst upp á Akra- nesi. „Faðir minn Haukur Halldórs- son hefur lengi keyrt Shellbílinn og móðir mín Hrafnhildur Hannibals- dóttir er stuðningsfulltrúi í skóla- vist Grundaskóla,“ segir Hannibal spurður um upprunann. „Ég ólst upp í Grundahverfinu, mitt bernsku- heimili var á Furugrund 9. Aðal- leikvöllurinn var safnasvæðið þarna í nágrenninu. Við vorum mikið að leika okkur í kútternum og á vet- urna á skíðum í brekkunni við Safn- askálann. Í fótbolta vorum við öll- um stundum á Stóra túninu sem við kölluðum. Sá völlur var svo jarðað- ur í orðsins fyllstu merkingu, lagð- ur undir kirkjugarðinn. Ég var eins og aðrir strákar á Skaganum á fullu í fótboltanum alveg upp í þriðja flokk og svo vorum við mikið í handbolta á veturna,“ segir Hannibal þegar hann rifjar upp bernskuna. Hann er af ’79 árganginum og smitaðist svo af áhuga fyrir körfuboltanum þegar sú íþrótt átti sitt gróskutímabil á Akranesi og Skagamenn spiluðu í efstu deild um tíma. Þrátt fyrir að hafa lengst af ver- ið búsettur í borginni tók Hannibal að sér formennsku í Körfuboltafélagi ÍA og hefur sinnt því starfi seinni árin. „Þegar gamla stjórnin hætti á sínum tíma og menn tóku með sér stórar skuldir ráðlagði Siggi Sverr- is, þáverandi formaður, arftökun- um að sníða starfseminni stakk eftir vexti. Það höfum við gert, enda erf- itt að sækja peninga fyrir körfubolt- ann til fyrirtækja á Akranesi, ekki síst þeirra stærri. Við settum stefnuna á að byggja upp lið sem næði stöðug- leika í næstefstu deild og það hefur mestmegnis tekist,“ segir Hannibal. Stóðu við kosninga- loforðið Menntavegurinn hjá Hannibal lá beint að loknum grunnskólanum í Fjölbrautaskóla Vesturlands. „Ég gekk reyndar lengri menntaveginn þar. Haustið ’98 bauð ég mig fram í stjórn nemendafélagsins. Þetta var á þeim tíma sem spillingin í banka- og stjórnkerfinu í landinu var að koma upp á yfirborðið. Sverrir Hermanns- son bankastjóri Landsbankans fékk bágt fyrir að fara frjálslega með lax- veiðileyfi og bjóða upp á kaffi og kruðerí. Við félagarnir buðum upp á Landsbankalistann í kosningunum, „x-lax“. Með mér í framboðinu sem sett var fram sem grín voru Garð- Eins og sjá má var kominn tími til að laga gamla steypta slitlagið. Götur fræstar og malbikað á Akranesi Fræst upp úr Suðurgötunni. Borgarbyggð kaupir lóðir í miðbæ Borgarness Spennandi starf og mikil áskorun fyrir mig Spjallað við Hannibal Hauksson nýráðinn ferðamálafulltrúa á Akranesi ar Axelsson og Þórður Ágústsson. Okkur að óvörum fengum við glæsi- lega kosningu að okkur fannst, 55- 60%. Ég gaf mig alveg hundrað pró- sent í starf forseta nemendafélags- ins eins og það heitir og við stóð- um allavega við aðalkosningaloforð- ið okkar. Það var að koma upp diskó- kúlu í salinn og ég held hún sér þar ennþá. Félagsmálaáhuginn varð hins vegar til þess að námsáhuginn var ekki eins mikill og þörf var á,“ segir Hannibal. Aðspurður segir hann að þarna hafi byrjað að blómstra áhug- inn á félagsmálum. „Ég hef líka allt- af haft áhuga á stjórnmálum en samt ekki verið flokkspólitískur. Ég var t.d. í framboði fyrir Háskólalistann á árum mínum í Háskóla Íslands en var reyndar meira í bakvinnslunni þar og var með sæti neðarlega á list- anum.“ Atvinnulaus í Danmörku Eftir stúdentspróf frá FVA tók Hannibal sér frí frá námi og starf- aði í eitt ár hjá Elkem á Grunda- tanga. „Það var svo sumarið 2002 sem ég og unnusta mín, Eygló Hlín Stefánsdóttir, ákváðum að fara til Ár- ósa í Danmörku. „Ég ætlaði í nám en það gekk ekki upp þar sem há- skólinn tók ekki inn nemendur um áramótin þegar ég ætlaði að byrja. Þetta var á þeim tíma sem útlending- ar voru útlendingar í Danmörku og víðar, hvort sem þú varst frá Íslandi eða Írak. Það var erfitt að fá vinnu og það sem við fengum að gera var að bera út blöð á morgnana og skúra skrifstofur seinni part dagsins. Þetta var ekki alveg eins og við plönuð- um svo við ákváðum að halda aftur heim og ganga menntaveginn þar. Ég innritaðist svo um haustið í Há- skóla Íslands í ferðamálafræðum og konan mín í íslensku. Á námstím- anum bjuggum við á Stúdentagörð- unum. Þar sem að ég var í námi frá 2003-2007 missti ég af svokölluðum góðæristíma en sat við hrunið uppi með stökkbreytt námslán frá LÍN,“ segir Hannibal og brosir. Eins og áður segir starfaði hann hjá ÍT Ferð- um síðustu sjö árin, en það fyrir- tæki sérhæfir sig í að skipuleggja æf- inga- og keppnisferðir fyrir íþrótta- hópa. Hannibal og Eygló Hlín fluttu til Akraness aftur sumarið 2013. Þau eiga þrjá stráka, sem eru á aldrinum eins árs til tíu ára. Akranes hefur mikla möguleika Þegar Hannibal er spurður um möguleika Akraness sem ferða- mannastaðar, segir hann að bærinn búi yfir miklum kostum sem þurfi að nýta í þágu ferðamanna og ferða- þjónustuaðila. „Ég hef einmitt velt fyrir mér spurningunni; hvers vegna Akranes? og hef alltaf vitað að bær- inn býr yfir miklum og góðum kost- um. Perlurnar eru margar í og við bæinn. Ég sé líka möguleika í því að vinna að ferðamálunum með ná- grönnum okkar í Hvalfjarðarsveit- inni og fleirum. Það mætti til dæmis alveg hugsa sér að skipuleggja hring fyrir ferðamenn þar sem athyglis- verðir staðir á Akranesi og í Hval- fjarðarsveit verði skoðaðir,“ seg- ir Hannibal. Hann er þessa dagana að koma að fullu til starfa á Akranesi. Innifalið í starfi ferðamálafulltrúa er einnig umsjón með tjaldsvæðinu á Akranesi. Hannibal segist reikna með því að vera að störfum á þrem- ur stöðum í bænum. Meginstarfs- stöðin verði á jarðhæð gamla Lands- bankahússins við Suðurgötu þar sem Upplýsingamiðstöð ferðamála er, en einnig verður hann með aðstöðu á bæjarskrifstofunum í Stjórnsýslu- húsinu og á tjaldsvæðinu við Kal- mansvík. Hannibal segir að ekki sé að fullu búið að skipuleggja upp- lýsingamiðstöð ferðamála í gamla Landsbankahúsinu. „Mín hugmynd er að þar verði ekki eingöngu veitt- ar upplýsingar til ferðamanna heldur verði þarna hálfgerð félagsmiðstöð og upplýsingaveita fyrir aðila sem starfa að ferðaþjónustu. Þar séu þeir velkomnir að bera saman bækur sín- ar,“ segir Hannibal. Spennandi hlutir að gerast Hannibal nefnir margt af því sem hann telur góða kosti fyrir Akra- nes. Það nýjasta í skoðunarstöðun- um séu vitarnir á Breiðinni sem öðl- ast hafi heimsfrægð á ljósmynda- vefjum. Reglulegur opnunartími með fríum aðgangi verði í Akranes- vita í sumar, auk þess sem vitavörð- urinn Hilmar Sigvaldason verður til taks til að liðsinna þegar hópa beri að garði. Áformað er að bæta að- stöðuna á Aggapalli og baðströnd- inni við Langasand, með setlaug- inni sem mun heita Guðlaug og veitt var til veglegu framlagi úr minning- arsjóði fyrir skömmu. „Þarna eru spennandi hlutir að gerast og við höfum líka í skoðun að kynna sund- laugina á Jaðarsbökkum frekar, sem baðstaðar með vatn úr vatnmesta hver í Evrópu; Deildartunguhver. Ákveðið hefur verið að lengja opn- unartíma sundlaugarinnar. Þá er að- staða til sjósunds frábær við Langa- sand eins og öflugur sjósundshópur á Akranesi ber vott um. Safnasvæðið býður upp á mikla möguleika og þar er viðbót eldsmiðjan sem byggð var síðasta sumar og gæti laðað marga að. Garðalundur og aðstaðan þar er mjög skjólgóður og góður stað- ur fyrir fjölskyldufólk, þar sem m.a. er góð leik- og grillaðstaða. Akra- fjallið er alltaf heillandi fyrir göngu- fólk og þannig mætti áfram telja varðandi áningar- og skoðunarstaði. Ég held við gætum líka notið enn meira Bíóhallarinnar þess menn- ingarhúss sem hún er. Bæjar- og menningarhátíðirnar Írsku dagarn- ir að sumrinu og Vökudagar í byrj- un vetrar veita ágæta möguleika að ná til okkar fólki og krydda bæjar- lífið. Síðan hef ég líka mikla trúa á mörkuðunum sem verða starfrækt- ir hérna í sumar við Akratorgið og Hlédís Sveinsdóttir mun veita for- stöðu. Þar verður margt spennandi heyrist mér svo sem varðandi matar- menninguna. Markaðirnir eru hugs- aðir sem hrein viðbót við verslan- irnar í bænum. Það hefur stundum verið talað um Akranes sem svefnbæ eftir að göngin komu, oft að ósekju þar sem margt hefur verið að gerast í bænum. Það eru margir með plön um að skapa viðburði og afþreyingu í bænum og við hin þurfum að hjálp- ast að við að halda bænum lifandi,“ segir Hannibal Hauksson. þá Hannibal ásamt konu sinni Eygló Hlín Stefánsdóttur og þremur sonum þeirra. Hannibal Hauksson nýráðinn ferða- málafulltrúi á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.