Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Kynntu nýtt svæðisskipulag SNÆFELLSNES: Svæðis- skipulagsnefnd sveitarfélag- anna á svæðinu auglýsti í síð- ustu viku nýtt svæðisskipu- lag fyrir Snæfellsnes. Meg- inhlutverk þess er að stuðla að því að öll sveitarfélögin, í samvinnu við íbúa og at- vinnulíf, sigli í sömu átt í um- hverfis-, atvinnu- og mennta- málum. Tillöguna má nálg- ast á vef Alta sem og á bæj- ar- og oddvitaskrifstofum á Snæfellsnesi. Kynning tillög- unnar fór síðan fram á þrem- ur stöðum síðastliðinn föstu- dag; í Stykkishólmi, á Vega- mótum og í Ólafsvík. Form- legt auglýsingaferli fer síðan af stað í sumar og gefst þá 6 vikna frestur til að koma að at- hugasemdum. –mm Innbrotstilraun í Botnsskála LBD: Reynt var að brjót- ast inn í Botnsskála í Hval- firði upp úr hádegi sl. mánu- dag. Öryggiskerfið fór í gang og hrakti innbrotsþjófa burtu áður en þeir komust inn. Enginn rekstur er í Botns- skála og hefur ekki verið um árabil. Á upptöku öryggis- myndavéla sést liðleg kona á skokki með Schefferhund á svæðinu og gamall Suzukij- eppi að aka frá skálanum. Þeir sem kynnu að hafa upplýsing- ar um mannaferðir á svæðinu á þessum tíma eru beðnir um að hafa samband við lögregl- una í Borgarnesi. –þá Danskir dagar á frímerki STYKKISH: Næstkom- andi fimmtudag kemur út frímerki hjá Íslandspósti til heiðurs Dönskum dögum í Stykkishólmi. Frímerkið er í seríu merkja sem prent- uð eru til heiðurs bæjarhá- tíðum á landinu og er þar í hópi með t.d. Menningarnótt í Reykjavík og Humarhátíð á Höfn. Á frímerkinu má glitta í Súgandisey, Narfeyrarstofu, Hótel Egilsen og Tang & Riis, en í forgrunni er fólk að skemmta sér og dönsku fána- litirnir allsráðandi. Danskir dagar verða í sumar haldnir í tuttugasta skipti en hátíðin er með elstu bæjarhátíðum hér á landi og upphaflega til henn- ar stofnað til að lengja ferða- tímann í Stykkishólmi. –mm Tilnefningar til bæjarlistamanns AKRANES: Árlega út- nefnir Akraneskaupstað- ur bæjarlistamann til eins árs í senn. Nú hampar Sig- urbjörg Þrastardóttir þeim titli. Menningarmálanefnd Akraneskaupstaðar hefur ákveðið að gefa almenningi kost á að taka þátt í að til- nefna næsta bæjarlistamann Akraness. Nefndin mun fara yfir allar tilnefningar og verða niðurstöður kynntar á þjóðhátíðardaginn við hátíð- lega athöfn. Fólk er hvatt til að kynna sér vel þær reglur sem í gildi eru um bæjarlista- mann, en reglurnar má sjá á vef bæjarins. Tilnefningar- frestur er til og með 15. maí nk. –mm Frjálsíþrótta- skólinn í júní BORGARNES: Frjáls- íþróttaskóli UMFÍ verður starfræktur á fjórum stöð- um um landið í sumar. Skól- inn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11 – 18 ára. Skól- inn verður á Egilsstöðum, Laugum í Suður Þingeyjar- sýslu, Selfossi og í Borgarnesi en þar verður skólinn dag- ana 23.-24. júní. Ungmenn- in koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur. UMFÍ hefur yfirumsjón með fram- kvæmd en skólinn er í sam- vinnu við Frjálsíþróttasam- band Íslands. Sambandsaðil- ar á því svæði sem skólinn er haldinn á hverju sinni sjá um að finna kennara og aðstoð- armenn til starfa við skól- ann. Lagt er upp með að fag- menntaðir kennarar sjái um kennsluna á hverjum stað. Sjá nánar á vef UMFÍ. –mm Fjórhjólsakstur hræðir hesta LBD: Maður datt af hest- baki og lemstraðist nokk- uð er fjórhjóli var ekið nærri honum á Hvanneyri í síðustu viku. Er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem akstur fjór- hjóls, nærri hesthúsahverfinu á Hvanneyri, fælir hross. Þá fældist hestur, trúlega vegna fugls er flaug upp úr skurði, við þjóðveginn skammt frá Hamri við Borgarnes. Knap- inn réði ekki við hestinn og kastaði sér af baki en hestur- inn hljóp upp á veg og lenti þar fyrir bíl. Knapinn slapp með skrámur en hrossið fót- brotnaði og var aflífað. –þá Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Brynjar Kjærnested framkvæmda- stjóri Garðlistar ehf. undirrituðu samning í liðinni viku um grasslátt á Akranesi. Samningurinn gildir frá undirritun til 1. september 2016. Í frétt á vef bæjarins segir að Akra- neskaupstaður hafi boðið grasslátt- inn út í mars síðastliðnum og voru tilboð opnuð 2. apríl. Alls tóku sex fyrirtæki þátt í útboðinu og var Garðlist með lægsta tilboðið. Fyr- irtækið mun sjá um slátt á opnum svæðum á Akranesi, meðal annars í Garðalundi, á tjaldsvæðinu í Kal- mansvík, á Garðatúni og Leynis- flöt. Fyrirtækið ráðgerir að aug- lýsa eftir starfsmönnum á Akranesi á næstu dögum. mm Talsverðar framkvæmdir hafa ver- ið við Sundlaug Ólafsvíkur síðan í fyrra en nú stendur til að laugin verði formlega opnuð á laugardag- inn. „Skólasund hófst fyrir stuttu en nú stendur til að opna laugina fyrir almenning. Sundlaugin er orðin hin glæsilegasta og á laug- ardaginn opnum við innilaugina formlega. Útisvæðið verður ekki opnað fyrr en í lok mánaðarins, því verið er að flísaleggja svæðið,“ seg- ir Smári Björgvinsson bæjartækni- fræðingur Snæfellsbæjar í samtali við Skessuhorn. Skipt var um tvo heita potta, vaðlaug og lendingar- laug fyrir litla rennibraut fyrir utan íþróttahúsið. Þá var einnig skipt um alla glugga, lagnir og loftræst- ing bætt í húsinu. Sjálfvirkt klór- kerfi var sett upp og skipt um allan hreinsibúnað. Smiðir komu frá SÓ húsbygg- ingum ehf. í Borgarnesi en aðrir iðnaðarmenn úr Snæfellsbæ sáu um aðra verkþætti, ásamt starfsmönn- um Áhaldahúss Snæfellsbæjar. Smári nefnir að fleiri framkvæmd- ir séu í bænum. Nýlega var grafið fyrir undirstöðum undir nýtt þjón- ustuhús á tjaldsvæðinu í Ólafsvík. Tjaldsvæðið er staðsett við útjað- ar bæjarins að austanverðu og má þar finna þjónustu svo sem salerni, heitt og kalt rennandi vatn, sturtur, úrgangslosun og rafmagn. „Búið er að teikna og hanna húsið og fylla í sökkulhæð fyrir það. Snæfellsbær leitar nú tilboða í smíði þess,“ seg- ir hann. Smári segir að húsið muni koma til með að standa saman af tveimur tæplega 30 fm. eining- um með rúmgóðri verönd á milli, sem verður að hluta til yfirbyggð. Ekki er ráðgert að framkvæmdum við húsið verði lokið að fullu fyr- ir sumarið. grþ Frá undirritun samnings um slátt á opnum svæðum. Frá vinstri: Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri, Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Brynjar Kjærnested framkvæmdastjóri Garðlistar ehf. Akraneskaupstaður semur við Garðlist um slátt Teikning af þjónustuhúsinu sem kemur til með að standa á tjaldsvæðinu í Ólafsvík. Unnið við tjaldstæði en sundlaugin í Ólafsvík tilbúin Sundlaugin er hin glæsilegasta eftir breytingar. Sagað var úr fyrir nýjum glugga á enda hússins sem gerir inniaðstöðuna mun bjartari en áður. Stefnt er að því að opna útisvæðið í lok mánaðar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.