Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Viðburðir á Aggapalli sumarið 2014 Fjölhæfu fólki er boðið að taka þátt og koma fram á fimmtudagsviðburðum á Aggapalli í sumar frá 19. júní til 24. júlí. Áhugasamir sendi upplýsingar á netfangið mannlif@akranes.is SKE S S U H O R N 2 01 4 Súpufundur Akraneskaupstaðar og Markaðsstofu Vesturlands Uppbygging ferðaþjónustu á Akranesi. Akraneskaupstaður og Markaðsstofa Vesturlands munu standa fyrir súpufundi miðvikudaginn 14. maí frá kl. 11:00-13:00. Dagskrá fundarins: Hannibal Hauksson ferðamálafulltrúi Akraneskaupstaðar kynnir ferðasumarið á Akranesi• Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri menningamála fer yfir undirbúning Írskra daga og annarra viðburða • á vegum Akraneskaupstaðar Hlédís Sveinsdóttir kynnir matar- og antíkmarkað sem haldinn verður á Akranesi í sumar• Rósa Björk Halldórsdóttir frá Markaðsstofu Vesturlands mun stýra fundinum. Fundurinn fer fram í Bíóhöllinni á Akranesi og er aðgangseyrir 1.500 kr.- á manninn og er innifalin súpa, brauð og kaffi. Allir sem tengjast ferðaþjónustu á Akranesi og nágrenni velkomnir á fundinn og vonandi sjáum við sem flesta. Hvetjum einnig verslunareigendur á Akranesi til þess að koma. Skráning fer fram á heimasíðu Akraneskaupstaðar og er hægt að skrá sig til hádegis þriðjudaginn 13. maí. S K E S S U H O R N 2 01 4 Það gekk talsvert á þegar starfsfólk Grundarfjarðarbæjar flutti bæjar- skrifstofurnar um helgina. Starfs- menn Ragnars og Ásgeirs auk vík- ingafélagsins Glæsis sáu um að verkið færi vel fram en bæjarstarfs- menn voru í óða önn að koma sér fyrir þegar fréttaritari Skessuhorns leit við á mánudaginn. Þann dag var lokað en opnað að nýju í gær, þriðjudag. tfk Mikill viðbúnaður björgunaraðila var laust eftir klukkan átta sl. mánudags- morgun eftir að tilkynning barst um eld í litlum báti á Breiðafirði, Siglu- nesi SH-22. Nærliggjandi skip og bátar sigldu þegar á staðinn. Sigmari Hrafni Eyjólfssyni skipstjóra tókst sjálfum að slökkva eldinn um korteri eftir að hann sendi út hjálparbeiðni. Verulegt tjón er á bátnum, m.a. er allt inni í stýrishúsinu ónýtt. Bátnum verður því ekki róið til strandveiða í sumar, eins og Sigmar hugðist gera. Björgunarskipið Björg frá Rifi fór á staðinn skipað fimm manna áhöfn. „Við fengum útkall á níunda tíman- um. Ellefu mínútum síðar var skipið farið af stað. Það var um klukkutíma sigling að Siglunesinu. Þeir höfðu náð að slökkva eldinn sjálfir þegar við komum að bátnum. Allt mælaborð- ið var brunnið í honum og bátur- inn bæði vélarvana og stýrislaus. Við tókum hann því í tog til heimahafn- ar í Grundarfirði,“ sagði Páll Valdi- mar Stefánsson hafnarvörður í Rifs- höfn og skipstjóri á björgunarskipinu Björg í þessum leiðangri. Björg kom með Siglunes SH til hafnar í Grund- arfirði á tólfta tímanum. Prýðilegt veður var á miðunum þegar þetta at- vikaðist og margir bátar á sjó, á fyrsta degi strandveiða. Sigmar Hrafn Eyjólfsson á Siglu- nesinu segir að eldurinn hafi komið upp í mælaborði bátsins og magnaðist hann hratt upp. Sigmar var með far- síma í vasanum og gat hringt í bróð- ur sinn sem einnig var á sjó og sendi sá út neyðarkallið. Áhafnir báta í ná- grenninu brugðust skjótt við og voru komnar að Siglunesinu skömmu eft- ir að aðstoðarbeiðnin barst. Sigmar náði í fyrstu að skvetta vatni á eld- inn og um leið að ná í slökkvitæki sem var inni í stýrishúsinu. Þá þeg- ar var björgunarvesti og björgunar- galli brunnið og hefði hann því ver- ið í slæmum málum ef ekki hefði tek- ist að slökkva eldinn. Björgunarbát- urinn var uppi á stýrishúsinu og því erfitt að komast að honum. En betur fór en á horfðist og enginn slasaðist sem að sjálfsögðu er fyrir mestu. mm/mþh Hjónin Katrín Hjartardóttir og Jón Kristinn Ásmundsson opnuðu Hraun veitingahús fimmtudag- inn 1. maí í Ólafsvík. Ýmsir girni- legir réttir eru á matseðlinum og eru nautakjötspizzan og humar- lokan orðin mjög vinsæl nú þeg- ar, að sögn Jóns. Mikið hefur verið að gera þessa fyrstu daga frá opnun og um helgina komu hvorki fleiri né færri en 105 í mat. Segir Jón að viðtökurnar séu mjög góðar og ættu þau m.a. von á tveimur stórum hópum næstu daga. þa Hjá lögreglunni á Akranesi verð- ur aftur sólarhringsvakt frá og með mánudeginum 12. maí nk. Rúm þrjú ár eru liðin þegar hætta þurfti sólarhringsvakt hjá embættinu sök- um skertra fjárveitinga. Jón S Óla- son yfirlögregluþjónn og Halla Bergþóra Björnsdóttir sýslumaður- inn á Akranesi segja að nú séu bjart- ari tímar framundan í löggæslumál- um í landinu, einkum á landsbyggð- inni eftir að Hanna Birna Krist- jánsdóttir innanríkisráðherra fann með forgangsröðun mála í ráðu- neytinu 500 milljónir sem veitt er til eflingar lögregluembætta. „Nú teljum við okkur geta eflt lögregl- una að nýju með fjölgun lögreglu- manna sem ekki síst verður til þess að minnka álagið á mannskapnum,“ segir Halla Bergþóra í samtali við Skessuhorn. Síðustu þrjú árin hafa vaktir ver- ið staðnar hjá lögreglunni á Akra- nesi frá klukkan sjö á morgnana til tvö á nóttinni á virkum dög- um en lengur um helgar. Bakvakt- ir hafa verið á næturnar og útköll- um sinnt af þeim eftir þörfum. Að sögn Jón S Ólasonar yfirlögreglu- þjóns hefur verið stílað á að alls sex lögreglumenn stæðu vaktirnar, þrír á hverri vakt. Reyndin hafi orð- ið önnur sökum veikinda og ann- arra forfalla lögreglumanna. Þann- ig hafi stundum aðeins verið tveir og tveir á vakt. Þetta hafi þýtt mik- ið álag á lögreglumenn. Jón seg- ir að auknar fjárheimildir nú þýði að hægt sé að ráða einn lögreglu- mann í fasta stöðu hjá lögreglunni á Akranesi auk þess að hægt verð- ur að ráða fólk í sumarafleysingar sem hafi ekki reynst unnt í mörg ár. „Einnig hefur fengist fé sem dugar til að auka akstur lögreglubifreiða verulega en undanfarin ár höf- um við þurft að halda akstri í lág- marki,“ segir Jón S Ólason. Jón og Halla Bergþóra telja að núna sé sólarhringsvaktin komin til að vera og lögreglan muni eflast í þjónustu sinni við borgarana að nýju. Að auki er ekki langt liðið frá því fjölgað var um eina stöðu rann- sóknarlögreglumanns og vona þau að sú fjölgun haldi áfram. Reynd- ar stóð til að sólarhringsvaktin yrði tekin upp á nýju í aprílbyrjun en það tafðist vegna mannaráðninga. Við þessa breytingu verða alls sjö lög- reglumenn sem standa sólarhrings- vaktina hjá lögreglunni á Akranesi fyrir utan þá fjóra sem starfa á dag- vinnutíma, en það er yfirlögreglu- þjónninn og þrír rannsóknarlög- reglumenn. þá Katrín Hjartardóttir og Jón Kristinn Ásmundsson í Hrauni veitingahúsi. Hraun veitinga- hús opnað Húsgögn voru flutt á laugardaginn. Bæjarskrifstofan flutt um set Sólarhringsvakt að nýju hjá lögreglunni á Akranesi Jón S Ólason yfirlögregluþjónn og Halla Bergþóra Björnsdóttir sýslumaður á Akranesi. Sævar Sveinbjörnsson og Páll Valdimar Stefánsson skipstjóri koma að landi í Rifi laust eftir hádegi á mánudag eftir vel heppnaða björgunaraðgerð. Hafrún Ævarsdóttir, Halldór Sigurjónsson og Ægir Þórsson voru einnig í áhöfn björgunarskipsins Bjargar í þessu verkefni. Ljósm. mþh. Eldur kom upp í stýrishúsi báts Björg kom með bátinn að landi á ellefta tímanum um morguninn. Ljósm. tfk. Séð inn í stýrishús Sigluness. Þar er allt ónýtt. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.