Skessuhorn


Skessuhorn - 10.09.2014, Page 2

Skessuhorn - 10.09.2014, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 Réttari réttardagar SNÆFELLSBÆR: Í Skessu- horni í síðustu viku var heild- arlisti yfir réttir á Vesturlandi. Sama dag og blaðið kom úr prentun barst beiðni úr Snæ- fellsbæ um að koma að upplýs- ingum um breytingu á réttar- dögum. Bláfeldarrétt, Grafar- rétt og Ölkeldurétt verða allar laugardaginn 27. september, en ekki 20. september eins og sagt var í blaðinu. Leiðréttist það hér með. Þá hefur verið bent á að þótt Fljótstungurétt í Borg- arfirði sé auglýst á sunnudegi, þá hafi það oft gerst að ef safnið kemur snemma af fjalli, þá lýk- ur réttinni jafnvel strax á laug- ardagskvöldi. Fólk er beðið að hafa það í huga. -mm Hundur fannst í ruslagámi LBD: Lögregla var kölluð að ruslagámi við sumarbústaða- byggð norðan Borgarness í vik- unni. Hafði eigandi eins sum- arhússins ætlað að kasta rusli í gáminn en þá heyrt þungan andardrátt í gámnum og þorði hann ekki að kanna það nánar. Við skoðun lögreglu kom í ljós að í strigapoka var stór border collie hundur. Voru þó nokkr- ir áverkar á hundinum og tel- ur lögregla að ekið hafi ver- ið á hann. Var hundurinn enn lifandi, en án meðvitundar. Hundurinn var aflífaður en ekki hefur verið uppýst hver eigandi hans var eða hvað raunverulega gerðist og varð hundinum að aldurtila. –þá Áhugi fyrir vatns- réttindunum SNÆFELLSBÆR: Á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar 2. september sl. voru kynnt tvö bréf frá aðilum sem hafa sýnt vatnsréttindum í Snæfellsbæ áhuga. Þau eru frá Arnóri H Arnórssyni og Wealth Capital Management. Bæjarstjórn sam- þykkti samhljóða að fela lög- fræðingi bæjarins og bæjarstjóra að finna hentugan fundartíma bæjarstjórnar með þeim aðilum sem hafa áhuga á vatnsréttind- unum. Eins og greint hefur ver- ið frá í Skessuhorni missti fé- lagið IV Iceland vatnsréttindin fyrr á þessu ári og er það annað félagið sem hugði á útflutning frá Rifi sem misst hefur réttind- in. Forsvarsmenn Snæfellsbæjar hafa sagt að mikill áhugi sé fyr- ir vatnsréttindunum og bréfin sem kynnt voru í bæjarstjórn í síðustu viku staðfesta það. –þá Undir áhrifum og án réttinda LBD: Um miðja síðustu viku var ökumaður fólksbifreiðar stöðvaður í hefðbundnu eftirliti lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum. Reyndist hann án öku- réttinda og þvagsýni sýndi að hann hafi neytt kannabisefna, amfetamíns og metamfetam- íns. Við leit í bifreiðinni fund- ust um fimm grömm af kanna- bisefnum og við leit á farþega fundust tæki til neyslu fíkniefna. Ökumanni og farþega var síð- an sleppt úr haldi lögreglu eftir blóðsýna- og skýrslutökur. –þá Vert er að minna á að nú er sá tími kominn sem sauðfé getur víða leynst við vegi. Ökumenn þurfa að hafa það í huga við mat á aðstæð- um og haga ökuhraða sínum sam- kvæmt því og jafnvel skerpa á at- hyglinni. Næstu daga er spáð suðlægum átt- um, mildu veðri og minni úrkomu en síðustu dagana. Á fimmtudag er spáð sunnar 10-15 m/sek með lítilsháttar vætu, en annars hæg- ari og yfirleitt léttskýjuðu. Á föstu- dag er útlit fyrir sunnan- og suð- vestan 8-15 m/sek og víða rign- ingu framan af degi, en úrkomu- litlu fyrir norðan og austan. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast norðaustan lands. Á laugardag er áfram búist við suðvestanátt og skýjuðu með köflum vestan til, en annars björtu veðri. Kólnar lítillega. Á sunnudag og mánudag er útlit fyrir suðlægar áttir með vætu sunnan- og vestan til. Hlýnandi veður. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Á að fækka þrepum virð- isaukaskatts?“ (Eru í dag 0%, 7% og 25,5%). Langflestir eru á því að fækka eigi virðisaukaskattsþrep- um. „Já niður í eitt“ sögðu 53,35%, „Já niður í tvö“ var svar 15,65%. „Nei óbreytt“ sögðu 23,32% og 7,67% höfðu ekki myndað sér skoðun á því. Í þessari viku er spurt: Á að gefa veiðar smábáta frjáls- ar með öllu? Knáir knattspyrnustrákar í ÍA fá sæmdartitilinn Vestlendingar vik- unnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Það gerist ekki á hverjum degi að afmælissöngurinn sé sunginn þrisvar í röð í sama bekknum í grunnskóla. Það gerðist þó í Brekkubæjarskóla á Akranesi í liðinni viku þegar nemendur í 10. bekk S fögnuðu sameiginlegum afmælisdegi bekkjarsystkinanna Eiríks Hilmars Eiríkssonar, Önnu Mínervu Kristinsdóttur og Margrétar Ingólfs- dóttur. Þau eru öll fædd 2. september 1999. Hér eru afmælisbörnin Eiríkur Hilmar, Anna Mínerva og Margrét. grþ /Ljósm. Kristinn Pétursson. Þann 1. september síðastliðinn gaf atvinnuvegaráðuneytið út reglu- gerð sem kveður á um breytingu á eldri reglugerð um þorskígild- isstuðla. Þar er kveðið á um hvers virði einstakar fisktegundir eru í samanburði við þorsk sem hefur staðalinn 1,0. Samkvæmt stuðlin- um er til dæmis humar sexfalt dýr- ari en þorskur. Þorskurinn er hins vegar hundrað sinnum dýrari en hákarl. Meðfylgjandi er tafla sem er hluti af reglugerð ráðuneytisins frá 1. september. Með að skoða töfluna getur fólk e.t.v. gert sér betur grein fyrir hvað talað er um þegar sagt er orðið þorskígildistonn. mm Lögreglan í Borgarfirði og Döl- um fékk síðastliðinn miðvikudag lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Sérsveit ríkislögreglustjóra til aðstoð- ar við húsleit í atvinnuhúsnæði í Reykjavík og íbúðarhúsi og úti- húsum á sveitabæ í Hvalfjarð- arsveit. Lagði lögreglan í þess- um húsleitum meðal annars hald á átta stykki af ólöglegum skot- vopnum, töluvert magn af skot- færum og einnig nokkuð af ætl- uðum sterum. Einnig fannst 50 lítra eimingartæki. „Það sam lagt var hald á er talið vera í eigu eða umráðum sama að- ilans, sem er íslenskur karlmaður á sextugsaldri og býr í Hvalfjarð- arsveit en starfar í Reykjavík. Var hann handtekinn og færður til yfirheyrslu en sleppt að lokinni skýrslutöku,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. mm Magnús Soffaníasson í Grundar- firði er stjórnarmaður í fyrirtæk- inu Internet á Íslandi (ISNIC.is). Hann fékk fyrirtækisbíl ISNIC, sem er Nissan Leaf, lánaðan síð- astliðinn laugardagsmorgun til að gera merkilega tilraun. Hún fólst í því að kanna nákvæmlega hversu langan tíma það myndi taka að aka bílnum, sem er eingöngu knúinn rafmagni, frá Skerjafirði í Reykja- vík til Grundarfjarðar. Magnús lagði af stað frá Skerjafirði ásamt Guðbjörgu dóttur sinni laust fyr- ir klukkan 10 um morguninn og voru þau um klukkan 16 komin til Grundarfjarðar. Þurftu þau að taka tvö hleðslustopp. Það fyrra í Borg- arnesi en það síðara á Vegamótum. Að líkindum eru Magnús og Guð- björg fyrst manna til að aka raf- magnsbíl þessa leið. Það var Jens Pétur Jensson sem tók meðfylgj- andi mynd af þeim feðginum þeg- ar þau lögðu af stað vestur. Þess má geta að Guðbjörg er nemi í um- hverfisverkfræði við HÍ. Af þessu má sjá að það er aug- ljós kostur fyrir t.d. Borgnesinga og Skagamenn, sem aka daglega til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu, að nýta rafbíla til ferðanna. Á einni hleðslu er hægt að komast frá þess- um stöðum hvert sem er á höfuð- borgarvæðinu. mm Humar er sexfalt dýrari en þorskur og sexþúsundfalt dýrari en hákarl Afmælissöngurinn sunginn þrisvar Óku á rafmagnsbíl frá Reykjavík til Grundarfjarðar Lagt var hald á þennan búnað í aðgerðum lögreglu. Lögreglan haldlagði riffla, hagla- byssur, skotfæri og ætlaða stera Fyrstu réttir á Vesturlandi fóru fram um síðustu helgi. Með- fylgjandi mynd var tekin í Kald- árbakkarétt í Kolbeinsstaðar- hreppi. Að sögn bænda kom eitt- hvað færra fé af fjalli en vaninn er sökum úrhellisrigningar og þoku og erfiðra skilyrða til leitar. Ekki var þurr þráður á smalafólki þegar það kom með féð af fjalli á laugardaginn. Á sunnudags- morgun klukkan 11 var rekið í almenninginn og hafist handa við að draga í dilka með tilheyr- andi ati. Kaldárbakkarétt þykir hafa tapað örlitlu af sjarma sín- um sem fólst í hlöðnum veggj- um. Þeir eru nú að víkja fyrir timbri. Enn má þó sjá hluta af hleðslunni í innri hluta réttar- innar þar sem réttin er felld að landslaginu. sá Fyrstu réttir afstaðnar

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.