Skessuhorn


Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 TUPPERWARE LAGERSALA að Háholti 23, Mosfellsbæ Frábærar vörur í miklu úrvali Allt að 60% afsláttur! Opið alla virka daga kl. 11:00-17:00 SK ES SU H O R N 2 01 4 Allt að 80% minna gegnumflæði hita og óþægilegra ljósgeisla SÍ A 196 9 GLER OG SPEGLARSmiðjuvegi 7 Kópavogi • Sími 54 54 300 • ispan .is SÓLVARNARGLER GLER OG SPEGLAR SÍ A 1969 SENDUM UM LAND ALLT Síðasta ferð Baldurs 2727 yfir Breiðafjörð Sú ferja sem þjónað hefur Breið- firðingum og gestum þeirra dyggi- lega síðan 2006, undir merkj- um Baldurs 2727, sigldi síðast- liðinn föstudag síðustu áætlunar- ferð sína yfir Breiðafjörð. Ferjan hefur nú verið leigð til að leysa af í siglingum milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja meðan Herjólf- ur fer í slipp. Eftir það hefur ferj- an verið seld til Grænhöfðaeyja, að því gefnu að leyfismál nýrrar ferju endi farsællega. Eins og fram hefur komið í fréttum eru Sæferðir búnar að festa kaup á stærri ferju í Norður - Noregi til að taka við siglingun- um yfir Breiðafjörð. Tafir vegna af- greiðslu innflutningsleyfis af hálfu yfirvalda siglingamála urðu þó til þess að nýja ferjan kom ekki í tæka tíð til landsins og er því rof á hefð- bundnum ferjusiglingum yfir fjörð- inn. Að sögn Svanborgar Siggeirs- dóttur hjá Sæferðum eru bundn- ar vonir við að úrskurður um inn- flutningsleyfi nýju ferjunnar liggi fyrir í síðasta lagi fyrir vikulok. Fram að leyfisveitingu mun ferjan verða áfram í Noregi. Meðan Bald- ur siglir ekki mun verða siglt á Sæ- rúnu þrisvar í viku með farþega til Flateyjar og auk þess yfir til Brjáns- lækjar ef farþegar eru þangað. Í síðustu ferð Baldurs á föstu- daginn vildi svo skemmtilega til að Ingibjörg Freyja Gunnarsdótt- ir, 18 ára stúlka frá Patreksfirði og nemandi í FSN, var farþegi. Hún var einnig farþegi í ferjunni í fyrstu ferð hennar um páskana 2006. Ingibjörgu Freyju var fært gjafabréf í tilefni þessa. Þá urðu önnur tímamót við komu Baldurs til Stykkishólms. Ragnar Ragnarsson stýrimaður var þá að fara sína síðustu ferð en hann lætur nú af störfum hjá Sæferð- um. Eigendur og starfsfólk færðu Ragnari blóm í tilefni starfslok- anna, þökkuðu farsælt samstarf og óskuðu Ragnari gæfu. m/ Ljósm. Eyþór Ben. Áhöfn Baldurs og stjórnendur Sæferða við komuna til Stykkishólms á föstudag- inn. Ragnar stýrimaður stendur fremst fyrir miðju með blóm. Það kom í hlut Ragnars Ragnarssonar að afhenda Ingibjörgu Freyju gjafabréfið. Þessi sjálfrennireið var þreytt, fór ekki í gang og þurfti aðstoð frá borði. Óvenjulegir kammertónleikar verða í Dalabúð Kammerkórinn Hymnodia frá Ak- ureyri mun halda tónleika í Dala- búð í Búðardal, laugardaginn 13. september kl. 20. Nú ætlar kór- inn að heimsækja æskuslóðir kór- stjórans, Eyþórs Inga, með fjöl- bragðadagskrá. Uppátækjum fé- laga í kórnum eru engin takmörk sett, segir í tilkynningu. „Kórinn syngur, spilar á alls kyns skrýt- in og skemmtileg hljóðfæri, hef- ur uppi glens og grín, leikræn til- þrif og jafnvel dans ef vel ligg- ur á. Brjálaði barítóninn, drynj- andi geðlæknirinn, fljúgandi Hol- lendingurinn, sænski grunnskóla- kennarinn, lagvissi lögfræðingur- inn, tölvu óði trompetleikarinn og margir fleiri koma fram,“ segir í tilkynningu. Meðal hljóðfæra sem kór- inn notar eru: Gömul og beygl- uð bárujárnsplata, tekin af göml- um útihúsum í , hertrompet sem fannst á götumarkaði í Frakklandi, strákústur Sveins kirkjuvarðar í Akureyrarkirkju, blómavasar og vínflöskur, þurrkað ávaxtahýði frá Tyrklandi, blásturshljóðfæri eins og sauðaleggjaflautur, pic- colo, tinflauta, orgelpípur og oc- arina, strengjahljóðfærin psaltari, dulcimer, strumstick, charango, fiðla, gítar, bouzouki og rafbassi, allskonar slagverkshljóðfæri og græjutaska kórstjórans. Tónlistin sjálf er því eðli máls- ins samkvæmt afar fjölbreytt: Þjóðlög frá öllum heimshorn- um; skosk drykkjuvísa, mexíkósk- ur baráttusöngur, madrígal um kakkalakka, sænskur dansleikur, finnskur polki, enskt ástarljóð, rússneskt vögguljóð, kvöldsöng- ur fiska og margt fleira. Kórinn flutti þessa efnisskrá á níu tón- leikum á norðausturlandi í októ- ber og nóvember 2013, með- al annars tvisvar fyrir fullu húsi á Akureyri. Aðgangseyrir er 2000 kr. Bar- inn verður opinn, Ásdís Melsted í Leifsbúð mun sjá til þess að allir fái drykki við sitt hæfi. mm Hymnodia. Ljósm. Daníel Starrason. Freisting vikunnar Líkt og flestir Íslendingar vita er fiskur herramannsmatur, bæði hollur og góður. Af því tilefni að nýtt kvótaár er nýlega byrj- að fannst okkur við hæfi að birta uppskrift af ljúffengum fiskrétti. Heyrst hefur að þessi réttur sé svo góður að hann renni meira að segja ljúflega ofan í þá sem alla jafnan borða ekki fisk. Við efumst ekki um sannleiksgildi þeirra orða og deilum því uppskriftinni. Verði ykkur að góðu! Fiskur í karrýí Ýsa eða þorskur Hveiti Karrý Paprika (gul, rauð og græn) Blaðlaukur Sveppir Rjómi Sojasósa Rifinn ostur Salt og pipar olía til steikingar eða smá smjörlíki. Aðferð: Fiskurinn er skorinn í bita, ekki litla. Hveiti, karrý, salt og pip- ar er sett í plastpoka. Athugið að karrýið má vera sterkt. Fiskurinn er settur í pokann og hrist. Því næst er hann steiktur á pönnu þar til verður ljósbrúnn að lit. Raðið fiskinum í eldfast mót, ekki mjög þétt. Grænmetið er brúnað á pönnunni, ekki skola hana á milli. Þetta er gert til að nýta bragð- ið af fiskinum og karrýinu. Setj- ið grænmetið yfir fiskinn. Látið rjóma fljóta yfir fiskinn og nokkr- um dropum af sojasósu er hellt yfir. Að lokum má setja smá rifinn ost yfir. Bakað í ofni þar til fiskur- inn er fulleldaður. Gott að bera fiskréttinn fram með hrísgrjónum, salati og brauði. Góður karrý fiskréttur Hér má sjá girnilega mynd af svip- uðum rétti sem borinn er fram með hrísgrjónum og nýju grænmeti. Ljósm. www.eldhussogur.com Norðurálsvöllur 1. deild karla ÍA – Haukar Laugardaginn 13. september kl. 13.00 Allir á völlinn SK ES SU H O R N 2 01 4 Aðalstyrktaraðili leiksins er Íslandsbanki

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.