Skessuhorn


Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 Meiri tekjur HVALFJ: Hagnaður Spal- ar eftir skatta var um 179 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins en um 120 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Þetta kem- ur fram í árshlutaupp- gjöri fyrir fyrri helming þessa árs sem birtur er hjá Kauphöllinni. Hagnaður Spalar á öðrum ársfjórð- ungi 2014 eftir skatta var um 140 milljónir króna en um 110 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Í af- komutilkynningunni segir að greiðsluflæðið gefi betri mynd af gangi félagsins vegna þess að verðbætur vísitöluhækkana lána dreif- ast til greiðslu út lánstím- ann árið 2018. –þá Aflatölur fyrir Vesturland 30. ágúst - 5. september. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 5 bátar. Heildarlöndun: 6.500 kg. Mestur afli: Ingunn Sveinsdóttir AK: 4.396 kg í einni löndun. Arnarstapi 5 bátar. Heildarlöndun: 15.479 kg. Mestur afli: Bárður SH: 6.758 kg í þremur löndun- um. Grundarfjörður 8 bátar. Heildarlöndun: 237.194 kg. Mestur afli: Áskell EA: 60.071 kg í einni löndun. Ólafsvík 58 bátar. Heildarlöndun: 569.837 kg. Mestur afli: Brynja SH: 33.095 kg í sex löndunum. Rif 35 bátar. Heildarlöndun: 525.699 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 54.245 kg í einni löndun. Stykkishólmur 6 bátar. Heildarlöndun: 10.263 kg. Mestur afli: Kári SH: 2.998 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Áskell EA – GRU: 60.071 kg. 31. ágúst 2. Hringur SH – GRU: 59.136 kg. 3. september 3. Sóley SH – GRU: 54.722 kg. 3. september 4. Tjaldur SH – RIF: 54.245 kg. 30. ágúst 5. Helgi SH – GRU: 46.118 kg. 1. september mþh Umhverfisverðlaun Akraneskaup- staðar voru afhent við athöfn í gamla Landsbankahúsinu við Suð- urgötu sl. mánudag. Einar Brands- son, formaður skipulags- og um- hverfisnefndar, gerði grein fyr- ir verðlaununum að þessu sinni. Fram kom að venjulega hafi verð- launin komið í hlut eigenda íbúða- húsalóða og fyrirtækja. Skipulags- og umhverfisnefnd óskaði eftir til- nefningum og margar komu um íbúðalóðir. Nefndinni var vandi á höndum þar sem hún gat ekki gert upp á milli tveggja lóða og því var ákveðið að verðlauna þær báðar en veita ekki fyrirtæki viðurkenningu að þessu sinni. Viðurkenningarn- ar voru því veittar fyrir tvær fal- legustu einbýlishúsalóðirnar. Þeim veittu móttöku Anna Berglind Ein- arsdóttir og Samúel Ágústsson fyr- ir lóðina að Bjarkargrund 33 og Reynir Þorsteinsson og Guðbjörg Árnadóttir fyrir lóðina að Steins- staðaflöt 15. Í umsögn nefndarinnar segir m.a. að lóðin á Bjarkargrund 33 sé ein- staklega vel hirt lóð. Hún sé vel römmuð inn af klipptu limgerði og frjálsvaxandi trjám, innviðir garðs- ins séu fjölbreytt runna- og blóma- beð, grasflöt, pottar með runnum og blómum, dvalarsvæði sem er af- markað með timburveggjum og lít- ið geymsluhús. Lóðin myndi fal- lega heild þar sem hlúð er að hverju smáatriði. Eigendur lóðarinnar hugi einnig að nánasta nágrenni, svo sem umhirðu göngustígs við lóðina. Um Steinsstaðaflöt 15 seg- ir í umsögn nefndarinnar að hún sé sannkölluð vin. Lóðin sé römmuð inn af timburveggjum með runna- og trjágróðri utan veggja sem inn- an, aðkoman samanstandi af hellu- lögðum stíg og með runna- og trjá- gróðri meðfram. Þegar komið er inn í garðinn blasi við rými með fjölbreyttum gróðri sem er rað- að fallega saman. „Þó garðurinn sé ekki stór þá eru tvö ólík dvalarsvæði í garðinum, annað með timburgólfi en hitt er innar með hellulögðu gólfi,“ segir m.a. í umsögninni. þá Á fundi bæjarstjórnar Snæfells- bæjar 2. september sl. kom fram fjöldi tillagna bæði frá meirihluta og minnihluta. Fundargerðin ber með sér að mikill kraftur sé í nýrri bæjarstjórn. Meðal þess sem J- listinn, minnihluta bæjarstjórnar, lagði til á fundinum var að engar frekari ákvarðanir verði teknar um fjárfrekar framkvæmdir á vegum Snæfellsbæjar þar til búið verði að gera úttekt á kostnaði vegna nýrra kjarasamninga. Þá lagði J-listafólk til að kannaðir yrðu kostir þess að leita tilboða hjá bílaleigum vegna ferða starfsmanna og stjórnenda á vegum Snæfellsbæjar, ásamt því að settar verði reglur vegna ferða- og bílakostnaðar. J-listinn vill að komið verði á fót nefnd til að móta stefnu varðandi upp- byggingu aðstöðu til íþróttaiðk- unar í Snæfellsbæ. Einnig leggur J-listinn til að nefnd verði skip- uð vegna dagvistunarmála sem og að fundið verði annað húsnæði vegna Smiðjunnar, dagþjónustu fatlaðra. Meirihlutinn vill gera margt Meirihlutinn, fulltrúar D-listans, lagði m.a. til á fundinum breyt- ingar á sumarlokun leikskóla Snæ- fellsbæjar. Telja fulltrúar hans að stytta megi lokunina í fjórar vik- ur úr sex. D-listinn leggur einn- ig til að sett verði á fót nefnd til að sameina leikskólana í Snæfellsbæ. Þá vilja bæjarfulltrúar meirihlut- ans að fræðslunefnd verði falið að kanna hvort þörf sé á að gera sér- stakar ráðstafanir til koma til móts við þarfir aukins fjölda nemenda af erlendu bergi í Grunnskóla Snæ- fellsbæjar. Fræðslunefnd verði líka falið að skoða með skólastjóra hvort ekki sé rétt að gera skólahreysti að val áfanga í GSNB. Einnig legg- ur D-listinn til að fræðslunefnd verði falið að gera fimm ára áætl- un um endurnýjun á búnaði GSNB. Meirihlutinn vill að aukinn kraftur verði settur í umhverfisátak í bæj- arfélaginu. Einnig varðandi um- hverfismál að lagt yrði í hönnun- arvinnu við umhverfi Höskuldsár á Hellissandi. Peningar verði lagð- ir í að gera kynningarbækling fyr- ir bæjarfélagið sem sniðinn verði að því að sýna svæðið sem áhugaverð- an kost til búsetu og fyrir forsvars- menn fyrirtækja sem eru að leita að staðsetningu. D-listinn lagði einn- ig fram tillögu um gerð nýs spark- vallar í sveitarfélaginu og staðsetn- ing hans yrði í samráði við íþrótta- félögin. Nýrri stoppustöð yrði kom- ið upp fyrir skólabíla nemenda FNS og hún verði við íþróttamiðstöðina í Snæfellsbæ. Á umræddum bæjar- stjórnarfundi lögðu fulltrúar D- listans einnig til að skoðaður verði hentugleiki þess að Snæfellsbær eigi bifreið sem starfsmenn geti nýtt til aksturs utan sveitarfélagsins. þá/ Ljósm. Friðþjófur Helgason. Næstkomandi föstudag verður svo- kallaður „Plastpokakveðjudag- ur“ haldinn í Stykkishólmi þegar Stykkishólmur gerir tilraun til þess að verða fyrsta burðarplastpoka- lausa sveitarfélagið á Íslandi. Um- hverfishópur Stykkishólms fékk í ársbyrjun styrk frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til að ráðast í þetta verkefni, sem unnið er í sam- starfi við Náttúrustofu Vesturlands, Landvernd, UMÍS / Environice og Stykkishólmsbæ. Umhverfishópur- inn byrjaði að vinna að undirbún- ingi verkefnisins strax í upphafi árs. „Við höfðum m.a. samráð við verslunareigendur á svæðinu og Ís- lenska gámafélagið og fundum mis- munandi gerðir poka sem geta leyst burðarplastpokana af hólmi. Þetta hefur gengið vonum framar og öll fyrirtæki á svæðinu ætla að taka þátt í verkefninu á einhvern hátt og leggja sitt af mörkum,“ segir Theó- dóra Matthíasdóttir starfsmaður verkefnisstjórnar þessa verkefnis. Hún segir að ákveðið hafi verið að gera daginn eftirminnilegan og skemmtilegan fyrir íbúa Stykkis- hólms með hátíðarhöldum. „Við verðum til dæmis með kynningarbás þar sem við sýn- um mismunandi gerðir af marg- nota pokum, maíspokum, bréfpok- um og aðrar umhverfisvænni leið- ir en notkun plasts á heimilinu og verðum til taks í spjall um hvern- ig við berum okkur að án burðar- plastpoka. Ásbyrgi, vinnustofa fatl- aðra í Stykkishólmi, verður með heimasaumaða burðarpoka til sölu og Kolbrún Ösp Guðrúnardóttir, sem rekur lífræna verslun í Stykkis- hólmi, verður með sölu á lífrænum varningi. Þá verður Íslenska gáma- félagið með kynningarbás um sorp- flokkun og nýjungar þar að lútandi, ásamt kynningu á maíspokum á þeirra vegum,“ segir Theódóra og bendir á að mun fleira verði um að vera á verslunarsvæðinu á föstudag á milli kl. 16 og 18. Í fararbroddi í umhverfismálum Stykkishólmshöfn var með þeim fyrstu á Íslandi til þess að hljóta Blá- fánann, alþjóðlega umhverfisviður- kenningu fyrir smábátahafnir, og hef- ur flaggað þeim fána í tólf ár í röð. Sveitarfélagið var einnig það fyrsta á landinu að byrja að fullflokka sorp í svokallað þriggja tunnu kerfi, líkt og fleiri sveitarfélög hafa tekið upp eftir það. Að auki er Stykkishólmur með umhverfisvottun á starfsemi sinni í samstarfi við hin sveitarfélögin á Snæ- fellsnesi. Því má segja að Hólmurinn sé í fararbroddi í umhverfismálum á landsvísu. Theódóra segir umhverfis- hópinn ekki formlega farinn að huga að næstu skrefum í umhverfismálum. „Við erum að klára að koma þessu á núna en þetta er framtíðarverkefni og því lýkur alls ekki núna á föstudaginn. Það verða áfram viðburðir í tengslum við verkefnið að minnsta kosti fram að áramótum,“ segir hún. „Við stöndum til dæmis fyrir myndbanda- samkeppni í tengslum við verkefnið í þessum mánuði. Við hvetjum alla til að taka þátt í því en fyrstu verðlaun eru 100 þúsund krónur,“ bætir hún við. Hægt er að finna upplýsingar um samkeppnina á Facebook síðu verk- efnisins: Burðarplastpokalaus Stykk- ishólmur. Í árslok verður gefin út greinargerð um framvindu og árang- ur verkefnisins sem umhverfishóp- urinn vonar að muni auðvelda öðr- um sveitarfélögum að feta í fótspor Stykkishólmsbúa. grþ Steinsstaðaflöt 15 er sannkölluð vin að mati skipulags- og umhverfisnefndar. Eigendur tveggja einbýlishúsalóða fá umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar Eigendur lóðanna Bjarkargrundar 33 og Steinstaðaflatar 15 með viðurkenn- ingarnar. F.v. Anna Berglind, Samúel, Guðbjörg og Reynir. Bjarkargrund 33 er römmuð inn af klipptu limgerði og frjálsvaxandi trjám. Verkefnið burðarplastpokalaus Stykkishólmur að hefjast Theódóra með sýnishorn af fjölnota, umhverfisvænum innkaupapokum. Ljósm. sá. Fjölmargar tillögur á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.