Skessuhorn


Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 Áfram Skagamenn! Haraldur Ingólfsson framkvæmda- stjóri KFÍA var að vonum ánægð- ur með árangur Skagamanna sem tryggðu sér sæti í Pepsídeild karla á næstu leiktíð eftir sigur á KV á fimmtudaginn. Hann segir að markmiðið í vor hafi fyrst og fremst verið að byggja upp nýtt lið og ár- angurinn nú sé því umfram þær væntingar sem stjórnin gerði fyrir tímabilið. „Ég er gríðarlega ánægð- ur með árangurinn. Það er ákveð- inn léttir sem fylgir því að hafa klárað þetta svona örugglega. Fyr- ir mótið gerðum við í stjórninni hóflegar væntingar. Ég bjóst sjálfur við að Skagaliðið yrði í toppbarátt- unni en að ná að tryggja sér sæti í efstu deild þegar tvær umferðir eru eftir er langt umfram mínar vænt- ingar. Það var alltaf langtímamark- miðið að komast upp í úrvalsdeild á ný, en stjórnin fól Gulla fyrst og fremst það verkefni að byggja upp nýtt lið þar sem liðið frá því á síð- ustu leiktíð var vængbrotið eftir lé- legt gengi.“ Í bæjarbragnum að keppa við þá bestu Haraldur segir að liðið eigi heima í efstu deild en það vanti meiri stöð- ugleika sem áfram þarf að vinna í. „Okkar helsti hausverkur á síðustu árum hefur verið skortur á stöðug- leika í leik liðsins. Í sumar hefur borið á þessu vandamáli og spila- mennskan ekki sannfærandi á köfl- um. Það verður þó ekki tekið af stráknum að þeir hafa unnið flesta leiki í deildinni og skorað flest mörk. Það er því engin heppni að þeir séu komnir upp. Það þarf þó að bæta liðið og eru það næstu skref hjá stjórninni að skoða hvernig hægt sé að vinna í þeim málum fyrir komandi leiktíð í efstu deild. Fyrst og fremst er ég þó ánægður með að karlalið ÍA sé komið í efstu deild. Þar á liðið heima þar sem það er í bæjarbragnum á Akranesi að keppa á meðal þeirra bestu. Ég er viss um að þessi árangur mun hafa jákvæð áhrif fyrir allt knattspyrnustarf- ið okkar. Strákarnir hafa staðið sig vel í sumar og vil ég óska Gulla og strákunum til hamingju með að hafa skilað góðu verki,“ sagði Har- aldur í samtali við Skessuhorn. jsb Sterk liðsheild skapaði þennan góða árangur -segir Magnús Guðmundsson stjórnarformaður KFÍA „Það var sagt við mig í vor að ég skyldi stilla væntingum í hóf. Það gæti tekið Skagaliðið þrjú ár að komast upp í efstu deild að nýju. Liðið væri að megninu til ungt og við værum ekki með nógu dýra leikmenn. Það hefur komið á dag- inn að það er hægt að komast langt á því að byggja á heimamönnum og gefa ungum mönnum tækifæri. Ég held að það sé fyrst og fremst sterk liðsheild og gott þjálfarateymi sem er á bak við þennan góða árangur hjá meistaraflokki karla. Það var eins og liðið efldist við mótlætið. Nokkrir leikir töpuðust óvænt en því var mætt með sigrum í öðrum mikilvægum leikjum,“ segir Magn- ús Guðmundsson stjórnarformað- ur KFÍA. Magnús tók við stjórnarfor- mennsku í Knattspyrnufélagi ÍA á þorranum í vetur þegar ný stjórn var kosin. Þá segir hann að stað- an hafi ekki verið góð í félaginu, hallarekstur á deildinni og meist- araflokkur karla ekki í efstu deild- inni þar sem Skagamenn vilja vera. „Síðan hefur fólk þjappað sér sam- an. Staðan hefur breyst frá þess- um tíma og ég held að félagið sé að blómstra í dag. Uppeldisstarfið er gott í félaginu og árangurinn ágæt- ur hjá yngri flokkunum. Það var síðan gríðarlega skemmtilegt að karlaliðið skyldi ná að tryggja sætið í efstu deildinni þegar tvær umferð- ir eru eftir,“ segir Magnús. Hann segir að vonbrigðin séu hins vegar þau að kvennaliðinu hafi ekki tekist að halda sæti sínu í efstu deild. „Stjórnin mun þó hvergi kvika frá þeirri stefnu að styðja við og efla kvennaknattspyrnuna á Akra- nesi. Stelpurnar voru þó að standa sig að mörgu leyti vel í sumar og oft munaði sáralitlu að þær næðu meira út úr leikjunum en raunin varð. Fæstar þeirra höfðu reynslu af því að spila í efstu deild áður en þær öðluðust hana í sumar. Nú er það sem gildir fyrir stelpurnar að halda hópinn og var tilbúnar næst þegar liðið fer upp um deild. Það má kannski horfa til félags eins og á Selfossi. Stelpurnar þar hafa áður farið á milli deilda og nú virðist Selfoss vera komið með öflugt lið í Pepsídeildinni. Það mun okkur tak- ast líka ef allir verða samtaka,“ seg- ir Magnús Guðmundsson. þá Magnús Guðmundsson stjórnarformaður KFÍA. Árangurinn umfram væntingar Haraldur Ingólfsson framkvæmda- stjóri KFÍA. Ármann Smári Björnsson er fyrirliði ÍA liðsins „Það er heildin sem hefur skapað þennan árangur“ Ármann Smári Björnsson fyrirliði Skagamanna segir að það sé margt á bak við árangur liðsins í sum- ar. „Það eru margir sem koma að þessum. Það er ekki bara við strák- arnir í liðinu. Ég myndi segja að það væri heildin sem hefur skapað þennan árangur. Liðið, þjálfararnir, stjórnin og stuðningsmennirnir,“ segir Ármann Smári og bætir við. „Við höfum verið að bæta okkur á öllum sviðum. Í sumar vörðumst við betur en við gerðum í fyrra og hitteðfyrra. Í níu leikjum höfum við haldið hreinu og það er ekki svo lít- ill árangur. Svo erum við búin að skora liða mest í deildinni, 44 mörk og þar hefur Garðar farið fremstur í flokki. Svei mér þá ef það eru ekki bara Leiknir Fáskrúðsfirði sem hafa skorað meira en við. Það einhvern veginn small allt saman hjá okkur í sumar,“ segir Ármann Smári. Fyrirliði Skagamanna segist allt- af hafa haft trú á því að takmarkið næðist að fara upp um deild. „Menn voru náttúrlega svolítið lemstrað- ir eftir síðasta tímabil við það að falla úr Pepsídeildinni. Það vantaði sjálfstraustið til að byrja með. Okk- ur gekk erfiðlega að halda fengn- um hlut fyrst í vor og það var eins og gamall draugur frá því í fyrra gerði vart við sig þegar við vor- um að missa leikina frá okkur und- ir lokin. En þótt byrjunin væri ekki góð, eins og tvö töp í Grindavík, þá hafði ég alltaf trú á því að við myndum bæta okkar leik. Svo þeg- ar við urðum fyrir áföllum eins og að tapa hérna heima fyrir KV og á Selfossi þá hafði ég trú á því að við myndum bæta fyrir það. Það gerð- ist líka að við unnum þessa leiki sem við virkilega þurftum að vinna, nema leikinn gegn HK í Kórnum, en síðan kom á móti nauðsynlegur sigur gegn Leikni í næsta leik og þá vorum við aftur komnir með þetta fannst mér.“ Ármann Smári er næstelsti mað- urinn í ÍA liðinu, 33 ára gamall og samningur hans við ÍA renn- ur út í haust. „Núna hugsa ég ekki um neitt annað en að klára leikina sem eftir eru með því að vinna þá og ná toppsætinu ef Leiknismenn myndu misstíga sig á lokasprettin- um. Núna er það bara leikgleiði og ánægja. Gaman að spila í skemmti- legu liði og ég er ekkert tilbúinn að leggja skóna á hilluna. Það verður svo bara sest niður einhvern tím- ann í haust og rætt um framhald- ið,“ segir Ármann Smári. Þetta er þriðja tímabilið hjá Ármanni með Skagaliðinu frá því hann flutti til Akraness fyrir þremur árum. „Ég hef kunnað mjög vel við mig hérna á Skaganum. Akranes er fótbolta- bær og það eru forréttindi að fá að spila fyrir ÍA,“ segir Ármann Smári Björnsson. þá Ármann Smári Björnsson. Fimm sinnum hjálpað liði upp í úrvalsdeild Hjörtur Júlíus Hjartarson var í byrjunarliði Skagamanna þegar lið- ið tryggði sér sæti í úrvalsdeild að nýju, síðasta fimmtudag. Þetta er í fimmta skipti sem Hjörtur hjálp- ar liði að komast upp í úrvalsdeild og í annað sinn sem framherjinn knái nær þeim árangri með sínu heimaliði, ÍA. Auk Skagaliðsins hefur Hjörtur leikið með Selfossi, Þrótti R. og Víkingi R. þegar liðin fóru upp í efstu deild. Þótt liðin séu nú orðin mörg, sem Hjörtur hafi hjálpað að komast upp um deild, segir hann tilfinninguna alltaf jafn sérstaka. „Þetta er alltaf jafn sætt og það góð tilfinning að hún venst aldrei. Þetta er í fimmta skiptið sem ég spila með liði sem fer upp og í annað sinn sem ég geri það með mínu heimaliði. Það er svolítið sér- stakt að fara upp með ÍA og í raun súrsætt að hjálpa liðinu að komast úr fyrstu deildinni. Annars vegar finnst mér sorglegt að ÍA sé í fyrstu deild en að sama skapi ánægjulegt að hjálpa liðinu að komast í deild þeirra bestu þar sem mér finnst að liðið eigi heima.“ Fenginn til að miðla reynslu Hjörtur verður fertugur síðar í haust og er því töluvert eldri en flestir í liðinu. Hann segir að verk- efni hans á þessari leiktíð hafi verið að koma með reynslu inn í ungan hóp. „Ég held að ég sé hátt í áratug eldri en næstelsti leikmaður liðs- ins en þess ber að nefna að liðið er byggt á mörgum ungum leikmönn- um. Ég kom inn í liðið á svolítið öðrum forsendum en í þau lið sem ég hef farið í áður og vissi að hlut- verk mitt yrði minna en áður. Hóp- urinn var tættur eftir lélegt tíma- bil í fyrra og uppbyggingarstarf fyrir höndum hjá þjálfurum liðs- ins. Þeim Gulla og Jóni Þór hef- ur tekist vel til að byggja upp lið- ið á ný og vonandi gat ég miðlað reynslu til ungu strákanna og haft einhver áhrif. Allavega náðist að stappa stálinu í hópinn og ná sett- um markmiðum.“ Stefna á fyrsta sæti Skagaliðið er nú í öðru sæti deildar- innar og hefur unnið flesta leiki og skorað flest mörk. Hjörtur segir að þrátt fyrir góðan árangur hafi gengi liðsins verið brokkgengt í sumar. „Það hafa komið góðir og slæm- ir tímar á þessu tímabili. Við byrj- uðum illa en náðum svo að rétta úr kútnum og vinna nokkra leiki í röð. Við lentum svo aftur í áfalli á miðju tímabili en náðum aftur að halda haus og komast á réttan kjöl þar sem við höfum verið síðan. Ég tel að lykillinn að þessum árangri sé að varnarleikur liðsins var algjör- lega tekinn í gegn en það er ekkert leyndarmál að hann var ekki góð- ur á síðasta tímabili. Auk þess hef- ur Garðar verið drjúgur í marka- skorun. Þetta tvennt stendur upp úr að mínu mati án þess þó að taka heiðurinn af öllu liðinu sem hefur staðið sig mjög vel í sumar. Síðustu leikir hafa verið miklar prófraunir sem mér finnst að við höfum stað- ist og það er komið gott jafnvægi í leik liðsins. Við förum því óhrædd- ir í næstu leiki og freistum þess að Leiknir misstígi sig á lokametrun- um og við endum efstir í deildinni.“ Framtíð Hjartar með Skagaliðinu er óljós en hann segist þó ekki úti- loka neitt að svo stöddu. „Það er ekkert ákveðið með næstu leiktíð hjá mér. Það fer kannski eftir því hvernig hópurinn lítur út á næstu leiktíð og hvort það sé eitthvað sem ég get gert til að hjálpa liðinu. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Hjörtur Júlíus í samtali við Skessu- horn. jsb Hjörtur Júlíus Hjartarson hefur nú fimm sinnum verið í liði sem kemst upp í úrvals- deild.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.