Skessuhorn


Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 Forsvarsmenn Íslandspósts héldu síðasta miðvikudag opinn kynning- arfund á Landnámssetrinu í Borg- arnesi. Fundurinn var opinn öll- um en einkum voru það fulltrú- ar sveitarstjórna sem mættu. Þrátt fyrir að fundurinn tæki á málefni sem brunnið hefur mjög á mörgum íbúum, þá sérstaklega í dreifbýli á Vesturlandi, mættu aðeins þrett- án auk blaðamanns Skessuhorns. Tilgangur fundarins var að kynna breytingar í þjónustu og rekstri Íslands pósts. Fyrirtækið þarf að skerða þjónustu sína til að koma í veg fyrir taprekstur. Rætt var um afleiðingar þessara breytinga. Ingi- mundur Sigurpálsson forstjóri Ís- landspósts hélt kynningu um mál- ið en honum til halds og traust var Hörður Jónsson framkvæmdastjóri pósthúsasviðs. Fækkun bréfasendinga kallar á hagræðingu í rekstri Ingimundur hóf fundinn með að kynna ýmsar breytingar sem átt hafa sér stað í rekstrarumhverfi Ís- landspósts og tók þar skýrt fram að póstþjónusta á Íslandi stæði nú á krossgötum. Íslandspóstur er opin- bert hlutafélag í eigu íslenska rík- isins. Hlutverk þess er að sinna al- þjónustu í póstdreifingu. Útskýrði Ingimundur væntanlega fækkun póstdreifingardaga. Hún sé til að mæta samdrætti í póstsendingum undanfarin ár og minni tekjum. Sagði Ingimundur að tækniþróun síðustu áratuga hafi leitt til fækk- unar á hefðbundnum póstsending- um um 41% og alþjónustan, dreif- ing sendinga undir 20 kílóum, ver- ið rekin með tapi í nokkur ár. Út- skýrði Ingimundur að Íslandspóst- ur væri rekinn eins og hvert annað fyrirtæki en ábyrgð þjónustunnar lægi hjá stjórnvöldum. Starfsmenn Íslandspósts gera ráð fyrir áfram- haldandi fækkun póstsendinga og því hafi þurft að grípa til ráðstafana sem felast í „aðlögun“ dreifingar- daga, tilfærslu póstkassa í dreifbýli og fækkun pósthúsa víða um land. Gerði Ingimundur grein fyrir því að þrjár kannanir hefðu verið gerð- ar á vegum mismunandi aðila og hafi niðurstöður þeirra sýnt að fólki þætti nóg að fá póst sendan á heim- ili sín tvisvar til þrisvar í viku. Vissu- lega gerðu þeir hjá Íslandspósti sér fyllilega grein fyrir því að fækkun sendingardaga kæmu sér verr fyrir fólk í dreifbýli en vegna samdrátt- ar hefði þessi leið verið farin og benti á að rafrænar sendingar væru þegar farnar að fylla í skarðið fyrir þá daga sem pósturinn berst ekki. Hins vegar, eins og réttilega var bent á af einum fundargesti, er fjar- skiptaþjónustu í dreifbýli Borgar- byggðar mjög ábótavant og myndi með engu móti getað komið í stað þess að fá póstinn afhendan í bréfi meðan þannig háttar. Við því feng- ust engin haldbær svör frá forsvars- mönnum Íslandspósts nema að þeir væru, eins og áður var tekið fram, að fylgja kröfu stjórnvalda um hag- ræðingu í rekstri. Tóku þeir fram að Íslandspóstur skerði ekki þjón- ustu án samþykkis Póst- og fjar- skiptastofnunar. Póstkassar voru ranglega staðsettir Varðandi staðsetningu bréfalúga og póstkassa útskýrðu þeir Ingimund- ur og Hörður að það sé stefna Ís- landspósts að bréfberar muni í framtíðinni hætta að bera póst heim að dyrum. Þess í stað verði komið fyrir póstkössum við lóða- mörk sérbýla líkt og þekkist víð- ast hvar erlendis. Með því styttist gönguleið bréfbera um allt að 20 til 25%. Í dreifbýli hafi hins veg- ar sú breyting sem gerð hefur verið að undanförnu verið vegna þess að fjöldi póstkassa var ranglega stað- settir samkvæmt reglum sem Ís- landspóstur vinnur eftir. Færsla kassanna nær þjóðvegum sparar nú þegar mörg hundruð þúsund kíló- metra akstur póstbíla á hverju ári. Póstbíll í stað pósthúsa Þá var kynnt fækkun pósthúsa. Í dag eru 64 pósthús starfrækt víðs- vegar um landið en Íslandspóst- ur hefur þegar hafið fækkun þeirra á fámennum stöðum eins og t.d. á Vestfjörðum. Byrjað er að veita þjónustu á þeim svæðum með póstbílum sem afgreiða eftir þörf- um. Að sögn Ingimundar hyggjast þeir hjá Íslandspósti halda áfram að þróa þá aðferð í minni byggð- arlögum. Spurt var hvort fækka ætti pósthúsum enn frekar á Vest- urlandi og fengust þau svör að það væri ekki á áætlun nú en mjög lík- lega myndi koma til þess í framtíð- inni. Þá yrði póstbílalausnin útfærð enn frekar. Enn að þéna á frímerkjaframleiðslu Að lokum spurði einn fundargestur hvort frímerkjaframleiðsla póstsins væri enn arðbær, með það í huga að þar væri ef til vill hægt að draga úr kostnaði án þess að skerða þjón- ustu við landsbyggðina. Svöruðu forsvarsmenn Íslandspósts því til að frímerkjaframleiðsla þeirra væri enn mjög arðbær þrátt fyrir að bréfasendingum hafi fækkað veru- lega síðustu ár. Það eru frímerkja- safnarar víðsvegar um heiminn sem eru duglegir að kaupa þau. jsb Forsvarsmenn Skipavíkur í Stykk- ishólmi segja að byggingastarfsemi fyrirtækisins hafi eflst að undan- förnu. Verkefnastaðan sé góð og greinilegur vöxtur í byggingaiðnað- inum. Það sé hins vegar orðin vönt- un á iðnaðarmönnum til að takast á við vaxandi verkefni og það geti orðið vandamál þegar fram í sæk- ir. Sævar Harðarson framkvæmda- stjóri og Sigurjón Jónsson stjórn- arformaður segjast bjartsýnir þegar horft sé til næstu ára. Stykkishólm- ur hafi greinilega aðdráttarafl og nú sé aftur að aukast spurn eftir orlofs- húsum í bænum eftir að úr henni dró í bankahruninu. Skipavík hefur verið að byggja og selja hús. Núna um þessar mundir er fyrirtækið að byggja tvö einbýlishús í bænum og tvö orlofshús í orlofshúsabyggðinni Arnarborg. Að þeim meðtöldum er Skipavík búið að byggja og selja 14 hús í Arnarborg og þá verða aðeins sex lóðir eftir af þeim 20 sem Skipa- vík fékk úthlutað á sínum tíma. Sig- urjón Jónsson stjórnarformaður í Skipavík segir að til dæmis verði kaup krónubréfaeigenda í gjaldeyr- ishöftunum á húseignum í Reykja- vík til að losa um á fasteignamark- aðnum. Húseigendur í borginni, meðal annars eldra fólk, kjósi að kaupa minni og þar með ódýrari eignir úti á landsbyggðinni. Þar sé Stykkishólmur góður valkostur. Fjölbreytt starfsemi hjá Skipavík Starfsmenn Skipavíkur eru í dag um 40. Þeim hefur heldur fjölgað að undanförnu. „Við þyrftum að bæta við smiðum og iðnaðarmönnum en þá er bara ekki að fá,“ segir Sævar. Skipavík starfrækir sem kunnugt er eina elstu skipasmíðastöð landsins, þá elstu á sömu kennitölu. Sögu Skipavíkur má rekja allt aftur til ársins 1928, til vélsmiðju Kristjáns Rögnvaldssonar og skipasmíða- stöðin var stofnuð nokkrum árum síðar. Starfsemi skipasmíðastöðvar- innar og vélsmiðjunnar er enn öfl- ug. Á ársgrundvelli eru tekin upp 40 skip í stöðinni, flest yfir sumar- ið og í sumar voru á tímabili þrjú skip uppi í stöðinni og þrjú niðri við dráttarbrautina. Þegar blaða- maður Skessuhorns var á ferðinni var báturinn Matthías frá Rifi uppi í stöðinni. Skipavík starfrækir einn- ig rafmagnsverkstæði og skoðun- arstöð fyrir björgunarbáta. Einn- ig rekur fyrirtækið bygginga- og gjafavöruverslun í gamla miðbæn- um í Stykkishólmi. Starfsemin er því fjölbreytt. Treysta á frjálsa markaðinn Aðspurðir segja þeir Sævar og Sig- urjón að ekkert hafi verið um út- boðsverk síðustu árin, fyrir utan verkefni við Rjúkandavirkjun í fyrra. „Við sjáum ekki fram á að sveitarfélögin eða ríkið muni fram- kvæma mikið næstu árin. Þess vegna treystum við bara á okk- ar fyrirtæki og góða starfsmenn þess. Það eru útgerðirnar og fyrir- tækja- og einstaklingsmarkaðurinn sem við treystum á. Við höfum átt í þeim hópi trygga viðskiptavini í gegnum tíðina,“ sögðu þeir Sævar og Sigurjón að lokum. þá Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts á fundinum í Borgarnesi. Fámennt á opnum fundi Póstsins Annað tveggja einbýlishúsa sem Skipavík byggir í Stykkishólmi, en í þessu húsi verður einnig Æðarsetur Íslands. Góð verkefnastaða en vöntun á iðnaðarmönnum hjá Skipavík Sævar Harðarson framkvæmdastjóri og Sigurjón Jónsson stjórnarformaður í skipasmíðastöð Skipavíkur þar sem Matthías SH frá Rifi var í slipp. Skip uppi í dráttarbrautinni hjá Skipavík, en um tíma í sumar voru þar þrjú skip uppi og önnur þrjú niðri við dráttarbrautina.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.