Skessuhorn


Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 Fulltrúar Kaupfélags Borgfirðinga og Samkaupa/Nettó veittu á mið- vikudaginn stjórn nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar eina milljón króna í styrk til að kaupa á húsgögnum. Fara þau í tvær íbúðir sem teknar voru til notkunar í haust sem nemendagarðar fyrir fram- haldsskólann. Kaupfélag Borg- firðinga gaf hálfa milljón króna og Samkaup/Nettó annað eins. Af- hendingin fór fram fyrir utan Brák- arbraut 8 þar sem nemendagarðarn- ir eru til húsa. Það voru þau Guð- steinn Einarsson kaupfélagsstjóri KB og Ingibjörg Gestdóttir versl- unarstjóri Nettó í Borgarnesi, sem afhentu Kolfinnu Jóhannesdóttur sveitarstjóra og formanni stjórnar nemendagarða MB styrkinn að við- stöddum þeim Vífli Karlssyni með- stjórnanda í stjórn nemendagarða MB og Halli Heiðarssyni rekstr- arstjóra Nettó. Við afhendinguna sagði Guðsteinn að það væri sönn ánægja að veita styrkinn fyrir hönd KB. „Það er virkilega gaman að styrkja þetta verkefni. Sem sönnu samvinnufélagi sæmir er það hlut- verk okkar í KB og samstarfsfélaga okkar að styrkja samfélagið,“ sagði Guðsteinn en Samkaup/Nettó er að mestu í sameiginlegri eigu Kaup- félags Suðurnesja og KB. Loksins orðið að veruleika Nemendagarðar í Borgarnesi hafa lengi verið í umræðunni og var Kol- finna Jóhannesdóttir hæst ánægð með að nú væru þeir loks orðnir að veruleika. „Ég var lengi að berjast fyrir að fá nemendagarða í Borg- arnes þegar ég var skólameistari MB og nú í sumar náðist loks að festa kaup á íbúðum. Þessi styrkur kemur sér einstaklega vel og hjálp- ar mikið við að gera íbúðirnar enn betri fyrir nemendur. Ég er stolt af því að hafa komið að þessu verkefni þar sem þetta er mjög mikilvægur hlekkur í þróun skólans. Mennta- skóli Borgarfjarðar er skóli sem á að þjónusta alla nemendur í sveitar- félaginu og eru þessar íbúðir liður í því. Nú eiga nemendur sem búa í dreifbýli sveitarfélagsins kost á því að leigja ódýrt af skólanum, vera í nálægð við skólaumhverfið og taka meiri þátt í félagslífi í skólanum,“ sagði Kolfinna í samtali við blaða- mann. Heimilislegt með þægilegum rúmum Á nemendagörðunum búa nú átta nemendur, fjórir í hvorri íbúð. Búið er að innrétta íbúðirnar að mestu og fór styrkurinn meðal ann- ars í kaup á rúmum, sófum og öðr- um húsgögnum. Blaðamaður fór í heimsókn í aðra íbúðina og hitti þar Ásdísi Jónsdóttur sem kemur frá Hólmavík en hún flutti í nýju nemendagarðana í byrjun skólaárs. „Ég er mjög ánægð með bæði íbúð- ina og húsgögnin sem eru í henni. Hér er mjög heimilislegt og þægi- legt að vera. Það er frábært að þurfa ekki að flytja mikið dót með sér eða kaupa það sjálf,“ segir Ásdís og bæt- ir við að hún sé sérstaklega ánægð með nýju rúmin sem keypt voru í íbúðirnar. „Þetta er besta rúm sem ég hef sofið í.“ Bæði Kolfinna og Vífill vilja þakka styrktaraðilum fyrir þeirra framlag. „Ein milljón í fámennu sveitarfélagi skiptir gríð- arlega miklu máli þegar kemur að uppbyggingu og eiga þessi fyrirtæki allar þakkir skildar fyrir sitt fram- lag,“ sögðu þau. jsb „Ég hef aldrei kunnað að láta mér leiðast og alltaf fundið mér verk- efni. Ég bý að því ennþá sem amma mín og nafna á Húsavík kenndi mér þegar ég var að alast þar upp, en ég ólst upp hjá afa mínum og ömmu. Hún hefur alltaf verið köll- uð Krumma og er ennþá að vinna í höndunum þótt hún sé orðin 94 ára gömul. Frá henni er Krums nafn- ið komið. Amma kenndi mér að sauma og það leið ekki langur tími frá því ég varð atvinnulaus á náms- árunum í Danmörku að ég tók fram saumavélina. Ég hannaði og saum- aði tösku og síðan hefur ekki ver- ið aftur snúið,“ segir Hrafnhildur Jónasdóttir sem starfrækir hönnun- ar- og handverksverkstæði og versl- un undir vörumerkinu Krums. Hrafnhildur flutti til Grundar- fjarðar fyrir 20 árum og hefur búið þar utan sjö ára sem hún og henn- ar maður, Gunnar Jóhann Elísson, dvöldu við nám í Álaborg í Dan- mörku. Þau komu til baka aftur síð- asta sumar og þá hélt Hrafnhildur áfram að vinna í handverkinu það sem hún hafði verið að gera í Ála- borg. Þau hjónin vinna nú að því að koma upp vinnustofu í bílskúrn- um í húsi þeirra á horni Eyrarvegar og Grundargötu. „Við erum hérna í hjarta bæjarins. Ég segi að þetta sé eiginlega Skólavörðustígurinn okkur. Kirkjan er hérna rétt fyrir ofan, verslunin fyrir neðan og svo fjölbrautaskólinn þar við hliðina. Hérna stoppa rúturnar og ferða- mennirnir stíga út til að mynda Kirkjufellið. Við erum á besta stað í bænum,“ segir Hrafnhildur. Sluppu samt ekki við hrunið Hrafnhildur segir að fjölskyldan hafi flutt til Danmerkur árið 2007 vegna þess að hún var að fara í nám. „Við fórum út á þessum krít- íska tíma en sluppum náttúrlega samt ekki við hrunið, því við sitj- um uppi með stórhækkuð námslán um aldur og ævi,“ segir Hrafnhild- ur. Gunnar Jóhann maður henn- ar nam byggingafræði í Danmörku og er nú umsjónarmaður fasteigna Grundarfjarðarbæjar. Hrafnhild- ur valdi að nema grafíska hönnun í Álaborg og var í því námi í tvö ár, en að því loknu tók hún jafnlangt nám í margmiðlunarhönnun. „Ég lærði sem sagt allskonar hönnun á þessum tíma en svo varð ég bara atvinnulaus. Ég lét mér ekki leið- ast lengi og tók fram saumavél- ina. Ég hef alltaf haft gaman af því að hanna og gera mína eigin hluti. Ég hef nýtt saman grafísku hönn- unina og handverkið, enda skarast þetta ansi mikið. Ég var varla kom- inn heim síðasta sumar þegar leit- að var til mín með grafísk verk svo sem í skiltagerð sem ég hef verið að vinna að. Ég hélt áfram með hönn- un í handverkinu og ætla að gera það með grafíkinni. Við vinnum að því að opna vinnustofu og þá verður enn meira um það að fólk komi hingað til mín. Ég er svo að fara norður á Húsavík núna næstu dagana til að sýna og selja, en ég er kominn með kúnnahóp þar,“ segir Hrafnhildur. Lét gera efni með lopapeysumunstri Aðspurð segir Hrafnhildur að það séu ekki aðeins töskur sem hún hanni og saumi, heldur einn- ig skrautpúðar og ýmislegt annað til heimilisprýði, svo sem vegg- og gluggaskreytingar. „Til töskugerð- arinnar lét ég framleiða fyrir mig efni með íslenska lopapeysumunstr- inu. Ég hef fullan hug á því að nýta það í fleira handverk. Ég legg mik- ið upp úr minni eigin hönnun og kem aldrei til með að vinna vörur samkvæmt pöntun á einhverjum eftirlíkingum. Ég sé fram á að geta skapað mér heilmikil verkefni og samnýtt áfram grafísku hönnunina og handverkið. Ég held það sé hug- ur í okkur hérna í Grundarfirði að reyna að bjarga okkur og það er ýmislegt í bígerð hjá okkur, hópi sem byrjaði að koma saman í sum- ar og vinnur að frumkvöðlastarfi. Þetta er góður og fallegur bær og ýmsir möguleikar fyrir hendi sem við verðum að nýta,“ segir Hrafn- hildur Jónasdóttir. Hún er einnig á Facebook; Krums. þá Ásdís Jónsdóttir, nemandi í MB og íbúi á nemendagörðunum. Einnig sjást nýju húsgögnin sem keypt voru í stofuna. Gáfu eina milljón til nemaendagarða MB Á myndinni eru f.v. Hallur Heiðarsson rekstrarstjóri Nettó, Kolfinna Jó- hannesdóttir, sveitarstjóri og formaður stjórnar nemendagarða MB, Guðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri, Ingibjörg Gestsdóttir verslunarstjóri í Nettó og Vífill Karlsson meðstjórnandi í stjórn nemendagarða MB. Nýjasta afurðin frá Krums, skautpúði úr leðurlíki. Sameinar handverk og grafíska hönnun Spjallað við Hrafnhildi Jónasdóttur í Krums í Grundafirði Hrafnhildur á heimili sínu við Eyrarveginn þar sem hún er að breyta bílskúrnum í vinnustofu. Taska með sérhönnuðu lopapeysum- unstri. Taska með Krums vörumerkinu sem verið hefur mjög vinsæl.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.