Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014
Stöðvun makrílveiða kom sem reiðarslag fyrir smábátasjómenn
Landssamband smábátaeigenda
(LS) fundaði síðastliðinn miðviku-
dag með Sigurði Inga Jóhannssyni
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra. Á fundinum fylgdi LS eft-
ir erindi sínu um framhald makríl-
veiða smábáta þar sem óskað var
eftir auknum veiðiheimildum til að
koma í veg fyrir stöðvun veiða, að
auka kvóta smábátanna í tíu þúsund
tonn úr 6.800 tonnum. „Krafa LS
er því hógvær þar sem 10 þúsund
tonn eru innan við 6% af fyrirhug-
uðum heildarafla Íslendinga. Þrátt
fyrir góð rök sem LS hafði fram að
færa kvaðst ráðherra ekki ætla að
bæta við veiðiheimildir smábáta,“
segir Örn Pálsson framkvæmda-
stjóri LS. Ráðherra lét ekki þar við
sitja heldur birti Fiskistofa sama
dag og smábátasjómenn ræddu við
ráðherra, auglýsingu í Stjórnar-
tíðindum um stöðvun makrílveiða
smábáta. Þar segir að frá og með 5.
september 2014 séu makrílveiðar
með línu og handfærum bannaðar.
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir
makrílveiðimenn og hundruðir að-
ila sem haft hafa atvinnu við um-
setningu hans. Flestir áttu von á að
ráðherra mundi taka vel í erindi LS,
ekki síst vegna þeirra góðu tíðinda
frá Hafrannsóknastofnun um að
mælingar sýni að í íslenskri lögsögu
hafi aldrei verið jafn mikill mak-
ríll,“ segir Örn Pálsson hjá LS.
Ráðherra ekki haggað
Í tilkynningu frá sjávarútvegs-
ráðuneytinu sl. fimmtudag sagði:
„Stöðvun veiðanna samræmist al-
mennri framkvæmd fiskveiðistjórn-
unar þar sem byggt er á viðmiðun-
ar- eða heildarafla. Í upphafi hverr-
ar vertíðar sem stýrt er með þessum
hætti má því vera ljóst hvað er til
ráðstöfunar. Vertíðin hefur gengið
vel í ár og hefur metfjöldi báta verið
á veiðum og því nokkur þrýsting-
ur á að veiðitímabil smábáta verði
lengt.“
Um þetta sagði Sigurður Ingi
Jóhannsson, sjávarútvegsráherra:
„Við leggjum ríka áherslu á í okk-
ar fiskveiðistjórnun, og höfum gert
í makrílsamningaviðræðum á al-
þjóðlegum vettvangi, að veiðum sé
stýrt á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Í
þessu felst að fara eftir aflaviðmið-
unum og því er heildarafla ráðstaf-
að til skipa eða flokka áður en veið-
ar hefjast á hverju veiðitímabili. Var
það gert við ákvörðun viðmiðun-
arafla smábáta í makríl fyrir þessa
vertíð. Honum er nú náð og veið-
um því að ljúka.“
Kom sjómönnum í
opna skjöldu
Síðasti fimmtudagur var því síðasti
dagurinn sem smábátar máttu veiða
makríl á þessari vertíð. Skessuhorn
var á bryggjunni síðdegis þann dag
sem stöðvun veiðanna fór að ber-
ast manna á millum. Skemmst er frá
því að segja að tíðindi þessi komu
mönnum í opna skjöldu en mok-
veiði hafði verið dagana og vikurn-
ar áður. Gerðu menn almennt ráð
fyrir að leyft yrði að veiða út sept-
ember og að ráðherra myndi gefa út
viðbótarkvóta fyrir smábátana. Sjó-
menn krókabátanna voru undrandi
yfir vinnubrögðum stjórnvalda og
hversu skamman tíma þeir fengu til
að ljúka veiðunum. Síðdegis á mið-
vikudaginn ræddi tíðindamaður
Skessuhorns við þrjá makrílveiðisjó-
menn á bryggjunni í Ólafsvík. Þeir
voru rasandi yfir þessari fyrirvara-
lausu stöðvun, enda var mokveiði á
makríl í hafnarkjaftinum í Ólafsvík.
„Ég má ekki vera að því
að tala við þig“
Guðbjartur Gissurarson skipstjóri
á Emmu II SI var ósáttur og vildi
skora á ráðherra sjávarútvegsmála
að auka kvótann hið snarasta, enda
mjög blóðugt að hætta í mokveiði.
„Þetta er fíflaskapur i ráðamönnum
og ekkert annað. Að auki er mak-
ríllinn ránfiskur sem étur seiðin frá
LÍÚ! Ég verð að drífa mig út aft-
ur,“ sagði Guðbjartur og mátti ekki
vera að því að ræða við blaðamann.
„Það er skammur tími til stefnu og
mokveiði á miðunum,“ bætti hann
við og var þar með rokinn um borð
í bát sinn.
Á að veiða sem mest af
þessum ránfiski
Þorvarður Jóhann Guðbjartsson
útgerðamaður Guðbjarts SH, var
alls ekki ánægður með þau tíðindi
að stöðva makrílveiðar svona fyr-
irvaralaust. „Auðvitað á að veiða
meðan fiskurinn er hér alveg upp
í bæjarlæknum,“ segir Þorvarður.
„Það er mokveiði og ég skil ekki
þessa ákvörðun en það var svo sem
viðbúið í þessum skrípaleik stjórn-
málamanna,“ bætir Þorvarður við.
„Makrílveiðarnar hafa komið vel út
í sumar hjá okkur þrátt fyrir að vera
aðeins um einn mánuð að veiðum,
er aflinn kominn vel yfir 100 tonn.
Auðvitað á að veiða sem mest af
þessum ránfiski,“ sagði Þorvarður
Jóhann. „Þetta er bara til að bæta
gráu ofan á svart. Síðustu ár hef ég
gert út tvo báta á línuveiðar en ýsu-
skerðingin var mikil og er ég aðeins
með 68 tonn af ýsu en 457 tonn af
þorski og get því ekki gert út ann-
an bátinn á næstu vertíð. Hvernig á
að gera út tvo báta með svona litlar
heimildir í ýsu,“ spyr Þorvarður og
svarar sjálfum sér; „Það er bara ekki
hægt. Ég varð að segja upp fjórum
starfsmönnum hjá mér út af þessari
vitleysu fiskifræðinga,“ sagði hann
að lokum.
Fengu bara fjóra daga
„Þetta er bara fáránlegt og blóð-
ugt,“ sagði Ólafur Friðbert Einars-
son skipstjóri á Ólafi HF. „Þetta er
tóm steypa að hætta í svona mok-
veiði og einmitt þegar makríll-
inn er sem verðmætastur. Við vor-
um að bíða eftir löndun og fengum
300 kíló í hafnarkjaftinum á með-
an við vorum að bíða. Það er mak-
ríll allsstaðar,“ segir Ólafur enn-
fremur og bætti við að ekki megi
gleyma þeim strandveiðibátum sem
ætluðu á makrílveiðar en fá einung-
is fjóra daga á veiðum. „Þetta kost-
aði þá margar miljónir að græja sig
á þessar veiðar. Ég get ekki séð bet-
ur en að þetta sé ólögleg aðgerð
stjórnvalda að stöðva þetta svona
fyrirvaralaust.“ Aðspurður um afla-
brögð í sumar segir Ólafur þá vera
komna með 180 tonn. „Ég verð að
drífa mig út aftur,“ sagði Ólafur
og tók stefnuna á miðin að kvöldi
næstsíðasta dags makrílveiða smá-
bátanna. af
Makríll á hafnarbakkanum í Ólafsvík.
Ásmundur Skeggjason á Álfi SH-414 er hér að draga inn síðustu fiskana á vertíð-
inni sl. fimmtudag.Guðbjartur Gissurarson á Emmu II.
Þorvarður Jóhann Guðbjartsson á
Guðbjarti SH.
Ólafur Friðbert Einarsson á Ólafi HF.
Súlu bjargað úr netadræsu
Félagarnir Jón Einarsson og Gunn-
ar Ingi Gunnarsson á Glaumi SH
voru á siglingu rétt utan við Ólafs-
vík í síðustu viku þegar þeir rák-
ust á súlu sem var flækt í netstubb.
Komu þeir súlunni til bjargar og
náðu henni upp í bátinn. Heldur lét
fuglinn ófriðlega þegar um borð var
komið og beit súlan Gunnar Inga
hressilega í fingurna. Þrátt fyrir það
var netið losað af vængnum og súl-
unni síðan gefið frelsi. Flaug hún á
vit ævintýranna á ný.
af