Skessuhorn


Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 Listakonan Anna G. Torfadóttir flutti óvænt í Hvalfjarðarsveitina fyrir ári síðan ásamt eiginmann- inum Gunnari J. Straumland. Þau hafa komið sér vel fyrir í Mela- hverfinu ásamt kettinum Tígra og líður vel í sveitinni. Anna er grafík listamaður og er með vinnu- stofu á Korpúlfsstöðum í Reykja- vík en Gunnar, sem er kennari og myndlistarmaður, kennir í Grunn- skólanum í Borgarnesi. Til stend- ur þó að byggja vinnustofu og bíl- skúr við húsið í Hvalfjarðarsveit- inni. Skessuhorn kíkti í heimsókn til Önnu í liðinni viku og heyrði hljóðið í listakonunni. Flutti óvænt „Ég flutti eiginlega alveg óvart hingað í sveitina,“ segir Anna að- spurð um hvernig það kom til að þau hjónin festu kaup á húsi í Hvalfjarðarsveit. „Við vorum búin að vera með íbúð okkar í Breið- holti á sölu og fengum óvænt sím- tal frá fasteignasalanum einn dag- inn þar sem við fengum boð um skipti á íbúðinni og þessu húsi.“ Hjónin voru áður búin að leita fyrir sér á Kjalarnesinu, á Stór- Reykjavíkursvæðinu og víðar. Þau skoðuðu húsið í fyrsta sinn á sól- ríkum degi í logni og það var ekki aftur snúið, þau féllu fyrir staðn- um. „Það voru smá átök samt að fara frá þremur dætrum og sex barnabörnum á höfuðborgarsvæð- inu. En þetta er engin fjarlægð og ekkert vandamál, þau gista bara frekar hjá okkur núna,“ segir hún. Anna fæddist í Stykkishólmi. Móðir hennar vann hjá systrun- um á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi á sumrin og fór því með Önnu og bræður hennar oft í Hólminn. „Ég ólst upp í Reykjavík, á Melhaga í Vesturbænum. Þess vegna er svo- lítið fyndið að hugsa til þess að nú bý ég við Hagamel.“ Foreldrar Önnu eru frá Vestfjörðum. Móð- ir hennar úr Súgandafirði og fað- ir hennar frá Rauðasandi. Móðir hennar flutti með fjölskyldunni á Akranes sem barn og bjó þar um tíma og fermdist hjá séra Friðriki Friðrikssyni. Hneigðist snemma til lista Anna hneigðist snemma til lista og segja má að áhuginn á list renni með blóðinu. Hún fór reglulega á listsýningar sem barn með for- eldrum sínum og áhuginn á mynd- list var alltaf til staðar. Á heim- ilinu var mikil umgengni við list af ýmsu tagi, mikið til af mynd- list, tónlist og bókmenntum. „Svo var farið í leikhús og kvikmynda- hús, á sýningar listrænna kvik- mynda. Að auki eru móðurbræð- ur mínir myndlistarmenn, Vetur- liði og Benedikt Gunnarssynir. Ég sá grafík í raun fyrst hjá Benedikt, þar sem var verið að setja plötur í sýru,“ segir Anna. Hún segir að dætur sínar hafi allar verið mjög efnilegar í listinni. „En þær ætl- uðu sko ekki að verða fátækir lista- menn. Þær fóru nú samt sem áður inn á leiðir sem tengjast listum. Ein er söngkona, önnur er kvik- myndagerðarmaður og fyrrum skautadansari en sú þriðja er um- hverfisfræðingur og í mastersnámi í jarðfræði. Allar eru þær listrænt þenkjandi og mikil tónlist í þeim. Barnabörnin sýna takta líka, enda er þessu haldið að þeim.“ Anna ákvað fljótt að leggja listina fyr- ir sig og ætlaði upphaflega í leik- myndahönnun. Hún fór beint í Myndlista- og handíðaskólann eftir gagnfræðapróf og þar sem leikmyndahönnun var ekki kennd hér heima var undirstaða undir frekara nám nauðsynleg. „Í skól- anum kynntist ég fleiri listgrein- um og féll fljótt fyrir grafíkinni. Ég sá það um leið og ég leit inn í grafíkdeildina að þar var eitthvað spennandi í gangi.“ Anna útskrif- aðist frá Myndlista- og handíða- skóla Íslands sem grafíklistamað- ur árið 1987. Hún hefur hald- ið fjölda sýninga, bæði hérlend- is og erlendis undanfarin ár og eiga einstaklingar, fyrirtæki, félög og opinberar stofnanir listaverk eftir Önnu. Þeirra á meðal eru Reykjavíkurborg, Seðlabanki Ís- lands og Akureyrarbær. Nú síðast sýndi hún á 45 ára afmæli Félags íslenskra grafíklistamanna á Artó- teki í Borgarbókasafni Reykjavík- ur á menningarnótt. Í sal félagsins við Tryggvagötu stendur núna yfir samsýning með Boston printma- kers. Anna mun svo fara til Boston í nóvembermánuði og taka þátt í tveimur sýningum með þeim. Þá tekur hún einnig þátt í tveim- ur sýningum í Óðinsvéum í Dan- mörku á næsta ári. Vinnur í lögum Anna segir hugmyndir af grafík- verkum flæða endalaust og hún þurfi að vinsa út það sem hug- urinn girnist hverju sinni. Hún skrifar hugmyndirnar niður á blað og teiknar þær og á orðið margar möppur fullar af hugmyndum. „Ég tek ljósmyndir á gönguferðum og hleð batteríin úti í náttúrunni. Ég vinn mikið með mínar eigin ljós- myndir, mynda náttúruformin og blanda þeim saman við grafíkina, svona eins og þegar tvær myndag- lærur eru lagðar saman. Það má segja að ég vinni alltaf í lögum. Ég nota alltaf fleiri en eina plötu og læt litina og formin sameinast. Ég teikna til dæmis myndir á lín- olíum dúk og sker út með sérstök- um hnífum. Valsa lit yfir og þrykki á pappír. Því næst set ég ljósmynd á ljósnæma plötu, valsa öðrum lit yfir og þrykki yfir fyrri myndina, blanda þessum myndum þann- ig saman,“ útskýrir Anna, en hún vinnur mikið með sýruætingar í kopar og sker út í tré og línolíum dúk. Þegar myndirnar eru tilbúnar rammar hún þær inn og sendir sumar þeirra í gallerí í Reykjavík eða til Danmerkur. Flestar þeirra eru í Artóteki, þar sem fólk getur leigt verkin. „Margir taka á end- anum ástfóstri við verkið sem þeir hafa haft á leigu og kaupa það á endanum.“ Skartgripir með sandi og ösku Meðfram myndlistinni fæst Anna við að hanna þrívíð form og smíðar lítil listaverk úr silfri, silf- urskartgripi. „Ég er á vinnustof- unni á Korpúlfsstöðum í hverri viku og einu sinni í viku hitti ég hóp fólks og við vinnum í silfur. Við höfum gert þetta í fjögur ár. Þetta er silfurnámskeið sem hefur tekið á sig svona hálfgerða sauma- klúbbsstemningu,“ segir hún og hlær. Einnig hannar hún skart- gripi með sandi og ösku innan í glerkúlu. Hún segir sandsöfnunina hafa byrjað þegar hún var barn. Þá safnaði hún gulum sandi af Rauða- sandi og geymdi í mjólkurflösku. Í dag safnar hún sandi og ösku alls staðar að af landinu. „Ég safnaði sandi af Snæfellsnesi og Vestfjörð- um í sumar, nú á ég bara Austfirð- ina eftir. Ég safna einnig ösku og er bara að bíða eftir að fá ösku úr Holuhrauni. Bróðir minn er jarð- fræðingur og hefur gefið mér ösku allt frá árinu 1362.“ Umræddur bróðir safnaði lengi vel sandi en ekki grjóti eins og margir kollegar hans. Anna safnaði því sandi fyr- ir hann á ferðum sínum um land- ið og merkti ílátin vel með upplýs- ingum um hvar hún tók sandinn. „Fyrir nokkrum árum skilaði hann mér öllum sandinum sem ég hafði safnað fyrir hann í gegnum árin, hafði ekki lengur pláss fyrir hann. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera við þetta en datt að lokum í hug að líma sandinn á milli tveggja glerja, ásamt þurrkuðum blóm- um úr íslenskri náttúru og búa til hálsmen,“ segir Anna. Hún segir sandinn vera mjög fjölbreyttan og í honum sjáist öll blæbrigði. Anna er með hálsmenin heima en einnig er hægt að nálgast þau á opnu húsi á Korpúlfsstöðum fyrsta laugar- dag í hverjum mánuði, í Labouti- que á Laugavegi 55 og á Bjarteyj- arsandi. „Ég hvíli mig á grafíkinni og hendi mér í þetta inn á milli.“ Loks komin aftur með garð Aðspurð um önnur áhugamál seg- ist hún vera mikill óperuaðdáandi. „Ég fer á margar óperusýningar, fer á allar sýningar frá Metropo- litan sem sýndar eru í Kringlubíói. Ég kaupi einnig mikið af óperu- diskum og hlusta á óperu á með- an ég vinn. En ég hlusta líka á Queen.“ Anna hefur einnig mik- inn áhuga á garðyrkju og mat- jurtaræktun og er ánægð með að vera loks búin að eignast garð aft- ur, eftir margra ára bið. „Ég bjó á Akureyri í þrettán ár og átti þar æðislegt hús og garð. Ég er búin að vera í Garðyrkjufélagi Íslands í mörg ár, þrátt fyrir að hafa ekki haft neinn garð öll þau ár sem við bjuggum í Reykjavík. En nú er ég loksins komin með garð aftur,“ segir hún glöð. Hún segist vera búin að setja niður afleggjara af kögurlilju sem hún átti í garðinum sínum á Akureyri. „Mágkona mín í Dölunum fékk afleggjara af henni á sínum tíma og nú er ég komin með afleggjara af því aftur. Svo er ég búin að setja niður hina ýmsu berjarunna; jarðarber, rifsber og bláber svo eitthvað sé nefnt.“ Hún segir kyrrðina og góða andrúms- loftið sem einkennir sveitina vera það besta við að búa í Hvalfjarð- arsveit. „Og þetta viðmót og góða fólk sem við höfum kynnst hér. Hér er einnig mikil menning í gangi,“ segir hún. Hún bætir því við að hún elski að ganga í fjöru og Langisandur sé í miklu uppáhaldi. Það sé kostur hversu stutt sé að fara í gönguferð á Langasand, þar sem hægt er að njóta þess að fylgj- ast með fuglunum og hafinu. „Svo er svo fallegt að koma heim. Að sjá fjöllin hér og að koma heim í sveitina. Þetta er frábært og mikil breyting frá því að við bjuggum í Breiðholtinu. Útsýnið út um eld- húsgluggann þar var næsta blokk, næsti veggur. En hér sé ég garð- inn minn. Það er gott fyrir sálina að búa hér,“ segir Anna G. Torfa- dóttir. grþ Anna að störfum á vinnustofu sinni. Ljósm. úr einkasafni. Fallegt að koma heim í Hvalfjarðarsveit Anna G. Torfadóttir úti í garði sínum, þar sem hún hefur nýverið plantað alls kyns runnum og blómum. Grafíkverk eftir Önnu. Þetta verk heitir Úr draumi garðyrkjumannsins og var eitt þeirra verka sem Anna sýndi í Artótekinu 2013. Ljósm. úr einkasafni. Hálsmen í vinnslu. Anna hannar skartgripi með sandi og ösku innan í glerkúlum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.