Skessuhorn


Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 Á Hellissandi er fyrirtæki sem heit- ir því veglega nafni Bátahöllin. Þetta fyrirtæki byggir á smíði úr trefjaplasti. Viðar Páll Hafsteinsson eigandi fyrirtækisins vann við bíla- smíði í nokkurn tíma og stóð einnig fyrir trilluútgerð. Viðar hafði hug á að smíða sér vatnabát og það vera einkum af þeim sökum sem hann ákvað að læra trefjaplastsmíðina í Iðnskólanum í Hafnarfirði. „Þeg- ar ég kom til baka með réttindin í vasanum vorið 1997 var ég strax beðinn um að taka að mér breyt- ingu og stækkun á bát. Síðan vatt þetta upp á sig og ég er búinn að smíða yfir fjöldann allan af bátum og líka bílum, svo sem Econoline og sendibíla. Það hefur verið það mikið að gera að ég hef ekki komist í að smíða vatnabátinn ennþá,“ seg- ir Viðar Páll í Bátahöllinni á Hell- issandi. Sveiflast með fiskveiði- stjórnunarkerfinu Þegar Viðar Páll er spurður um verkefnin í bátasmíðinni um tíðina segir hann að þau hafi verið mjög sveiflukennd. „Það má segja að þau hafi þróast með fiskveiðistjórnun- arkerfinu. Þegar við vorum komn- ir vel af stað með að byggja yfir sex tonna báta þá var því kerfi breytt á einni nóttu þannig að mótin hjá okkur urðu úrelt,“ segir Viðar. Þeg- ar blaðamaður Skessuhorns var á ferðinni í Snæfellsbæ í síðustu viku var byrjað að stækka Sverri SH frá Ólafsvík upp í 15 tonn í Bátahöll- inni. Við þessa stækkun mun bátur- inn nánast tvöfaldast að stærð. „Það er svona mánuður síðan við byrjuð- um á þessu verkefni og stefnan er að því verði lokið fyrir jólin. Við erum búnir að breyta nokkrum svona bátum og endurbyggja. Þar á meðal Brynju SH sem er aflahæst á mak- rílvertíðinni. Það er sama teikning sem þessi tveir bátar eru smíðaðir eftir, en við teiknum og hönnum allar breytingar og stækkanir sem við gerum á bátunum,“ segir Við- ar Páll. Mikið að gera á þessu ári Aðspurður segir Viðar Páll að grunnurinn fyrir því að stunda báta- smíði væri að góðir iðnaðarmenn séu nærtækir. „Hérna í Snæfellsbæ eru mjög góðir iðnaðarmenn sem hafa reynslu af vinnu fyrir útgerð- ina. Sölumaður frá heildsölu sem við skiptum mikið við kom einu sinni í heimsókn til okkar. Hann var hissa þegar hann kom hérna inn og sagði: „Hvað gerið þið svona líka út á landi?“,“ segir Viðar og hlær. Með honum í bátasmíðinni starfar Haf- steinn faðir hans en þriðji ættliður- inn og væntanlegur arftaki í báta- smíðinni er núna kominn í fjöl- brautaskólann. „Það hefur verið mikið að gera hjá okkur undanfar- ið. Þegar makrílveiðin var undirbú- in í sumar höfðum við varla undan að steypa hólkana fyrir astik tækin og það var óhemjuvinna í viðhaldi við bátana. Oft sjáum við reyndar ekki mikið fram í tímann, eins og til dæmis hvað tekur við hjá okk- ur þegar þessu langstærsta verkefni okkar á þessu ári lýkur fyrir jól- in. Það sem kemur okkur til góða er hvað þjónustan og starfsemin er fjölbreytt hjá okkur,“ sagði Viðar Páll. Þegar blaðamaður hafði aftur samband við hann eftir helgina var búið að bóka tvö verkefni í trefja- smíði í Bátahöllinni eftir áramótin. Þannig skipast fljótt veður í lofti. Formaður Lífsbjargar Viðar Páll tók í vetur við for- mennsku í björgunarsveitinni Lífs- björg í Snæfellsbæ. Hann segist lengi hafa haft mikinn áhuga fyrir málefnum björgunarsveitanna, al- veg frá því hann var í ungliðasveit- inni á sínum tíma. Hann segir að verkefnin muni dreifast á marga í nýju stjórninni og þess vegna hafi hann séð sér fært að taka við for- mennskunni. „Brýnasta verkefnið okkar núna er að huga að nýliðun og fjölga félögum í björgunarsveitinni. Lífsbjörg er mjög vel búin tækjum og búnaði og nýtur mikils velvilja einstaklinga og fyrirtækja. Við erum nýbúnir að byggja eitt glæsilegasta björgunarsveitarhús á landinu og í það fór mikill kraftur félagsmanna um tíma. Okkar sveit sinnir mjög miklu ábyrgðarhlutverki hér eins og aðrar björgunarsveitir í landinu. Við erum hér með stórt svæði með ströndinni og einkum reynir á okk- ur hvað sjóbjörgun varðar. Kraftur- inn sem fór í húsbygginguna hefur líklega orðið til þess að félögunum fjölgaði ekki eins og æskilegt væri og það er okkar brýnasta verkefni í dag að fá fleiri til starfa í Lífsbjörg,“ segir Viðar Páll. Hann segir virka félaga í Lífsbjörg í dag, þá sem sinni útköllum alla jafnan, séu tólf talsins. Á félagaskránni eru þó um 70 ein- staklingar, flestir af þeim stuðnings- félagar. þá Þó nokkrir Akranesbátar stunduðu markílveiðarnar í sumar. Þeim var þó lítið róið frá Akranesi þar sem lítið sást til makríls þar um kring. „Ég stundaði veiðar mest við Snæ- fellsnesið og hér í Faxaflóa. Ég fór ekki í neitt flakk til þess að gera en reyndi aðeins fyrir mér hér heima við Akranes. Hérna var ekkert að hafa nema rétt vikuna fyrir og um verslunarmannahelgi. Þá sást vað- andi makríll hér í grenndinni. Bátar komust í afla en það var allt og sumt,” segir Böðvar Ingvason. Hann er útgerðarmaður og skip- stjóri á Emilíu AK 57. Frábær þjónusta í Snæfellsbæ Þetta var annað sumarið í röð þar sem Böðvar hélt báti sínum til mak- rílveiða yfir sumartímann. Nú í ár réri Jón Mýrdal sonur hans með honum á bátnum þar til skólinn kallaði í lok ágúst. „Aflinn á vertíð- inni varð nokkuð umfram vænting- ar. Ég vonaðist til að veiða 50 tonn í sumar en fékk á endanum 79 tonn í heildina. Ég þurfti að veiða 50 tonn til að hafa fyrir útlögðum kostnaði við veiðarnar. Fyrir vertíðina lagði ég í endurbætur á veiðibúnaðinum með kaupum á nýjum tölvurúllum, fiskleitartækjum og endurbættum slíturum,” segir Böðvar. „Veiðin var best í restina af ver- tíðinni. Við lönduðum í Ólafs- vík, Rifi og Arnarstapa. Þjónustan á fiskmörkuðunum þarna er alveg frábær. Öll vinna gekk mjög hratt fyrir sig. Allt var til fyrirmyndar,” bætir hann við. Hefði átt að fara eftir veiðireglum Eins og fleiri þá er Böðvar ósátt- ur við að makrílveiðarnar skuli hafa verið stöðvaðar þegar bátarnir lágu í mokveiði á úrvals makríl rétt utan við hafnirnar á norðanverðu Snæ- fellsnesi. „Makrílveiðar smábáta eiga bara að vera frjálsar. Fyrst svo var ekki þá átti að fara eftir upp- haflegum reglum þar sem ákveð- inn kvótapottur var gefinn út á all- an smábátaflotann fyrir hvern mán- uð; júlí, ágúst og september. Þessu var ekki framfylgt heldur bara veitt þar til heildarkvótinn fyrir sumarið kláraðist snemma í september. Við sem stunduðum veiðarnar vorum allir orðnir dauðþreyttir af vinnu því að veiðarnar voru stundað- ar nánast í einum spreng alveg frá byrjun. Ég held að allir hefðu ver- ið sáttir ef það hefði verið stoppað til að mynda þarna í ágústmánuði þegar potturinn fyrir þann mánuð var búinn og þannig fengið hvíld í nokkra daga í lok mánaðarins. Svo hefðu menn þá bara byrjað aftur ferskir í september og kvótinn fyrir þann mánuð dugað flotanum betur en raun varð á.” Vertíðin reyndi á Böðvar nefndi að makrílveiðiskap- urinn hefði reynt bæði á menn og búnað, ekki síst í aflahrotunni miklu við Snæfellsnes í lok ágúst og byrjun septembermánaðar. „Menn verða langþreyttir á því að stunda þennan veiðiskap. Ég var einn á bátnum í restina eftir að Jón var farinn í skólann. Þegar mað- ur er einn þá er þetta vinna alveg frá fimm á morgnana til miðnætt- is. Það var farið út svona snemma og fiskmarkaðarnir loka klukkan tíu á kvöldin. Svo bættist við lönd- unarbið. Menn búa í bátunum. Allt reynir þetta á til lengdar. Undir- búningurinn fyrir vertíðina tók um mánuð og svo tóku veiðarnar við. Það þarf mikla þolinmæði við þess- ar veiðar. Makríllinn er uppsjávar- fiskur. Það er mikið flökt á honum og maður gengur ekkert að honum vísum. Sumarið fer bara í þetta.,” segir Böðvar. Óvissa um næsta framhald veiða Það er alls óráðið eins og er hvað tekur við hjá honum í veiðunum og útgerðinni nú þegar makrívertíðin er á enda. Emilía er með 35 tonna kvóta í bolfiski. Sá afli hefur verið tekinn á línu yfir haust- og vetrar- mánuðina. Böðvar er einn þeirra sem sjá nú að lítill ýsukvóti setur þeim stólinn fyrir dyrnar. „Ég get ekki farið á línu strax. Það er svo mikið af ýsu hérna í Faxaflóa og kvótinn á henni er svo lítill. Það er ekki vinnandi veg- ur að fara að skipta aflaheimildun- um í þorski fyrir meiri ýsukvóta. Þá þarf maður að láta frá sér þrjú kíló af þorski og fá tvö ýsukíló í staðinn. Það er mjög óhagkvæmt því afla- verðmætið er það sama þó kvóta- verðið sé það ekki,” segir Böðvar Ingvason á Emilíu AK. mþh Böðvar Ingvason ásamt Jóni Mýrdal 13 ára syni sínum sem réri með föður sínum lungann úr makrílvertíðinni þar til skólinn kallaði. Ljósm. mþh. Vertíðin stóðst væntingar og gott betur Bátar og bílar smíðaðir í Bátahöllinni Viðar Páll Hafsteinsson og Hafsteinn Björnsson við Sverri SH sem er verið að tvöfalda að stærð í Bátahöllinni. Böðvar Ingvason á báti sínum Emilíu AK 57 við makrílveiðarnar í grennd við Ólafsvík á síðasta degi vertíðarinnar á föstudag í síðustu viku. Sjávarborðið kraumar af vaðandi makríl allt í kringum bátinn. Ljósm. af. Böðvar við löndun úr báti sínum í Ólafsvíkurhöfn. Ljósm. af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.