Skessuhorn


Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 Skaginn er náttúrlega stórveldi í boltanum en hefur verið í lægð -segir Arnór Snær sem gekk til liðs til ÍA frá Aftureldingu „Við sýndum sterkan karakter og liðsanda þar sem menn voru til- búnir að berjast fyrir hvern ann- an. Takmarkið tókst og við spil- um í Pepsídeildinni næsta sum- ar. Það hefur alltaf verið takmark- ið hjá mér að spila í efstu deild og nú verð ég að æfa vel í vetur til að láta þann draum rætast. Við ætl- um að klára tímabilið vel og svo er framundan skemmtilegur vetur og spennandi tímabil. Þá verðum við að koma vel undirbúnir því verk- efnið er stórt og það getur enginn gengið að því vísu að eiga sæti í lið- inu,“ segir Arnór Snær Guðmunds- son sem er einn af nýju mönnunum í Skagaliðinu. Hann gekk til liðs við ÍA síðasta vetur frá Aftureld- ingu, er aðeins 21 árs gamall en lék sinn fyrsta leik með Aftureldingu aðeins 15 ára. „Eftir síðasta tímabil með Aftureldingu höfðu sex klúbb- ar samband við mig, þar á meðal lið í Pepsídeildinni. Yfirmaður minn í Lágafellsskóla þar sem ég vinn er frá Akranesi og heitir Ágústa Rósa. Hún sagði að ég ætti að fara á Skag- ann. Það var síðan skemmtileg til- viljun að Gulli þjálfari hringdi í mig tveimur dögum síðar. Það sem gerði útslagið að ég valdi ÍA fram yfir önnur félög var að hann gerði mér grein fyrir því hlutverki sem hann ætlaði mér í Skagaliðinu. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því vali,“ segir Arnór Snær. Gæðaleikmenn í hópnum Arnór Snær er miðjumaður að upplagi en á síðasta tímabilinu með Aftureldingu var hann færð- ur í stöðu miðvarðar, þar sem hann segist kunna ennþá betur við sig en á miðjunni. „Ég þótti fara ágætlega með boltann sem miðvallarleik- maður og það held ég að komi mér líka til góða í vörninni,“ segir Arn- ór Snær sem er mjög ástríðufullur og kappsamur varnarmaður. „Ég vil láta í mér heyra á vellinum og tala gjarnan við samherjana. Reyni að vera hvetjandi og það held ég að Gulli hafi séð þegar hann vildi fá mig á Skagann. Ég vissi að um- gjörðin var flott hjá ÍA og Skaginn náttúrlega stórveldi í boltanum þó hann hafi verið í lægð núna í um tíma,“ segir Arnór Snær. Hann varð fyrir því óláni í leik í deildarbikarnum síðasta vetur að meiðast á ökkla, þar sem að lið- bönd trosnuðu. Þegar Arnór Snær var orðinn nokkuð góður í ökklan- um í byrjun tímabils kom aftur bak- slag vegna ökklameiðslanna þannig að hann var frá æfingum í um mán- aðartíma. „Þá gekk svo vel hjá lið- inu að ég komst ekki í liðið aftur fyrr en eftir tapleik í seinni umferð- inni á Selfossi. Frá þeim tíma höf- um við unnið átta af níu leikjum og í heildina er ég áægður með tíma- bilið þótt ég hefði að sjálfsögðu viljað vera heill í allt sumar og spila meira. Æfingarnar hafa verið mjög skemmtilegar. Góðir þjálfarar og gæðaleikmenn í hópnum sem hafa hækkað tempóið. Nú stefni ég á að æfa vel í vetur til að styrkja mig enn meira og berjast svo fyrir sæti í lið- inu,“ segir Arnór Snær. þá Garðar langmarkahæstur í fyrstu deildinni „Þetta hefur gengið frábærlega í sumar og vonandi tekst okkur að vinna það sem eftir er og þar með deildina. Stefnan hjá mér er að halda áfram á sömu braut, æfa vel í vetur og markmiðið hjá okk- ur verður að tryggja okkur í Pepsí- deildinni á næsta ári,“ segir Garð- ar B Gunnlaugsson langmarkahæsti leikmaðurinn í 1. deildinni með 18 mörk í 19 leikjum. Næsti maður á töflunni yfir markahæstu menn er Sindri Björnsson í Leikni með 12 mörk. Frammistaða Skagamanna 1. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu hefur væntanlega staðið undir væntingum flestra stuðningsmanna liðsins. Ekki síst hefur vakið athygli framganga Garðars Gunnlaugsson- ar sem hefur skorað grimmt fyrir Skagamenn. Hann byrjaði strax vel með liðinu í vor og um mitt sumar var endurnýjaður við hann samn- ingur til tveggja ára. Garðar er enn á besta aldri, rúmlega þrítug- ur og getur ef heilsan verður í lagi átt nokkur góð sumur eftir í bolt- anum. Síðasta haust var ekki útséð með það hvort Garðar héldi áfram að spila með Skagaliðinu en meiðsli sem hann hafði átt við að glíma síð- ustu árin reyndust honum erfið um tíma. „Ég vildi gjarnan fá tækifæri til að hjálpa til við það að koma lið- inu upp um deild aftur. Meiðsla- vesenið hafði tekið sinn toll hjá mér og mér hafði ekki gefist tími til að sanna það bæði fyrir sjálfum mér og bæjarbúum á Akranesi að ég væri fótboltamaðurinn sem vænting- ar stóðu til að ég væri. Maðurinn sem dragi vagninn með því meðal annars að skora mörk fyrir félagið. Núna er ég líka kominn á það ald- ursskeið, orðinn 31 árs gamall, að ég er orðinn einn af leiðtogum liðsins. Ég lít raunverulega á mig í nýju hlutverki í Skagaliðinu að því leyti,“ sagði Garðar í spjalli við Skessuhorn. þá Áfram Skagamenn! www.skessuhorn.is Á þriðja þúsund síður af efni á ári – um 160.000 fréttir, tilkynningar, greinar og annað efni af Vesturlandi Þetta allt færðu í Skessuhorni – hvergi annars staðar Ertu nokkuð að missa af? Ertu áskrifandi? Áskriftarsíminn er 433-5500 og á heimasiðunni: www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.