Skessuhorn


Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 Borgarbyggð og UMSB í samstarf um íþrótta- og tómstundamál Í gær var undirritaður samstarfs- samningur um tómstundastarf fyr- ir 6 til 16 ára börn í Borgarbyggð. Það voru Kolfinna Jóhannesdótt- ir sveitarstjóri og Sigurður Guð- mundsson sambandsstjóri UMSB sem það gerðu. Tilgangurinn með samningnum er að auka fjölbreytni í tómstundastarfi fyrir börn á grunnskólaaldri, fjölga þátttakend- um í skipulögðu félags- og tóm- stundastarfi og að stuðla að því að vinnudagur barnanna verði sem heildstæðastur. Hlutverk UMSB samkvæmt samningnum verður að sjá um og skipuleggja íþrótta- og tómstunda- skóla fyrir börn í 1. – 4. bekk, starf- semi félagsmiðstöðva fyrir ung- linga, sumarfjör fyrir börn í 1. – 7. bekk og vinnuskóla fyrir börn í 8. – 10. bekk. Helstu nýmæli í tóm- stundastarfi er stofnun íþrótta- og tómstundaskóla, sem mun taka til starfa um næstu áramót. Þá hef- ur Sigurður Guðmundsson verið ráðinn til að stýra þessu starfi fyr- ir hönd UMSB. Sigurður sem er frá Hvanneyri er með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu sem nýtist í starfið. Jafna tækifæri barna í sveitarfélaginu Starfsemi íþrótta- og tómstunda- skólans verður byggð upp í góðu samstarfi við íþróttafélögin sem halda úti æfingum fyrir börn á þessum aldri. Að sögn Ásthildar Magnúsdóttur fræðslustjóra Borg- arbyggðar er ætlunin að geta boð- ið börnunum upp á að æfa þær greinar sem þau vilja, en um leið að kynna fyrir þeim aðrar grein- ar sem í boði er að æfa í sveitar- félaginu. „Auk íþróttaæfinga er stefnt að því að bjóða upp á fjöl- breytt tómstundastarf; svo sem leiklist, myndlist, tónlist, skáta- starf, útivist, kynningu á starf- semi björgunarsveitanna og fleira. Með stofnun skólans er leitast við að jafna tækifæri barna í sveitarfé- laginu til íþrótta- og tómstunda- iðkunar,“ segir Ásthildur. Sigurður í starf tóm- stundafulltrúa UMSB hefur ráðið Sigurð Guð- mundsson í starf tómstundafull- trúa. Hann mun hefja störf 1. nóvember næstkomandi. Sigurð- ur er með B.Sc. gráðu í íþrótta-, kennslu- og lýðheilsufræðum frá Háskólanum í Reykjavík. Þá hef- ur hann einnig menntað sig í leið- toga- og frumkvöðlafræðum og almennum íþróttum auk þess að hafa sveinspróf í húsasmíði. „Sig- urður hefur yfirgripsmikla reynslu á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Hann hefur meðal annars starf- að sem landsfulltrúi UMFÍ þar sem helstu ábyrgðarsvið hans voru framkvæmdastjórn með Landsmóti UMFÍ 50+, verkefnin „Fjölskyld- an á fjallið“ og „Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga.“ Hann skipulagði frjálsíþróttaskóla UMFÍ sem starfræktur er fyrir 11 – 18 ára ungmenni um land allt, auk þess að sitja í Æskulýðsráði ríkis- ins, þar sem meðal annars er unn- ið að stefnumótun æskulýðsfélaga í landinu og eiga sæti í starfshópi á vegum mennta- og menningar- málaráðuneytisins um frístunda- heimili. Borgarbyggð býður Sigurð velkominn til samstarfs,“ segir Ást- hildur Magnúsdóttir fræðslustjóri. mm Frá undirritun samningsins. Aftari röð frá vinstri: Ásgeir Ásgeirsson í stjórn UMSB, Sigurður Guðmundsson tómstundafulltrúi, Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri, Guðveig Eyglóardóttir formaður byggðarráðs og Björn Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórnar. Sitjandi eru Sigurður Guðmundsson sambandsstjóri UMSB og Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri. Ljósm. Borgarbyggð. Óánægja með fyrirkomulag dýralæknaþjónustu í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu Svo virðist sem óánægju hafi gætt með fyrirkomulag dýralæknaþjón- ustu í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu undanfarin misseru, þó svo hún hafi ekki náð inn á borð þess yfirvalds sem hefur með heilbrigði og velferð dýra í landinu að gera. Um málaflokkinn sjá Matvæla- stofnun og atvinnu- og nýsköpun- arráðuneytið. Einkum er það sam- ráðsleysið sem virðist gæta með- al starfandi dýralækna á svæðinu sem gagnrýnd er. Kerfisbreyting sem gerð var 1. nóvember 2011 á umdæmum héraðsdýralækna og dýralæknaþjónustu í landinu ger- ir ráð fyrir því að sjálfstætt starf- andi dýralæknar þjóni á dagvinnu- tíma á því svæði sem flokkað var í reglugerðinni sem þéttbýlt. Ekki er greitt fyrir dagvinnuvaktir af rík- inu og því ekki tryggt að læknir sé á vakt á þeim tíma sólarhrings. Því hefur það ítrekað gerst að bændur hafa gripið í tómt, ekki náð í dýra- lækni, þegar bráðatilvik koma upp á búum þeirra. Þetta er svæðið frá Snæfellsnesi suður um og austur að Kirkjubæjarklaustri. Á vaktakerfi utan dagvinnu tekur ríkið hins veg- ar þátt í kostnaði hringinn í kring- um landið og kostar einnig dag- vaktir á hinum hluta landsins sem flokkaður er sem dreifbýli. Þetta fyrirkomulag um að sjálfstætt starf- andi dýralæknar sinni dagvöktun- um og beri þannig alfarið ábyrgð á þjónustu á þeim tíma þykir ekki hafa gefið góð raun í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Náði ekki í lækni í hálfan sólarhring Kristbjörn Jónsson bóndi á Bónd- hóli í Borgarhreppi sagði frá því í viðtali í Skessuhorni nýlega að hann hafi ekki náð í dýralækni í sumar, þrátt fyrir að fjórir dýralæknar væru starfandi á svæðinu. Reyndar sinn- ir einn þeirra verslunarstöfum sem aðalatvinnu. Kristbjörn á Bónd- hóli varð fyrir því í sumar að missa af þessum sökum fyrsta kálfs kvígu þar sem hann náði ekki í dýralækni fyrr en eftir hálfan sólarhring. Þeir voru allir í sumarfríi og stóð eng- inn þeirra dagvakt. Kristbjörn segir að dýralæknamálin á svæðinu séu í ólestri, bændur og búsmali búi þar við mikið óöryggi. Samráð og sam- starf milli starfandi dýralækna á svæðinu sé greinilega lítið sem ekk- ert og núverandi kerfi gjörsamlega óviðunandi. „Það er ekki búandi við þetta óöryggi,“ segir Kristbjörn. Ekki talin þörf á endurskoðun Reglugerðin um dýralæknaþjón- ustuna og breytt kerfi sem tók gildi 1. nóvember 2011 fól í sér að end- urskoða skyldi reglugerðina og þar með kerfið innan þriggja ára. Ólaf- ur Friðriksson skrifstofustjóri í at- vinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytinu segir að ekki hafi þótt ástæða til að endurskoða reglu- gerðina og þar með kerfið. Það þyki hafa gengið ágætlega eftir í megin- atriðum og sama fjárveiting er til málaflokksins og áður. Auglýst hafi verið eftir dýralæknum til að vinna áframhaldandi eftir þeim þjónustu- samningum sem gerðir voru, svo sem um dagvaktaþjónustu á dreif- býlli svæðum landsins; á Snæ- fellsnesi, í Dölum og vestur um á Strandir og Vestfirði. Matvæla- stofnun vinni að ráðningu dýra- lækna til að sinna þjónustusamn- ingum þessa dagana. Vaktakerfi er skipulagt af starfandi héraðsdýra- lækni eða starfsmanni Matvæla- stofnunar. Ljóst er að ekki var leitað eft- ir umsögn um reynslu af breyttu kerfi í dýralæknaþjónustu svo sem hjá samtökum bænda í landinu. Guðmundur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands sagði í samtali við Skessuhorn að ekki hafi verið ósk- að eftir umsögn samtakanna um breytingar á fyrirkomulagi dýra- lækna. Ekki hafi heldur borist kvartanir eða formlegt erindi inn á borð starfsmanna Búnaðarsam- takanna vegna dýralæknaþjónust- unnar og þau mál ekki verið til umfjöllunar starfsmanna BV frá því kerfisbreytingin var gerð fyrir tæpum þremur árum. Dýralæknar eru ekki að ræða saman Edda Þórarinsdóttir er einn fjög- urra starfandi dýralækna í Borgar- firði, búsett í Giljahlíð í Flókadal. Edda segir Mýra- og Bogarfjarðar- sýslu hafa farið illa út úr þeirri kerf- isbreytingu sem gerð var á dýra- læknaþjónustu fyrir þremur árum. Þetta svæði skeri sig úr stóra svæð- inu sem flokkað er sem þéttbýlt í reglugerðinni. „Þetta er eini stað- urinn á þessu svæði héðan og austur að Kirkjubæjarklaustri þar sem ekki hefur orðið til heilsugæsla í kring- um dýralækningarnar. Meðan svo er ekki ber enginn ábyrgð á þjón- ustunni á dagvinnutíma. Ég sé ekki annað en við sitjum eftir hvað þetta varðar og hérna í Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu eru dýralæknar ekki að starfa saman. Við erum ekki að tala saman. Það hafa komið dag- ar þar sem engan dýralækni er að finna á dagavinnutíma í héraðinu. Meðan staðan er eins og hún er hérna þá sé ég ekki að ungir dýra- læknar komi til starfa. Þetta haml- ar að mínu mati nýliðun í grein- inni,“ segir Edda. Hún bætir því við að hún þekki fleiri dæmi en það á Bóndhóli, að bændur hafi ekki náð í dýralækni á dagvinnutíma vegna bráðveikra skepna. Bændur ekki fæddir í gær Gunnar Gauti Gunnarsson fyrr- verandi héraðsdýralæknir í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu er einn fjög- urra sjálfstætt starfandi dýralækna í sýslunni, með aðsetur í Borgarnesi. Hann er ekki sömu skoðunar og Edda um að ástandið í dýralækna- málum í Borgarfirði sé óviðunandi. Þótt ríkið kosti ekki dagvaktir, telur hann að alltaf sé hægt að ná í dýra- lækni, en umrætt dæmi sem Bjössi í Bóndhól benti á, hafi gerst með- an hann hafi verið í sumarfríi og þá hafi vaktirnar átt að vera mannað- ar, það er kvöld,- nætur- og helg- arvaktir í júlí og ágúst. „Ég stend alltaf vaktir á daginn þó mér sé ekki borgað fyrir það og þó ég fari í frí. Það ættu aðrir dýralæknar að gera það sama og ég held þeir geri það líka. Eitthvað klúður í þessum mál- um var í gangi í sumar, en ég þekki þau ekki gerla öll,“ segir Gunn- ar Gauti. Hann segist hafa starfað við dýralækningar í Borgarfirði í 31 ár. „Ég man ekki til þess að á þeim tíma hafi það gerst að ekki náð- ist í mig eða þurft að lóga skepn- unni vegna þess. Bændur eru ekki fæddir í gær og vita að þó ekki ná- ist í dýralækni við fyrstu hringingu, reyna þeir bara aftur eða eins og ég hef bent þeim á, að senda mér þá sms. Eftir að núverandi dýralækna- kerfi breyttist 2011 fór Edda [Þór- arinsdóttir] mikinn í því að gagn- rýna nýja kerfið og hafði mjög mörg orð um það og var líka í mót- mælum vegna þess.“ Gunnar segir að ef hann myndi ekki sinna dag- vöktunum myndi það bitna á þeim sem síst skyldi, það er á dýrum og dýraeigendum. Þá yrði væntanlega kvartað til Matvælastofnunar, enda myndi það stríða á móti dýravernd- arlögum að sinna ekki dagvöktun- um. „Það er líka langtum ódýrara að borga ekki dagvaktir og allt virð- ist ganga út á þessi peningamál,“ segir Gunnar Gauti. Hafa aldrei talast við Þegar Gunnar Gauti var spurð- ur hvort að dýralæknar í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu töluðu saman til að tryggja viðveru á dagvinnu- tíma, sagði hann að þeir gerðu það ekki og hefðu aldrei gert. „Það geta komið upp tilfelli þegar mjög mikið er að gera og það virðist sem mað- ur komist ekki yfir það. Þá hef ég í einstaka tilfelli kallað í Gunnar Örn, en ekki lengur í Eddu því hún vill ekki sinna því ef ég er á vakt. Við Gunnar Örn erum í mjög góðu sambandi og ég get alltaf leitað til hans og hann til mín,“ segir Gunn- ar Gauti. þá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.