Skessuhorn


Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Jóhann Skúli Björnsson, blaðamaður jsb@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Stokkhólms heilkennið „Stockholm syndrome“ eða Stokkhólms heilkennið er hugtak sem not- að er til að lýsa jákvæðum tengslum sem geta myndast milli manneskju sem er rænt og mannræningja hennar. Hugtakið varð til eftir bankarán í Stokkhólmi árið 1973. Þá réðist Janne nokkur Olsson fyrrum fangi inn í bankann, skaut af byssu sinni og særði lögreglumann. Síðan tók hann fjóra bankastarfsmenn í gíslingu inn í peningageymslu bankans. Hans fyrsta ósk var að vini hans að nafni Olafsson yrði sleppt úr fangelsi og hann fengi að koma til sín. Sænska ríkisstjórnin samþykkti beiðnina og Olafsson hjálp- aði Olsson með ránið. Á ótrúlegan hátt náðu fórnarlömbin í bankaráninu að tengjast ræningjum sínum og vildu í fyrstu alls ekki að lögreglan myndi bjarga þeim. Haft er eftir einu fórnarlambanna: „Þetta er heimurinn okk- ar núna, að sofa í þessari peningageymslu til að komast lífs af. Hver sá sem ógnar þessum heimi er óvinur okkar.“ Það eru fjögur atriði sem talið er þurfa að uppfylla til að hægt sé að skil- greina aðstæður sem Stokkhólms heilkenni. Í fyrsta lagi þarf ógn að vera til staðar. Trúin á að ógnin fjari út leiðir til væntumþykju til ræningjans. Í öðru lagi þarf gíslinn, eða fórnarlambið, að skynja örlitla góðmennsku frá ræn- ingjanum í tengslum við það sem veldur óttanum. Í þriðja lagi upplifir gísl- inn algjöra einangrun frá sjónarhorni annarra en ræningjans. Loks í fjórða lagi skynjar gíslinn vanhæfni til að flýja. Stokkhólms heilkenni er semsagt skilgreining á streitu, ástandi fórnarlambs í aðstæðum það sem það ræður ekki atburðarásinni. Sagan um Stokkhólms heilkennið minnir mig óneitanlega á íslensku þjóðina síðustu sex árin. Gefum okkur að útrásarvíkingarnir og þeirra slekti séu bankaræningjar (sumir voru það reyndar bókstaflega). Íslending- ar sem kusu að þrauka áfram hér á fróni eru gíslarnir. Ekki þeir sem flúðu hið verðtryggða umhverfi fjármagnseigenda, flúðu krónuumhverfið sem verkalýðsforingjarnir styðja, þótt það sé í óþökk félagsmanna. Segjast vera að verja einhverja meinta lífeyrissjóði sem allir vita að verða galtómir þeg- ar við þurfum á þeim að halda. Við erum í stöðu varnarlausu gíslanna sem upplifðu að nokkrir tugir útrásarvíkinga fóru um ránshendi og settu þjóð- ina á hausinn. Nú eru þeir aftur komnir á stjá í líki bankaræningjanna og enn á ný tökum við að okkur hlutverk gíslanna, auðsveip að vanda. Beygj- um okkur og buktum fyrir þeim sömu og borguðu stjórnmálamönnun- um undir borðið fyrir að hafa sig hæga þarna á árunum fyrir hrun. Í fyrstu kosningum eftir bankahrunið var þessum flokksgæðingum reyndar refsað, í smástund. Þjóðin kaus vinstri stjórn til valda og leit á það sem hæfilega refsingu fyrir óþekku strákana að vinstra slektið væri við völd í fjögur ár. Það stóð sig þó ekki betur í valdatíð sinni en svo að þjóðin kaus að kalla aft- ur yfir sig sömu stjórnvöld og settu allt á hliðina fyrir hrun. Ef þetta er ekki dæmi um Stokkhólms syndrom, þá er það ekki til. Sömu peningaöfl og komu landinu á hausinn fyrir hrun eru nú að tvíeflast. Ríkið sker niður fjárframlög til sérstaks saksóknara og skúrkarnir taka gleði sína á ný. Nú stendur þjóðin til dæmis þegjandi hjá meðan fjandsamleg yfirtaka á sér stað á eina gagnrýna fjölmiðlinum á höfuðborgarsvæðinu. Skúrkar í skjóli peninga kaupa DV, óþægan ljá í þúfu. Nú hagnast bankar um tugi milljarða á ári en hafa samt ekki lengur efni á að afgreiða gamla fólkið nema að taka af því afgreiðslugjald. Eitt útgerðarfyrirtæki skilar 22 milljörðum í hagnað – á sama tíma og nokkrir trillukarlar mega ekki veiða makríl jafnvel þótt hann syndi undir löndunarkrönunum! Nei, það er spilling alltumlykjandi. Við sem þjóð eigum ekki að láta það yfir okkur ganga að landinu sé rænt innan frá tvisvar á sama áratugnum, af skúrkum sem gera hvað sem er til að hagnast. Allt á kostnað almennings. Mér finnst margt benda til þess að hér eigi sér stað gíslataka rétt eins og í sænska bankanum 1973. Magnús Magnússon Flestum er kunnugt um að framleiðslu sements er nú hætt á Íslandi. Lítill hluti mannvirkja Sementsverk- smiðjunnar á Akranesi er nýttur til geymslu á norsku sementi sem dreift er þaðan með tankbílum. Sementsfarmur kom í lið- inni viku. Þá má á þessari mynd sjá að byrjað er að mála síló verksmiðjunn- ar. Sílóið sem er lengst til hægri er komið með sæ- grænan lit. Við yfirtöku Akraneskaupstaðar á mannvirkjum versksmiðjunnar var sett sem skil- yrði að gegn því að nota sílóin áfram til geymslu á sementi yrðu þau mál- uð. Þau munu fá sitthvorn litinn, en allir eiga litirnir að falla vel inn í umhverfið við höfnina. Það var arki- tektastofan Kanon sem aðstoðaði Sementsverksmiðjuna við val á listasamsetningu en Kanon vann hugmyndir að framtíðarnotkun sem- entsreitsins fyrir Akra- neskaupstað. Niðurstaða þeirrar vinnu var kynnt á íbúafundi í fyrravetur. Að sögn Regínu Ásvalds- dóttur bæjarstjóra verða tveir tankanna málaðir nú í haust en samkvæmt samkomulagi við Akra- neskaupstað skuldbindur Sementsversmiðjan sig til að mála öll mannvirki á lóð sinni á árunum 2014 til 2016, það er sem- entssíló og bryggju- og færibanda- hús. mm/ Ljósm. mþh. Umferð í Hvalfjarðargöngum var 10% meiri í ágúst í ár en í sama mánuði í fyrra og reyndar meiri en dæmi eru um áður frá því þau voru opnuð í ágúst 1998. Ágúst hrunársins 2008 hefur til þessa átt umferðarmet ágústmán- aða frá upphafi. Í frétt á vef Spalar segir að það veki reyndar athygli að umferðin í nýliðnum ágúst var það mikil að hún nálgaðist tölur frá því í júlí 2014 og 2013, þ.e. í helsta ferða- og frí- mánuði landsmanna. Þeir sem fylgjast náið með ferðavenjum Íslendinga segi að það hafa verið býsna áber- andi hve margir frestuðu sumarfríi fram yfir heimsmeistarakeppnina í fótbolta. „Og svo kom þessi dæma- lausi rigningar júlí sunnan lands og vera má að ótíðin hafi orðið til þess að einhverjir drógu enn við sig að taka frí, hafi það verið mögulegt á annað borð,“ segir í fréttinni. Vegagerðin upplýsir að umferð á hringveginum hafi auk- ist um 7,5% í ágúst mið- að við sama mánuð í fyrra, sem er meiri aukn- ing en sést hafi frá 2007. Ágústumferð á þjóðveg- unum var reyndar meiri en nokkru sinni í ágúst frá því slíkar samanburð- armælingar hófust. Um- ferðin jókst mest á Vest- urlandi eða um 11% og kemur það heim og sam- an við tölurnar úr göng- unum en minnst jókst umferðin á Norðurlandi eða um ríflega 5%. þá Í Fljótstungu, efst í Hvítársíðu í Borgarfirði reka þau hjónin Hall- dór Bjarnason og Lilián Pineda listrænt dvalarsetur. Þar hefur sýn- ingin „Hið skapandi ferli“ staðið yfir í sumar en þar er að finna verk eftir listafólk sem dvaldi í Fljóts- tungu við skapandi störf síðasta vor. Næstkomandi laugardag er síðasti sýningardagur listsýningarinnar í Fljótstungu en sama dag verður fé einnig rekið til Fljótstunguréttar, elstu hlöðnu steinrétt landsins sem enn er í notkun. Af því tilefni er öll- um boðið að koma í Fljótstungu að skoða listsýninguna og að fylgjast með fénu koma til réttar. Auk þess verður rjúkandi heit íslensk kjöt- súpa í boði fyrir gesti, segir í til- kynningu. jsb Núna í haust var ráðist í að mála Eyrarrétt í Kollafirði. Það var Jón Þór Kjartansson starfsmaður Reyk- hólahrepps sem það gerði en réttin er ein helsta fjárrétt landsins að því er fram kemur á vef Reykhóla. „Ég hafði hana tvílita, mér fannst það svolítið einhæft að hafa bara einn lit,“ segir Jón Þór í frétt á vefnum. Til að áætla hversu mikla málningu skyldi panta sló hann máli á tré- verkið í réttinni og reiknaði síðan. Reyndist það vera um 2.500 lengd- armetrar eða um tveir og hálfur kílómetri. Eftir því sem Jón veit best mun vera um aldarfjórðung- ur frá því að réttin var máluð síð- ast enda drakk viðurinn í sig gríðar- mikla málningu. Margir höfðu orð á því að Eyrarrétt væri orðin mjög snyrtileg og falleg eftir þessa trakt- eringu, hreinasta sveitarprýði. þá/ Ljósm. reykholar.is Sveitarprýði af nýmálaðri Eyrarrétt Réttir og listsýning í Fljótstungu á laugardaginn Mesta umferð í ágúst frá upphafi Komið með sement til dreifingar frá Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.