Skessuhorn


Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 7
7MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 „Nú er fyrsta viðburðasumri okk- ar í Frystiklefanum í Rifi formlega lokið. Við hófum leik með stórtón- leikum Kaleo og enduðum á Ís- landsmótinu í spunaleik nú um síð- ustu helgi. Þegar allt er talið voru viðburðir í húsinu tæplega hundr- að þetta árið og eru þá taldar all- ar sýningar og viðburðir í húsinu, kvöld með lifandi tónlist og allir þeir gestaviðburðir sem sóttu okkur heim í sumar,“ segir Kári Viðarsson leikari og stjórnandi Frystiklefans. „Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem mættu kærlega fyr- ir stuðninginn. Án ykkar væri al- gjörlega tilgangslaust að standa í þessu. Nú þegar haustið bankar á breytast áherslur í Frystiklefanum og færri gestir sækja okkur heim. Á döfinni eru þó nokkrir spennandi hlutir. Til dæmis leiksýning fyrir börn í október og nýtt íslenskt verk sem frumsýnt verður í Frystiklefan- um í desember,“ segir Kári. Hann vill benda á að húsið er alltaf opið þeim sem vilja gera eitthvað skap- andi og skemmtilegt. „Lifi menn- ingin - líka úti á landi,“ bætir hann við. mm Síðastliðinn mánudag klukkan 17:00 höfðu 92.477 dollarar, eða um 11 milljónir króna, safnast í gegnum vefsíðuna indiegogo.com til stuðnings geitunum á Háafelli í Hvítársíðu. Sett var markmið um að safna 90 þúsund dollurum fyrir 15. september og hafði því mark- miðið náðst og gott betur. Vegna fjárhagsörðugleika búsins hafði viðskiptabanki þess farið fram á gjaldþrotaskipti 18. september nk. næðist ekki að semja um gjaldfalln- ar skuldir fyrir þann tíma. Í samtali við Vísi.is síðdegis á mánudaginn sagði Jóhanna Þorvaldsdóttir bóndi að enn væri óvissa um fjárhags- lega framtíð búsins. Hún hugðist bóka fund með bankanum í þess- ari viku til að ræða málin. Jóhanna veit ekki enn hvort peningurinn úr söfnuninni dugi til að bægja búinu frá uppboði, eða hvort þar myndist grundvöllur til þess að finna lang- tímalausn. Einkum eru það erlendir velunn- arar geitanna sem lagt hafa söfnun- inni lið. Geiturnar á Háafelli komu við sögu í þáttaröðinni Game of Thrones og undir þeim formerkj- um var söfnunin kynnt. mm Kári Viðarsson og hundurinn Zóla sem stundum tekur þátt í menningarvið- burðum í Frystiklefanum þegar þannig liggur á honum. Hundrað viðburða sumri lokið í Frystiklefanum Söfnun til stuðnings Háafellsgeitum gekk vonum framar Fjölskyldutónleikar Hvar: Akraneskirkja. Hvenær: Fimmtudaginn 11. september kl. 20. Organistar: Sveinn Arnar Sæmundsson og Jón Bjarnason. Tónlist: Úr ýmsum kvikmyndum, dægurlög, klassík og öll hin tónlistin. Aðgangseyrir: 1.500, frítt fyrir 16 ára og yngri. Kalmansvinir: 1.000. „Það er nefnilega hægt að spila allt á orgel“ Smart föt, fyrir smart skvísur Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur sími 571 5464 Stærðir 38-52 www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 43 0 4 6 Öflug áröflun fyrir hópinn Samsettir áröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Akranes 431 1163 Borgarnes 437 1259 Stykkishólmur 438 1286 Ólafsvík 436 1212

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.