Skessuhorn


Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 Svokallaðir hreyfiseðlar eru að ryðja sér til rúms hér á landi. Hreyfiseðl- ar eru ávísun á hreyfingu og virka í raun eins og lyfseðlar að því leytinu til að læknar ávísa þeim en í stað þess að fara í apótekið eftir lækn- isheimsóknina er pantaður tími hjá hreyfistjóra. Að sögn Jóns Stein- ars Jónssonar læknis sem sæti á í verkefnisstjórn heilbrigðisráðherra um hreyfiseðla í heilbrigðiskerf- inu, hentar hreyfiseðillinn vel fyrir þá skjólstæðinga sem eru með sjúk- dóma þar sem hreyfing er gagnleg- ur hluti af meðferð eða jafnvel eina meðferðin. „Þarna er verið að færa heilbrigðiskerfinu ákveðið verk- færi sem hefur verið í þróun í átta ár. Vitneskjan um gagnsemi hreyf- ingar, sem meðferð við ýmsum sjúkdómum, hefur leitt til þróunar í ýmsum löndum á hreyfingu sem meðferð innan heilbrigðiskerfisins. Hér á landi var fyrsti vísirinn að þessu árið 2006 á Heilsugæslunni í Garðabæ. Á árunum 2010-2012 var rekið tilraunaverkefni með hreyf- iseðilinn á fimm heilsugæslustöðv- um á höfuðborgarsvæðinu og það verkefni var svo útvíkkað á síðasta ári þegar öll heilsugæsla á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri fékk aðgang að þessu meðferðarúrræði,“ segir Jón Steinar. Hreyfiseðill - ávísun á hreyfingu, er nú kominn í fjárlög og unnið er að innleiðingu hans á allri landsbyggðinni. Bara einn smellur Í dag eru til rannsóknir á áhrifum hreyfingar sem meðferð við mörg- um sjúkdómum. Algengustu ástæð- ur hreyfiseðils hérlendis hingað til eru fullorðinssykursýki, offita, hár blóðþrýstingur, þunglyndi og kvíði ásamt ýmsum stoðkerfissjúk- dómum enda getur hreyfing ver- ið gagnleg sem meðferð við öllum af framangreindum kvillum. „Seð- illinn virkar þannig að læknar og/ eða hjúkrunarfræðingar hitta sjúk- linga í viðtölum og reyna að vekja áhugahvöt hjá þeim til að byrja að hreyfa sig og gera þeim grein fyr- ir gagnsemi hreyfingar sem hluta af meðferðinni. Ef sjúklingurinn hefur áhuga, þá fer hann í eitt við- tal til hreyfistjóra,“ segir Jón Stein- ar. Hreyfistjórarnir eru sjúkra- þjálfarar sem hafa fengið þjálfun í áhugahvetjandi samtali. Viðtalið er klukkustundar langt og þar er ástand sjúklingsins metið og hann látinn gangast undir einfalt göngu- próf til að fá hugmynd um hvar hann er staddur. Einnig eru lagð- ar fyrir hann virknispurningar. Í framhaldi af því er lögð upp áætlun í samráði við sjúklinginn um hreyf- ingu. „Það er ekki tilviljanakennt hvernig meðferðin er sett upp og ekki er sama meðferð notuð fyrir alla, heldur fær hver og einn sjúk- lingur meðferð sem er sérsniðin að hans þörfum, getu og sjúkdóms- greiningu,“ útskýrir Jón Steinar. Eftir að sjúklingur hefur hreyft sig fer hann á heimasíðuna hreyfiseð- ill.is og merkir við á ákveðinn hátt sem gerir honum kleift að fylgjast með frammistöðu sinni á mynd- rænan hátt og gerir hreyfistjóran- um einnig kleift að fylgjast með. „Ef engin tölvukunnátta er til stað- ar, má auðveldlega fara framhjá því. Flestir nota þó vefinn enda þarf ekki að gera annað en að fara inn á heimasíðuna og smella einu sinni á einn hnapp, flóknara er það ekki. Þó geta sjúklingar notað síma ef þeir kjósa það frekar en þá missa þeir sjónrænu hvatninguna sem felst í því að gera þetta á vefnum,“ segir Jón Steinar. Nái sjúklingur- inn ekki markmiðum sínum hefur hreyfistjórinn samband við hann, hvetur hann áfram og leitar nýrra leiða ef þörf krefur. „Ef hreyfingin fer niður fyrir 70% þá hefur forrit- ið samband við hreyfistjórann sem getur þá haft samband við sjúk- linginn. Hreyfistjórinn fylgist þó vel með og hefur einnig samband til að gefa jákvæða endurgjöf og hvatningu.“ Að sögn Jóns Stein- ars gildir seðillinn í eitt ár en flestir útskrifast eftir fjóra til fimm mán- uði ef vel gengur. Sjúklingurinn er að auki áfram í eftirliti hjá sínum lækni á meðan og eftir að meðferð- inni lýkur. 20% starfshlutfall á Vesturlandi Líkt og fyrr segir er hreyfiseðillinn nú inni í fjárlögum og gerð hefur verið þriggja ára áætlun um innleið- ingu hans. „Áætlunin gerir ráð fyrir lágmarksmönnun hreyfistjóra. Eftir- spurnin er lítil í byrjun og við byrj- um smátt, ekki nema með 3,5 stöðu- gildi hreyfistjóra á öllu landinu. Það er ein staða á hverja hundrað þúsund íbúa, sem er svo dreift á stofnanir landsins. Við vonumst svo til að geta ráðið fleiri hreyfistjóra í framtíð- inni en það þarf ekki stórt hlutfall til að byrja með,“ útskýrir Jón Steinar. Hér á Vesturlandi er Ingibjörg Ósk- arsdóttir hreyfistjóri en hún starf- ar sem sjúkraþjálfari á Heilbrigð- isstofnun Vesturlands á Akranesi. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar (WHO) kemur fram að endurhæfing sé góð fjárfesting því hún byggi upp mannauð. Vönduð sjúkraþjálfun er þess vegna gríðar- lega góð fjárfesting fyrir samfélagið því hún eflir mannauð þess og ger- ir fólki kleift að njóta sín til fulls. Hinn 8. septem- ber ár hvert fagna sjúkraþjálfarar um allan heim alþjóðleg- um degi sjúkraþjálf- unar og nota hann til að draga athygli að framlagi sjúkraþjálf- ara til heilsu og vellíðunar einstak- linga og þjóða undir yfirskriftinni: „Hreyfing fyrir heilsuna.“ Skila- boð Alþjóðasambands sjúkraþjálf- ara þetta árið er að einstaklingar með fötlun, langvinna sjúkdóma og ekki síst fólk sem nýlega hefur dott- ið út af vinnumarkaði vegna veik- inda eigi rétt á að taka fullan þátt í samfélaginu. Sjúkraþjálfarar eru mikilvægur hlekkur fagteyma sem vinna með fólki til að gera því kleift að standa undir slagorðinu: „Virkni til þátttöku“. Sjúkraþjálfarar eru sérhæfðir í hreyfigreiningu og þjálfun. Þeir greina hreyfi- vanda sem og annan vanda sem aftrar fólki frá því að vera eins virkt og sjálfstætt og mögulegt er og finna út frá því leiðir til aukinn- ar þátttöku með meðferð, endurhæfingu, þjálfun, hreyfingu við hæfi og hvatningu. Vönduð sjúkraþjálfun er samfé- laginu okkar afar dýrmæt og skap- ar verðmæti langt umfram það sem talið verður í krónum og aurum. Anna Sólveig Smáradóttir, sjúkraþjálfari. Pennagrein Hreyfðu þig fyrir heilsuna - vertu virkur – taktu þátt! Hreyfiseðill í stað lyfseðils „Væntanlega verður annar hreyf- istjóri skipaður í Stykkishólmi von bráðar. Þeir munu þá skipta með sér stöðugildinu, sem er 20% fyrir Vest- urland,“ bætir Jón Steinar við. Hann segir meginmarkhóp hreyfiseðilsins vera sá hópur fólks sem hreyfir sig ekki neitt. „Við viljum helst ná þeim inn, því þar er heilsufarslegur ávinn- ingur mestur. Þetta er í mörgum til- fellum fólk með króníska sjúkdóma sem hitta lækna oft og hreyfingin bætir heilsu þeirra og lífslíkur.“ Sveitarfélögin geta lagt sitt af mörkum Jón Steinar segir að í einhverjum tilfellum vanti úrræði fyrir þann hóp sem mest þarf á hreyfingunni að halda. „Langflestir sem tilheyra þessum hópi passa ekki inn í hefð- bundna hlaupahópa eða slíkt og því er lítið af úrræðum fyrir þá. Það eru ekki til margir gönguhópar fyrir þá sem hafa stundað litla hreyfingu og eru að stíga sín allra fyrstu skref í hreyfingu í langan tíma. Það vant- ar því úrræði þar sem álagið er lít- ið, því þar byrjum við.“ Sveitarfélög landsins geta þó lagt mikið af mörk- um. Þau geta séð til þess að það séu til staðar göngustígar, hjólastíg- ar eða aðstaða til að stunda einfalda hreyfingu. Það er einnig hægt að gera með því að tryggja að göngu- stígar séu lýstir, hugað sé að hálku- vörnum og fleiru sem snertir sam- félagið. „Sveitarstjórnir á landinu eru því mikilvægir aðilar sem þurfa að átta sig á að búa til aðstæður sem henta til einfaldrar hreyfingar,“ seg- ir hann. Kerfið hér í fararbroddi Að sögn Jóns Steinars er mikilvægt að átta sig á hvað hreyfingarleysi er óhollt og mikill áhættuþáttur. Hann segir það því mikilvægt að koma hreyfingiseðli inn í heilbrigðiskerf- ið, að færa kerfinu þetta verkfæri sem hreyfiseðillinn er. „Sambæri- legt kerfi er í raun til á öllum Norð- urlöndunum og eru Svíar leiðandi í slíkri meðferð. En við lítum svo á að kerfið hér sé jafnvel betra en annars staðar. Við höfum þróað þetta tölvu- forrit og erum í vissum skilningi í fararbroddi í þessari meðferð. Það hefur verið sýnt fram á að hreyfing er áhrifarík og virk meðferð og nú er búið að koma henni inn í heilbrigð- iskerfið.“ Jón Steinar tekur það fram að það taki þó tíma fyrir slíkar nýjungar að festa sig í sessi en meðferðarheldn- in sé góð, því 60 - 70% þeirra sem fá ávísun á hreyfiseðil fylgja áætluninni eftir. „Innleiðing meðferðarinnar er ódýr, með fáar aukaverkanir og geta skjólstæðingar nú lagt sjálfir mikil- vægt lóð á vogarskálina til að bæta heilsu sína og meðhöndla þá sjúk- dóma sem þeir glíma við. Til þess að hreyfiseðillinn nái fótfestu er mikil- vægt að læknar og annað heilbrigð- isstarfsfólk og þeirra skjólstæðingar nýti úrræðið vel,“ segir Jón Steinar Jónsson að endingu. grþ Nú geta læknar skrifað upp á hreyfiseðla í stað lyfseðla. Verkefnisstjórar hreyfiseðilsins ásamt fulltrúum frá HVE á Akranesi. Frá vinstri: Héðinn Jónsson sjúkraþjálfari, Þórir Bergmundsson læknir, Ingibjörg Óskarsdóttir sjúkraþjálfari og Jón Steinar Jónsson læknir. Gistinætur fleiri á hótelum LANDIÐ: Gistinætur á hót- elum í júlí voru 299.300 sem er 5% aukning miðað við júlí 2013. Gistinætur erlendra gesta voru 91% af heildar- fjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 6% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækk- aði um 2%. Flestar gistinætur voru á höfuðborgarsvæðinu, eða um 164.100 sem er 2% aukning miðað við júlí 2013. Næst flestar eru gistinætur á Suðurlandi eða um 50.600 og er aukningin þar um 16% á gistinóttum milli ára fyr- ir júlímánuð. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vest- fjarða voru gistinætur á hótel- um í júlí 19.528 og fjölgaði um 11% frá sama mánuði í fyrra. Á síðustu tólf mánuðum fjölg- aði gistináttum í landhlutan- um um 17%, einungis á Suð- urlandi var meiri fjölgun eða 22%. Þau þjóðerni sem gistu flestar nætur í júlí eru Þjóð- verjar, tæplega 60.000 gisti- nætur, Bandaríkjamenn um 43.400 gistinætur og Bretar 25.400 gistinætur. –mm Svæðisskipulag nú í auglýsinga- ferli SNÆFELLSNES: Svæðis- skipulagsnefnd sveitarfélag- anna á Snæfellsnesi er nú með í auglýsingaferli tillögu að svæðisskipulagi fyrir Snæfells- nes 2014-2026. Í tillögunni er sett fram stefna um byggða- og atvinnuþróun á Snæfellsnesi sem miðar að því að atvinnu- lífið, þekkingargeirinn og samfélagið nýti sér í auknum mæli þau verðmæti sem felast í náttúru- og menningarauði Snæfellsness og að skipulag og mótun byggðar og umhverf- is taki mið af honum. Þannig styrki áætlunin staðaranda og ímynd Snæfellsness og efli at- vinnulíf og byggð á svæðinu. Svæðisskipulagstillagan liggur frammi til sýnis á skrifstofum sveitarfélaganna fimm sem um ræðir og hjá Skipulags- stofnun til og með mánudags- ins 20. október 2014. Tillagan er einnig til sýnis á vefsíðum sveitarfélaganna og á vefnum svaedisgardur.is –mm Vestlendingar í stjórn FRÍ VESTURLAND: Ný stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands var kjörin á þingi sambandsins á Akureyri um helgina. Einar Vilhjálmsson var kjörinn for- maður og aðrir í aðalstjórn eru Jónas Egilsson, Lóa Björk Hallsdóttir, Jón Steingríms- son og Stefán Skafti Stein- ólfsson félagi úr Skipaskaga á Akranesi. Annar Vestlend- ingur var kosinn í varastjórn, Björg Ágústsdóttir í Grundar- firði, en auk hennar eru í vara- stjórninni, Fríða Rún Þórðar- dóttir, Aðalbjörg Hafsteins- dóttir, Ingvar Hlynsson og Lovísa Hreinsdóttir. –þá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.