Skessuhorn


Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 „Sex vikum fyrir brúðkaup bað Bjarni sonur minn mig um að hjálpa sér að lappa upp á bílinn sem hann hann ætlaði að nota sem brúðarbíl. Ég sagði nú við drenginn að hann væri galinn að láta sér detta þetta í hug, svona skömmu fyrir stóra daginn, að gera upp 36 ára gamla ryðhrúgu. En það var engu tauti við hann komandi og þetta hafð- ist þó aðeins væri unnið um helgar og á kvöldin. Tveimur tímum fyrir brúðkaupið voru síðustu skrúfurn- ar settar í.“ Þannig mælist Gunnar Á Gunnarssyni á Felli í Reykholts- dal. Bjarni Benedikt, frumburð- ur Gunnars og Ingibjargar Öddu Konráðsdóttur, býr í Hlíðarkletti, nýlegu húsi á næstu spildu við for- eldra sína, ásamt Vigdísi Sigvalda- dóttur og tveimur börnum þeirra. Síðastliðinn laugardag var svo kom- ið að brúðkaupinu sem fram fór í Reykholtskirkju. Allt stóð þetta á endum og Willys jeppinn frá 1978 var orðinn sem nýr, tveimur tímum áður en kirkjuklukkurnar hringdu. Stoltur faðirinn bætir við: „Þetta verkefni tók örugglega vel á sam- bandið hjá þeim hjónakornum. Úr því að það hélt, er ég afar vongóð- ur um farsælt hjónaband,“ sagði Gunnar Ásgeir. mm Kartöfluuppskeran brást þetta árið í Hraunsmúla í Staðarsveit, en þar er aðal ræktunarstaður á kartöflum á Vesturlandi. Helgi Sigurmonsson bóndi í Hraunsmúla segir að tvennt hafi gert sem orsakaði uppskeru- brestinn. Til að byrja með mik- ið votviðri í maímánuði þar sem áburði skolaði út og arfalyf spilltist. „Þetta leit samt ágætlega út framan af en síðan í júlímánuði gerði fjög- urra daga hvassviðri eins og stund- um gerist hérna í Staðarsveitinni. Þá brotnuðu stilkar og grösin náðu sér aldrei á strik eftir það,“ seg- ir Helgi. Hann telur að uppsker- an núna verði aðeins fimmföld en í venjulegum árum hefur hún ver- ið frá tólfföld upp í átjánföld. Helgi og kona hans Þóra Kristín Magn- úsdóttir hafa lengi stundað kart- öflurækt. „Þetta er nú ekki nema tveir hektarar sem við setjum nið- ur í og svo erum við með horn fyr- ir rófnarækt. Þetta er nú ekki nein stóriðja hjá okkur, en það sem hefur haldið okkur í þessu er að við erum með tryggan markað. Svo er ekk- ert hægt að taka upp þessa dagana vegna veðráttunnar,“ segir Helgi í Hraunsmúla. þá Laxveiðin í Norðlingafljóti hefur ekki verið upp á marga fiska þetta sumarið. Ástæðan er slök endur- koma laxa úr sjó rétt eins og í öðrum ám á Vesturlandi. Norðlingafljót er að vísu ekki náttúruleg laxveiðiá en seiðum sem sleppt var í Hafn- ará í Melasveit, þaðan sem fiskur- inn í Norðlingafljót er upprunninn, hafa að sögn Jóhannesar Sigmars- sonar, eiganda og umsjónarmanns Norðlingafljóts ekki verið að skila sér sem fullvaxnir laxar í gildrurn- ar við Hafnará í sumar. „Laxveiði á öllu Vesturlandi hefur verið frem- ur léleg í sumar og mætti helst kalla núverandi ástand hrun í stað niður- sveiflu. Ástandið í Norðlingafljóti er svona þokkalegt miðað við að- stæður. Það er nú búið að sleppa um 400 löxum í ána sem við sóttum í gildrurnar í Hafnará. Göngurnar voru litlar í sumar eða alveg fram til loka ágústmánaðar en síðan þá hef- ur ástandið verið að batna. Veiðin hefur sömuleiðis verið lítil enda fáir fiskar í ánni en nú er búið að veiða um 250 laxa. Eins árs lax hefur allt- af verið meginstoðin í stofninum á Vesturlandi en sá lax virðist ekki vera að skila sér aftur í árnar eins og áður. Af þessum 400 löxum, sem við höfum fært yfir í ána, sjáum við að um það vil þrjátíu prósent eru tveggja ára laxar. Það er ágæt út- koma þar sem menn eru þá allavega Fjórtán ungmenni á aldrinum 15 til 17 ára frá Danmörku, Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi eru nú í heim- sókn á Akranesi. Ferð þeirra er á vegum Norræna félagsins en ung- mennin komu hingað til lands síð- astliðinn föstudag og lýkur heim- sókninni næstkomandi sunnudag. Að sögn Hjördísar Hjartardóttur, umsjónarmanns hópsins, er heim- sókn sem þessi árleg á vegum Nor- ræna félagsins og er ætlað að efla kynnin á milli ungmenna á Norð- urlöndunum. Í ár var röðin komin að Akranesi en ungmennin koma öll frá vinabæjum Akraness á öðr- um Norðurlöndum. „Ungmenn- in gista í heimahúsum á Akranesi og munu fylgja þéttri dagskrá þar sem farið verður með þau í skoðun- arferðir um Vesturland. Nú þegar hefur verið farið í skoðunarferð um Akranes og Snæfellsnes en morgun, fimmtudag, verður farið í skoðun- arferð um Reykjavík. Á föstudag- inn er förinni síðan heitið í Borg- arfjörð til að skoða Deildartungu- hver, Reykholt og fleiri áhugaverða staði. Þá munu ungmennin fara í klettaklifur og siglingu ef veður leyfir á laugardaginn í boði Björg- unarfélags Akraness,“ segir Hjör- dís um dagskrána sem ungmennin fylgja, en ásamt því sem nefnt hefur verið munu þau halda kynningu um sína heimabæi og hitta önnur ung- menni frá Íslandi á kvöldskemmt- unum í vikunni. jsb Gerðu brúðarbílinn upp sex vikum fyrir stóra daginn Verkinu lauk, brúðkaupið fór fram og hér er stórglæsileg brúðarmynd af Bjarna og Vigdísi með börn sín framan við Willys ársgerð 1978. Ljósm. Kristín Jónsdóttir. Fátt benti til að þessi yrði brúðarbíll sex vikum síðar. Ljósm. gág. Hér er vænlegur varahlutahaugur sem hægt var að ganga í meðan á uppgerðinni stóð. Ljósm. gág. Bændur og aðstoðarfólk í Hraunsmúla að koma með kartöflur af akrinum. Kartöfluuppskeran brást í Hraunsmúla Ungmennin voru í gærmorgun að undirbúa kynningu á sínum heimabæjum. Þær fluttu þau síðar um morguninn í Brekkubæjarskóla á Akranesi. Á myndinni er Hjördís Hjartardóttir lengst til hægri ásamt norrænu ungmennunum. Norræn ungmenni á ferð um Vesturland Veiði í Norðlingafljóti hefur verið léleg í sumar en svo virðist sem lítið af laxi sé að skila sér úr sjó og í allar árnar á Vesturlandi. Á myndinni sést einn af fallegustu veiðistöðum Norðlingafljóts. Lítil veiði í Norðlingafljóti í sumar að fá stærri laxa þótt þeir séu færri. Eftir gott ár í fyrra eru skil á löxum úr sjó því langt undir væntingum í sumar. Ég hefði verið sáttur með svona 700 laxa í áni á þessu tíma- bili. Hins vegar hefur veiðin í sept- ember verið með ágætum og því út- litið ekki eins svart og búist var við fyrr í sumar,“ segir Jóhannes um ástandið í Norðlingafljóti. Breytingar í hafinu lík- legasta skýringin Jóhannes tók við umsjón Norð- lingafljóts af Sigmari föður sínum fyrir um tíu árum en Sigmar hafði þá flutt laxa í ána í yfir tuttugu ár. „Fyrstu tíu árin flutti pabbi fiskinn frá laxeldinu í Lárósi á Snæfellsnesi en síðan fórum við að sleppa seið- um í Hafnará og veiða laxana sem gengu til baka í gildrur og flytja þá yfir í Norðlingafljót. Það er mikil stemning að flytja fiskinn á milli, sérstaklega þegar vel árar. Ég reyni að fara á tveggja til þriggja daga fresti og safna ekki miklum fiski í gildrurnar.“ Jóhannes segist ekki hafa neina haldbæra skýringu á þessu fiskleysi en telur líklegast að einhverjar meiriháttar breytingar séu að eiga sér stað í sjónum við Ís- land. „Hvað veldur því að færri lax- ar eru að skila sér í árnar er ekki gott að segja. Ég heyri auðvitað all- ar kenningar rannsóknarmanna um hvers vegna en það er ómögulegt að segja hvað er rétt í þeim efnum. Árið 2012 vildu menn kenna of litlu vatni í ánum um og nú í sumar of miklu vatni. Ég held að vandamálið hljóti að vera mun stærra og tengist breytingum í hafinu.“ Laxinn að skila sér seinna en vanalega „Um daginn hélt ég að göngurnar væru svo gott sem búnar og sumar- ið hálfpartinn ónýtt. Þá kom stærsta ganga sumarsins í lok ágúst sem er mánuði seinna en vanalega. Síðan þá hefur verið þokkalegur gangur. Næstu verkefni eru svo að þrauka fram á vertíðarlok sem verða von- andi ekki fyrr en í lok septem- ber. Það fer eftir veðrinu hvenær við lokum þar sem það þykir ekki gott að veiða lax ef það er t.d. far- ið að snjóa mikið. Þá er ekkert að gera nema draga gildrurnar á þurrt, pakka saman og bíða fram á næsta sumar sem verður vonandi betra en þetta,“ segir Jóhannes að endingu í samtali við Skessuhorn. jsb

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.