Skessuhorn


Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 Hvert er þitt eftirlætis bakkelsi? Spurning vikunnar (Spurt í Geirabakaríi í Borgarnesi) Sigurpáll Árnason Karamellustykki, alveg eins og ég var að panta mér. Aðalheiður Alfreðsdóttir Ástarpungar, stoppa alltaf í Geirabakaríi og fæ mér ástap- unga þegar ég á leið hjá. Þeir eru alveg eins og hjá ömmu í gamla daga. Sigrún Bára Gautadóttir Beikonbræðingurinn hjá Geira. Aníta Rún Óskarsdóttir Ostahornið í Geirabakaríi. Gylfi Jónsson Vínarbrauð og heitt súkkulaði með rjóma. Leikfélag Menntaskóla Borgar- fjarðar hefur tekið upp nýtt nafn; Sv1. Er leikfélagið nefnt eft- ir Sveini Magnúsi Eiðssyni leik- ara, sem gjarnan skrifaði eigið nafn með þessum hætti. Sveinn fæddist í Miklaholtshreppi árið 1942 en flutt- ist til Borgarness árið 1960 þar sem hann tók svo virkan þátt í leiklistar- starfi Ungmennafélags Skallagríms. Í framhaldi af því varð Sveinn síð- ar farsæll leikari og lék meðal ann- ars í nokkrum kvikmyndum Hrafns Gunnlaugssonar. Hans eftirminni- legasta hlutverk er án efa hlutverk hans sem kaupamaður í Óðali feðr- anna frá árinu 1980. Blaðamað- ur Skessuhorns hitti Rúnar Gísla- son, nýskipaðan formanns Sv1, og ræddi við hann um nafnið og leik- félagið. „Leikfélag nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar var ein- faldlega of langt og óþjált nafn. Við héldum því nafnakeppni á Facebo- ok-síðu félagsins í þeirri von um að finna betra nafn. Ragnar Gunn- arsson, leikari í Leikdeild Skalla- gríms, stakk upp á að skýra það Sv1 sem var einskonar óformlegt lista- mannsnafn Sveins heitins. Okk- ur í stjórn leikfélagsins fannst það alveg tilvalið nafn þar sem Sveinn var mjög hæfileikaríkur leikari en einnig var hann mjög ljúfur maður sem jafnframt ögraði samfélaginu á sinn hátt. Viðbrögðin við nafn- inu hafa verið mjög jákvæð og það virðist sem að allir í sveitarfélaginu eigi enn einhvern hlut í Sveini Eiðssyni,“ segir Rúnar um tildrög nafnsins. Er alvöru leikfélag Rúnar segir að Sv1 sé alvöru leik- félag og því skipti máli að það sé sýnilegt og aðgengilegt öllum sem vilji taka þátt. „Við verðum að vera sýnileg og áberandi. Þar tel ég að nafnið á leikfélaginu skipti miklu máli. Nafnið þarf að gefa til kynna að við séum að þessu af fullri al- vöru. Félagið er nú í Leiklistar- sambandi Íslands og við munum eins og fyrri ár fá til okkar dans- og söngkennara auk þess sem við viljum fá reyndan og góðan leik- stjóra til liðs við okkur. Nú þegar hefur verið rætt við þekktan leik- stjóra fyrir komandi leiksýningu og mun hann svara okkur á næstu dögum. Fyrir fjórum árum var sett upp verkið Mannsins myrka hlið sem var frumsamið verk af félögum í leikfélaginu og Bjarti Guðmundssyni leikstjóra. Sú sýn- ing var með eindæmum vinsæl og vakti mikla athygli. Síðan hef- ur leikfélagið verið að sækja í sig veðrið. Á hverri sýningu þurfa að vera allt að tuttugu manns í nánast fullu starfi á meðan æfingar, upp- setning og sýningar fara fram. Það getur því oft verið erfitt að púsla saman skóla, vinnu og setja upp alvöru sýningu eins og við höfum verið að gera. Hins vegar finnum við fyrir miklum áhuga hjá nem- endum og íbúum í sveitarfélaginu. Á nýafstöðnum stjórnarfundi fyr- ir komandi skólaár mættu sem dæmi yfir tuttugu nemendur svo að áhuginn er svo sannarlega til staðar,“ segir Rúnar. Nýta samfélagsmiðla betur til að vekja athygli Eins og áður hefur komið fram, hefur mikil vinna farið í að gera leikfélagið sýnilegra og hlutverk nýja nafnsins spilað þar stórt hlut- verk. Þau í stjórn Sv1 hafa ráð- ist í að nýta samfélagvefi betur. „Virknin á netinu hefur verið lít- il hingað til. Strax og við hófum að nota nýja nafnið höfum við ver- ið að vinna mikið í að gera leik- félagið enn sýnilegra. Meðal ann- ars með að stofna Facebook-síðu með nýja nafninu en auk þess sem við erum nú á Snapchat og Instag- ram. Það skiptir svo miklu máli að virkja sem flesta og fá sem flesta til að hjálpa okkur. Í okkar félagi eru allir velkomnir og við höfum á síðustu árum verið dugleg að fá til okkar nemendur af öllum braut- um skólans. Sem dæmi var einn japanskur skiptinemi sem lék jap- anskan blómasala í Litlu Hryll- ingsbúðinni hjá okkur fyrir nokkr- um árum og tókst mjög vel til. Þá hafa nemendur á starfsbraut einn- ig gert góða hluti í sýningum hjá okkur. Það er mikilvægt að félagið verði ekki einhver lokuð klíka,“ segir Rúnar. Sýningar verða fyrir áramót „Það þarf að hafa fyrir því að skapa réttu stemninguna og finna heppi- lega tímasetningu. Við viljum sem dæmi ekki keppa um áhorfend- ur við Leikfélag Skallagríms og því stefnum við á að okkar sýning verði fyrir áramót þar sem þeirra er alltaf eftir áramót. Þá viljum við heldur ekki að nemendur þurfi að bæta ofan á allt annað próflestri og verkefnaskilum á meðan vinnan við sýninguna stendur sem hæst. Þess vegna stefnum við á að sýn- ingar hefjist um miðjan nóvem- ber. Þetta er langt og strangt ferli en ég er sannfærður um að allt eigi eftir að ganga vel,“ segir Rún- ar en áheyrnarprufur munu hefjast núna í september og hvetur hann alla sem hafa áhuga á að taka átt þátt í sýningunni að fylgjast vel með. „Við erum spennt að hrópa nýja nafnið og kynna leikfélag- ið. Áfram menningarlíf í Borgar- byggð,“ segir Rúnar formaður Sv1 að lokum. jsb Sverrismótið var haldið í fjórða sinn á Hvanneyri um helgina. Mótið er haldið til minningar um mætan félaga í ungmennafélaginu Íslendingi, Hvanneyringinn og knatt- spyrnuþjálfarann Sverri Heiðar Júlíusson sem lést langt um aldur fram árið 2009. Sextán lið voru skráð til keppni í öllum aldursflokkum en létt er jafnan yfir mótinu og aðalmarkmiðið að hafa gaman. Góð stemning myndaðist og lét fólk smá rigningu ekki hafa nein áhrif á sig, að sögn Helgu J. Svavarsdóttur sem tók einnig nokkrar myndirnar á mótinu. þá Sverrismótið á Hvanneyri í fjórða sinn Rúnar Gíslason, formaður Sv1. Leikfélag nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar nefnt Sv1

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.