Skessuhorn


Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 Skógræktarfélag Íslands Skagaströnd Blönduós Hvammstangi Stykkishólmur Búðardalur Grundarfjörður Akranes Höfuðborgarsvæðið Hólmavík Bíldudalur Tálknafjörður Borgarnes Varmaland ARNARHOLT Bifröst Lerkið í Lundinum Tré ársins ���� Skógræktarfélag Íslands og Arion banki standa að vali á Tré ársins og að þessu sinni hefur lerki í landi Arnarholts í Borgarbyggð orðið fyrir valinu. Af því tilefni langar okkur til þess að bjóða þér/ykkur að vera viðstödd formlega athöfn sem haldin verður í Arnarholti sunnudaginn ��. september kl. ��.��. Boðið er upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá ásamt sveitakaffi að hætti Borgfirðinga. Skipavík ehf Stykkishólmi óskar eftir járniðnaðarmönnum Vélfræðing Stálsmiði Vélvirkja Menn vönum járnsmíði Trésmiðum eða mönnum vönum trésmíði Skipavík rekur dráttarbraut og sinnir allri almennri járnavinnu m.a. fyrir sjávarútveg og stóriðju. Einnig sinnir Skipavík byggingarverktöku ofl. Umsóknir sendist á netfangið skipavik@skipavik.is eða Skipavík, Nesvegi 20 , 340 Stykkishólmi. Upplýsingar gefur framkvæmdarstjóri í síma 430-1400. SK ES SU H O R N 2 01 4 Söngkonan Sesselja Magnúsdótt- ir, eða Sessý eins og hún er jafnan kölluð, mun halda níu vikna söng- námskeið fyrir börn í Borgarnesi í haust. Fyrsti kennsludagur verður laugardagurinn 20. september og verður námskeiðið haldið í félags- miðstöðinni Óðali. Sessý rekur söngskólann Hjá Sessý í Reykja- vík og hefur margra ára reynslu af kennslu. „Ég kenndi í mörg ár við Söngskóla Maríu Bjarkar en ákvað síðastliðið haust að halda nám- skeið á eigin vegum, með öðrum áherslum,“ segir hún. Þetta er í fyrsta sinn sem Sessý heldur nám- skeið á landsbyggðinni. Hún seg- ist alltaf hafa langað til þess og nú sé hún að koma því í kring í fyrsta sinn. „Ég er ættuð úr Borgarnesi og ber taugar þangað, þess vegna ákvað ég að bjóða upp á námskeið þar,“ segir hún en amma hennar og nafna er fædd og uppalin í Borgar- nesi. Aðalmarkmiðið er að auka sjálfstraustið Á námskeiðinu munu börnin læra ýmislegt sem tengist söng og fram- komu. Verkfærið er söngurinn og markmiðið er vellíðan, sjálfs- styrking og framfarir söngvarans. „Krakkarnir vinna í að koma fram. Þau læra að syngja í hljóðnema og tala fyrir framan fólk, kynna sig og fleira. Þau æfa sig einnig í túlkun og fleiri almennum atriðum sem tengj- ast tónlistinni. Rauði þráðurinn er samt sá að þau auka við sjálfstraust- ið. Það er hið raunverulega mark- mið með námskeiðinu, þó þau séu að æfa söng og sviðsframkomu.“ Námskeiðið endar á svokölluðum söngfundi, sem eru lokatónleikar. Þar fá börnin tækifæri til að sýna sínum nánustu það sem þau hafa lært á námskeiðinu. „Þau fá einnig að koma fram á miðju námskeiðinu. Ég hef haft þann háttinn á að fara á dvalarheimili þar sem börnin gleðja aðra og æfa sig í að koma fram. Svo fá þau að auki tækifæri til að taka sönginn upp á geisladisk, gegn smá viðbótarkostnaði,“ segir Sessý. Sessý er söngkona með yfir fimm- tán ára reynslu í að koma fram. Hún tók þátt í fyrstu Idol stjörnu- leitinni og komst þar í úrslit. Hún hefur sungið opinberlega við ýmis tilefni, verið í dúettum og hljóm- sveitum. Þá gaf hún út geisladisk- inn Móðir og barn ásamt gítarleik- aranum Friðriki Karlssyni, sem er slökunar- og vögguvísudiskur. Þeir sem hafa áhuga á námskeiðinu geta haft samband við Sesselju á net- fangið sessynet@gmail.com Einn- ig er hægt að skoða Facebook síð- una Hjá Sessý. grþ Hulda Margrét Ragnarsdóttir syngur af mikilli innlifun í Söngskóla Sessýjar. Heldur söngnámskeið fyrir börn í Borgarnesi Sessý ásamt ungum stúlkum frá Akranesi. Frá vinstri: Birta, Sessý, Edda Ingibjörg og Ragna Benedikta. bifrost.is Háskólinn á Bifröst óskar eftir að ráða aðstoðarfólk við yfirsetu prófa. Aðstoðarfólk óskast við Háskólann á Bifröst • Í starfinu felst að sitja yfir nemendum í prófi og sjá til þess að prófareglum sé fylgt eftir. Helstu verkefni • Umsóknarfrestur er til 1. október. Nánari upplýsingar gefur Sandra Björk Jóhannsdóttir prófstjóri, sími: 899 8242, netfang: profstjori@bifrost.is Aðrar upplýsingar Hæfniskröfur • Stundvísi, jákvæðni, hæfni í mannlegum samskiptum og heiðarleiki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.