Skessuhorn


Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Knattspyrnufélagið Kári frá Akra- nesi sigraði KFS frá Vestmanna- eyjum með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í undanúr- slitum í úrslitakeppni fjórðu deild- arinnar á laugardaginn. Var þetta fyrri leikur liðanna af tveimur en leikurinn fór fram á Týsvellinum í Eyjum. Það voru Eyjamenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins þegar tæplega stundarfjórðungur var lið- inn af leiknum. Fjalar Örn Sigurðs- son jafnaði síðan metin fyrir Kára- menn fimm mínútum síðar. Stað- an var jöfn í hálfleik en þegar síð- ari hálfleikur var rúmlega hálfnað- ur skoraði Guðlaugur Þór Brands- son annað mark Káramanna. Þeir héldu síðan forystunni þar til flaut- að var til leiksloka og eru því með pálmann í höndunum fyrir síðari leik liðanna á Akranesi. Þar þarf KFS að sigra með tveimur mörkum eða meiru til að vinna í viðureign- inni. Ef Káramönnum tekst hins vegar að ná hagstæðari úrslitum en tveggja marka tapi, tryggja þeir sér sæti í þriðju deildinni á næstu leik- tíð og munu spila til úrslita í fjórðu deildinni. Þar munu þeir þá mæta annað hvort Þrótti frá Vogum eða Álftanesi. Síðari leikur Kára og KFS verð- ur í dag, miðvikudag klukkan 16:30 í Akraneshöllinni. jsb Grundarfjörður hefur heldur ver- ið að gefa eftir í þriðju deildinni að undanförnu, enda að litlu að keppa. Liðið var öruggt með sæti sitt í deildinni þegar það mætti Hetti frá Egilsstöðum á Grundarfjarðar- velli síðasta laugardag. Mikill vind- ur var og aðstæður til knattspyrnu- iðkunar ekki eins og best verður á kosið. Einhver misskilningur var í herbúðum Hattar en þeir mættu með hvíta búninga sem er sami lit- ur og heimamenn prýðast og því þurftu þeir að fá lánaða búninga hjá Grundfirðingum. Höttur gat með sigri í þessum leik skotist á toppinn í þriðju deildinni en þeir voru þeg- ar búnir að tryggja sæti sitt í annarri deild að ári. Heimamenn byrjuðu með vind- inn í bakið og á 11. mínútu skoraði Almar Viðarsson gott mark. Aðeins tíu mínútum síðar skoraði Danij- el Smiljkovic og kom Grundfirð- ingum í 2-0 en gestirnir minnkuðu þó muninn á 41. mínútu og stað- an því 2-1 í hálfleik heimamönnum í vil. Í síðari hálfleik snerist dæm- ið svo við því Höttur lék með vind- inn í bakið. Grundfirðingar vörðust vel gegn gestunum og vindinum og það gekk ágætlega allt þar til á 76. mínútu þegar Hattarmenn jöfnuðu metin. Grundfirðingar tóku miðju og geystust í sókn sem endaði með því að Almar Viðarsson átti gott skot sem hafnaði í stönginni. Að- eins fimm mínútum síðar skoraði Höttur svo aftur og tryggðu sér 3-2 sigur og tylltu sér með því í topp- sætið í þriðju deildinni. Grund- firðingar sitja í sjöunda sæti deild- arinnar og eiga einn heimaleik eft- ir næsta laugardag gegn Hamars- mönnum sem féllu í fjórðu deild fyrir þónokkru síðan. tfk Skagastúlkur töp- uðu tveimur leikj- um í Pepsídeildinni í vikunni sem leið. Fyrst þegar ná- grannarnir úr Aft- ureldingu komu í heimsókn á Akra- nesvöll síðasta mið- vikudag. Lokatöl- ur urðu 3:0. Seinni leikurinn var á sunnudaginn úti í Eyjum og töpuðu þær gulklæddu þar 5:0. Skagastúlk- ur sitja á botni deildarinnar með aðeins eitt stig. Liðið er því fallið í 1. deild. þá Nú styttist í upphaf körfuknatt- leikstímabilsins í Dominos deild karla. Skallagrímur í Borgarnesi hefur undanfarnar vikur verið að styrkja liðið og samið við leikmenn fyrir tímabilið. Í síðasta tölublaði sögðum við frá því að búið væri að skrifa undir samning við Ármann Örn Vilbergsson. Þá hefur bróðir hans og stórskyttan Páll Axel einn- ig endurnýjað samning sinn við úr- valsdeildarliðið og munar sann- arlega um minna. Á síðasta tíma- bili skoraði Páll Axel 22,2 stig að meðaltali í leik og tók 7,2 fráköst. Nýverið var skrifað undir samning við Hvanneyringinn öfluga, Davíð Guðmundsson. Þrátt fyrir að vera einungis tvítugur að aldri er Dav- íð búinn að spila með liðinu í fimm tímabil. Þá hefur deildin gengið frá samningi við bandaríska leikmann- inn Tracy Smith Jr. um að leika með úrvalsdeildarliði félagsins á kom- andi leiktíð. Tracy lék með Njarð- víkingum á síðustu leiktíð og skor- aði 21,8 stig að meðaltali í leik og tók að meðaltali 12,9 frákast. Fyrr í sumar var ljóst að fyrrum leikmað- ur Tindastóls og Breiðabliks, Sig- tryggur Arnar Björnsson myndi spila með Skallagrími, en hann hef- ur undanfarin ár spilað með kanad- ísku liði þar sem hann var í námi. Loks má geta þess að í júní í sumar var samið við þá Egil Egilsson, Atla Aðalsteinsson og Kristján Ómars- son um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Af þessu má ljóst vera að Skallagrímur er vel búinn mannskap, bæði ungum og reynslu- meiri leikmönnum fyrir komandi átök. mm Nú fer tímabilinu senn að ljúka hjá Snæfellsnessamstarfinu í fótbolta. „Árangurinn hefur verið góður og uppskeran drjúg. En þrátt fyrir lok tímabils heldur starfsemin áfram. Nú í september færast þeir upp um flokk sem voru á eldra ári í sumar og nýir iðkendur koma vonandi inn og vetrarstarfið fer í gang,“ segir í fréttatilkynningu frá samstarfinu. „Á bak við tjöldin er unnið mikið starf og til að halda því starfi gang- andi þarf að koma til fjármagn. Að- ildarfélögin taka að miklum hluta reksturinn á sig en eitthvað verður þó að koma frá íbúum og fyrirtækj- um á svæðinu í formi styrkja. Um aðra helgi, dagana 13.-14. septem- ber, ætla allir flokkar hjá Snæfells- nessamstarfinu að taka þátt í mara- þonfótbolta. Krakkarnir ætla að spila knattspyrnu í íþróttahúsinu í Snæfellsbæ í 24 klukkutíma. Mara- þonið hefst strax að loknum heima- leik hjá meistaraflokki karla hjá Vík- ingi. Á næstu dögum munu krakk- arnir því banka uppá og bjóða fólki að heita á þau, mig langar að biðja ykkur að taka vel á móti krökkun- um. Ef einhvern langar að styrkja starfið en hefur ekki fengið neinn í heimsókn er hægt að hafa samband með tölvupósti freydis@fsn.is Með fyrirfram þökkum og Áfram Snæfellsnes,“ segir að lokum í til- kynningu sem Freydís Bjarnadóttir skrifar undir, f.h. samstarfsins. mm Snæfellsnes átti annað utanbæjar- liðið af tveimur í átta liða úrslit- um hjá 4. flokki karla. Strákarnir í 4. flokki hafa staðið sig vel í sumar. Ásamt því að fara á Gothia Cup í Svíþjóð spiluðu þeir í C-riðli A-liða á Íslandsmótinu og unnu níu af tíu leikjum sínum þar. Komust þeir í átta liða úrslit sem er frábær árang- ur. Þar spiluðu þeir við Breiðablik 1 og 2 og Fram. Gerðu þeir marka- laust jafntefli við Breiðablik 2 en töpuðu fyrir Fram og Breiðabliki. Í hinum riðlinum voru Stjarnan, Keflavík, Víkingur R. og Fjarða- byggð/Leiknir. Þarna eru greini- lega á ferðinni flottir strákar með framtíðina fyrir sér. þa Víkingur frá Ólafsvík mætti BÍ/Bolungarvík síðasta laugardag þeg- ar liðin mættust í tuttug- ustu umferð fyrstu deild- ar karla í knattspyrnu á Torfanes- vellinum á Ísafirði. Ljóst var fyr- ir leikinn að Víkingsmenn ættu ekki lengur möguleika á að komast upp í úrvalsdeild að nýju þar sem bæði Skagamenn og Leiknir R. unnu sína leiki á fimmtudaginn og tryggðu sér um leið sæti í úrvals- deild á næstu leiktíð. Heimamenn í BÍ/Bolungarvík voru hins vegar að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og stig í leiknum gat tryggt þeim áframhaldandi veru í fyrstu deild- inni á næstu leiktíð. Þó meira hefði verið undir hjá öðru liðinu var leikurinn var mikill baráttuleikur. Það voru heimamenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Allt leit út fyrir sigur Vestfirðing- anna þar til komið var að lokakafla leiksins. Á 84. mínútu skoraði Steinar Már Ragnarsson fyrir Vík- ing Ó. og tryggði sínu liði jafnt- efli á erfiðum útivelli. Liðin skiptu því stigunum á milli sín en úrslit- in breyttu litlu fyrir Víkingsmenn. Stigið dugði þó BÍ/Bolungarvík til að gulltryggja veru sína í fyrstu deild á næsta tímabili en liðið er nú sjö stigum á undan KV sem er í næstneðsta sæti þegar tvær um- ferðir eru eftir. Næsti leikur Víkings Ó. er gegn KV á Ólafsvíkurvelli á laugardag- inn klukkan 14. jsb Snæfellsstrákarnir stóðu sig vel Úr leik Einherja og Snæfellsness í sumar. Snæfellsnessamstarfið spilar maraþonfótbolta til fjáröflunar Barátta á miðjunni í leik ÍA og Aftureldingar Skagakonur fallnar í fyrstu deild Víkingur Ó. náði í stig rétt undir lokin Rok og loks vonbrigði í Grundarfirði Kári með annan fótinn í þriðju deildinni Egill Egilsson er hér með boltann í leik Skallagríms við Snæfell í fyrravetur. Skallagrímur styrkir liðið fyrir næstu leiktíð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.