Skessuhorn


Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 „Ég var búinn að fá 105 tonn þegar veiðarnar voru stöðvaðar. Jú, jú, ég var sáttur við það. Takmarkið fyrir vertíðina var að ná 100 tonnum og það hafðist,“ segir Magnús Emanú- elsson skipstjóri og útgerðarmað- ur á Manga á Búðum SH 85. Nú í sumar reri hann sína þriðju sumar- vertíð á báti sínum. Sjálfum reikn- ast honum til að hann sé um það bil tuttugasti aflahæsti makrílbátur- inn í smábátaflotanum á landsvísu á þessari vertíð. Þessi árangur vekur athygli þar sem Magnús var einn á báti sínum alla vertíðina. Sömuleið- is notar hann ekki nýmóðins fisk- leitartæki eins og sónar til að finna fisk. Í staðinn les hann í náttúruna, fylgist með hegðun fugla og leitar uppi átuflekki og straumaskil. Hefði viljað veiða meira Fyrsta vertíð Magnúsar á makríln- um var sumarið 2011. Þá strax gekk honum vel að fiska þó bæði fiskteg- und og veiðitækni væri framandi. „Ég veiddi 90 tonn sumarið 2011 og það sama 2012. Núna fór ég svo yfir 100 tonnin.“ Magnús segir að hann sé bæði sáttur og ekki sáttur við að veiðar hafi verið stöðvað- ar nú. „Það hefði verið fínt að geta haldið áfram að veiða. Ég var ekk- ert búinn að fá nóg, hefði alveg vilj- að fá 20 til 30 tonn í viðbót. Það er enn mjög mikið af makríl hér við Snæfellsnes þó veiðar hafi ver- ið stöðvaðar. Málið er að ástandið í sjónum núna er svo mikið öðru- vísi en undanfarin ár. Hann er svo hlýr. Núna er hann 12 gráðu heit- ur hér en var níu gráður á sama tíma í fyrra. Makríllinn mun hanga hér við Snæfellsnesið nú í haust á meðan hann hefur æti og það ger- ir ekki norðanhret með tilheyrandi kulda.“ Makríllinn mjög vænn í ár Skilyrðin í sjónum voru að sögn Magnúsar um margt óvenjuleg nú í sumar. „Það var miklu meiri áta í sjónum núna. Hann hlýnaði svo mikið fyrr í vor en til að mynda í fyrra. Þá voru þrálátar norðaust- anáttir sem ýttu hlýsjónum frá land- inu. Þá safnaðist makríllin meira í straumaskilum þar sem var áta. Í ár voru vindáttir ekki svona að norð- austan eins og í fyrra. Þar með var hlýrra og átan kviknaði fyrr. Það var hellings æti í Faxaflóanum og hér í Jökuldýpinu í júní og byrjun júlí. Makríllin kom í þetta. Við höf- um svo séð að makríllinn hefur ver- ið miklu stærri og betur á sig kom- inn nú í sumar heldur en árin áður vegna þess að hann hefur haft svo mikið æti. Nú í restina þegar við vorum að veiðum í lok ágúst og byrjun september vorum við bara að veiða feitan og stóran makríl.” Horfir á fugla og strauma Við víkjum spjallinu að því að Magnús notast lítt við nútíma fisk- leitartæki á sínum veiðum. „Nei, ég nota engan sónar. Er bara með gamlan dýptarmæli um borð sem greinir reyndar makrílinn ágætlega þegar ég er yfir honum. Annars horfi ég á fuglinn, bæði svartbak- ana, kríurnar og sendlingana. Það bregst mjög sjaldan að þar sem eru 50 til 100 sendlingar þar er mak- ríll. Svo veltur þetta líka á því að leita uppi straumaskil og átukekki. Annars er ég mikið að spá í að fá mér sónar fyrir næsta sumar. Samt er þetta nú þannig að maður þarf að hafa í sér veiðieðlið til að þetta gangi. Tækin ein og sér skera ekki úr um það hvort menn fiski eða ekki.“ Magnús dregur ekki dul á að makrílveiðarnar hafi gefið ágætlega af sér og veiti ekki af því hann eigi engar aflaheimildir. „Ég er kvóta- laus svo þetta er lífsbjörgin. Nú tekur bara við eitthvað hark. Lík- lega fer ég á línuveiðar á báti fyrir annan mann sem á smá kvóta.“ Tegund sem ekki er á förum Makrílveiðarnar eru mikil þolin- mæðisvinna og dagarnir geta orð- ið langir. „Ég fór yfirleitt út milli klukkan sjö og átta á morgnana en reyndi að vera kominn inn aftur á sama tíma að kveldi. Það þýðir ekki að sprengja sig á þessum veiðum. Ég var heldur ekki mikið á flakki, hvorki nú í sumar né á fyrri vertíð- um. Ég hef bara haldið mig hér við Snæfellsnesið. Ef það er ekki mak- ríll hér þá er hann hvergi við land- ið. Hér við Snæfellsnes eru skilyrð- in ákaflega góð fyrir makrílinn. En sumarfríið er fyrir bí ef maður ætlar á þessar veiðar og maður var orðinn frekar lúinn í restina. Ég er rétt að ná krafti núna aftur, þremur dögum eftir að veiðarnar voru stoppaðar,“ segir Magnús og hlær við. Hann hefur stundað sjóinn all- an sinn starfsaldur og mest á smá- bátum. Þessi reyndi sjómaður telur að makríllinn sé ekkert á förum úr íslenskri landhelgi. „Hann kemur aftur á meðan sjórinn fer ekki nið- ur fyrir níu gráður. Ég sé það ekki gerast á næstu árum hið minnsta. Frekar að þessi fiskur verði stað- bundinn hér um slóðir.“ Fiskur sem eirir engu Magnús segir engan vafa leika á því að makríllin hafi gífurleg áhrif á lífríkið í hafinu og við strönd- ina. „Hann eltir mikið uppi það sem við sjómenn köllum agga- mor en það er smásílið. Þetta étur hann frá fuglinum. Ég sá til dæm- is mjög lítið af kríuungum í sumar. Makríllin þurrkaði upp allt æti frá þeim þegar hann kom í júlí. Í byrj- un þess mánaðar veiddi ég makríl á Stapavíkinni. Þar var hann fullur af aggamori. Sonur minn fór nokkra daga í sumar til Keflavíkur þar sem hann var með bát héðan úr Ólafs- vík á makrílveiðum. Þar lenti hann í makríl sem var í aggamori. Makríll- in stökk eins og lax uppúr sjónum á eftir sílinu. Slíkur var atgangur- inn. Þetta er svo sprettharður rán- fiskur að engar aðrar fisktegund- ir geta synt undan honum. Annað dæmi sem ég veit um þetta er að ég frétti af mönnum sem voru að veiða makríl á stöng frá klettum við Stykkishólm. Þar var hann úttroð- inn af grásleppuseiðum. Makríllinn eirir engu,“ segir Magnús Emanú- elsson frá Ólafsvík. mþh/ Ljósm. af. Frumlegt listaverk eftir Bjarna Þór Bjarnason listamann á Akranesi var boðið til sölu á sjávarréttakvöldi ÍA sem haldið var síðastliðið föstudags- kvöld. Listaverkið er mót af spor- um kvennaliðs meistaraflokks ÍA sem tekið var á Langasandi nýver- ið. Það var Rannveig Benedikts- dóttir, eða Púsla eins og hún er jafn- an kölluð, sem fór til Bjarna fyr- ir skömmu með hugmynd að lista- verki. Hugmyndina fékk Púsla eft- ir lestur Skessuhorns í sumar. Þar sá hún mynd af handaförum grunn- skólabarna á Snæfellsnesi. Þau Púsla og Bjarni útfærðu svo hugmyndina frá því að vera málning á striga yfir í að vera mót af tám Skagastúlknanna á Langasandi unnin í gifs/sand. Verkið vann Bjarni Þór þannig að stúlkurnar í ÍA mættu á sandinn þar sem þær stigu berfættar á afmark- aðan reit sem Bjarni hafði útbú- ið og hellti svo gifsi yfir svo úr varð listaverkið. „Það er gaman að hafa Langasand í verkinu því þar æfðu Skagamenn fótbolta á árum áður. Stelpurnar stigu misfast í sandinn og því má sjá mismunandi persónu- einkenni þeirra í sporunum,“ segir Bjarni en hann og Ásta Alfreðsdóttir kona hans fögnuðu einnig ellefu ára brúðkaupsafmæli þennan sama dag og verkið varð til og að sögn Ástu, 20 ára „fyrstakoss“ afmæli. Ásamt Langasandsverkinu gaf Bjarni Þór tvö málverk sem boðin voru upp á sjávarréttakvöldinu. Þá er vert að geta þess að Bjarni Þór hefur í yfir tuttugu ár gefið um fimm listaverk á ári til ÍA og hafa þau ávallt selst fyr- ir háar fjárhæðir. jsb Jón Einarsson starfar sem mat- sveinn á Saxhamri SH ásamt því að stunda handfæraveiðar á sumr- in. Nýverið festi Jón kaup á nýjum Sómabát. Báturinn var smíðaður í Reykjanesbæ árið 2012 og er tals- vert öflugri en báturinn sem Jón átti fyrir, en sá bátur var orðinn 30 ára gamall. Jón segir í samtali við Skessuhorn að ástæðan fyrir þess- um kaupum sé að fá öflugri bát sem er dekkaður og vel búinn tækjum og gangmeiri. 330 hestafla Volvo vél er í þessum báti sem auk þess er með hliðarskrúfu. „Það er stund- um langt að sækja á miðin og því er ég tölvuvert fljótari í förum. Ég fór með gamla bátinn á Ísafjörð og tók ferðin á honum sjö tíma. Þegar ég kom heim á nýja bátnum tók hún aðeins fimm tíma.“ Jón segist hafa fengið skak bakt- eríuna árið 1980 þegar hann fékk sinn fyrsta bát. Hann sé ekki enn laus við þessa þrálátu bakteríu. Hann bætir við að þessi nýi bátur sé sá níundi sem hann eignast. Mun báturinn fá nafnið Glaumur eins og hans fyrri bátar. af Makríllinn eirir engu. Aflaði vel af makríl með því að veðja á veiðieðlið og að lesa í náttúruna Magnús Emanúelsson á bát sínum Manga á Búðum við Ólafsvík síðasta daginn áður en markílveiðar smábáta voru stöðvaðar í lok síðustu viku. Hann var í mok- veiði fram til loka. Níundi Glaumur Jóns Mót af tám Skagakvenna boðin til sölu Hér sést Bjarni við listaverkið en auk móta af tám stúlknanna sést bunga frá sandinum sem Bjarni vill kalla Bárðarbungu í tilefni þess að gosið í nágrenni hennar hófst um það leyti sem gifsið var að þorna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.