Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2014 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & smur, Nesvegi 5 Fimmtudaginn 9. október Föstudaginn 10. október Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 438 – 1385 SKE S S U H O R N 2 01 4 Fyrsti liður vetrardagskrár Snorra- stofu, minningarfyrirlestur Torfa H. Tulinius á dánardegi Snorra Sturlusonar, er þegar um garð genginn eins og fram hefur kom- ið og nú styttist óðum í tvo næstu viðburði stofnunarinnar. Hinn fyrri er námskeiðið, Ris og hnig í hamingju Snorra Sturlusonar, sem hefst mánudaginn 6. október. Það eru Snorrastofa, Landnámssetrið í Borgarnesi og Símenntunarmið- stöðin á Vesturlandi sem standa saman að því. Efni kvöldsins verð- ur „Uppruni Snorra og æska“ og er það Óskar Guðmundsson rithöf- undur í Véum sem leiðir öll kvöld vetrarins, sex talsins. Eins og undan- farna vetur verða námskeiðskvöldin haldin til skiptis í Landnámssetrinu í Borgarnesi og Snorrastofu í Reyk- holti. Fyrsta kvöldið verður í Land- námssetrinu og hefst kl. 20. Skrán- ing fer fram hjá Símenntunarmið- stöð Vesturlands og hægt er að skrá sig á stök kvöld í vetur með litlum fyrirvara, en það er nýbreytni. Kátt á Hvítárbakka Þriðjudagskvöldið 7. október kl. 20:30 væntir Snorrastofa góðr- ar heimsóknar Jakobs Frímanns Magnússonar framkvæmdastjóra Miðborgar Reykjavíkur, sem heldur fyrirlestur í Bókhlöðunni, sem hann nefnir, Kátt var á Hvítárbakka. Jak- ob er sonarsonur hjónanna Ragn- heiðar Magnúsdóttur frá Gilsbakka og Guðmundar Jónssonar hrepp- stjóra og oddvita á Hvítárbakka sem lést þegar Jakob var barn- ungur. Ragnheiður lést árið 1981. Hann rifjar upp dvöl sína hjá afa og ömmu, skrautlegt mannlíf á fjöl- mennu Hvítárbakkabýlinu sem Jón föðurbróðir hans tók við og segir frá heimilislífi og búskaparháttum. Litríkir sveitungar úr Bæjarsveit koma við sögu. Organsláttir í Hvít- árbakkastofu, töðugjöld og hlöðu- böll, fóðurblanda, hrossarækt, sæð- ingar, bílífi og biblíulestur er með- al þess sem tæpt verður á í mynd- skreyttu erindi sem blandað verður kveðskap og söng við alþýðuskap. Fyrirlestrar úr héraði Fyrirlestur Jakobs Frímanns er hluti af fyrirlestraröðinni, Fyrir- lestrar í héraði, sem Snorrastofa býður til að meðaltali einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og að honum loknum verða kaffiveiting- ar og umræður. Aðgangseyrir er 500 krónur. Jakob Frímann hefur um árabil sinnt störfum á akri tón- listarinnar en jafnframt verið fram- kvæmdastjóri Miðborgarinnar okk- ar síðan 2009. Jakob „stuðmaður“ var stofnandi Græna hersins 1998, framkvæmdastjóri Umhverfis- vina 1999, framleiðandi fjölmargra kvikmynda, sjónvarps- og útvarps- þátta, útgefandi fjölda hljómplatna heima og erlendis og sem formað- ur FTT, Félags tónskálda og texta- höfunda og STEF, Sambands tón- skálda og eigenda flutningsréttar frá 2006. Eftir hann liggur mikill fjöldi greina og ritsmíða um sam- félagsmál, menningarmál, um- hverfismál o.fl. Ævisaga hans var rituð árið 2011 af Þórunni Erlu Valdimarsdóttur og kom út hjá Forlaginu sama ár. Í frændgarðinum að Hvítárbakka fékk Jakob að dvelja við leik og störf mörg sumur. Þar komst hann m.a. í lífsháska oftar en einu sinni, eignaðist vísi að bústofni og lagði á ráðin með að gerast bóndi. Eft- ir að hafa dvalið sumarlangt í Dan- mörku, Skotlandi og Þýskalandi og numið jafnhliða tungumál og bú- skaparhætti ákvað hann um tvítugt að gerast geisladiskabóndi á sam- yrkjubúi Stuðmanna sem enn í dag er við lýði. Viðburðaská gefin út Yfirlit viðburða Snorrastofu á kom- andi vetri er birt í skrá þeirri, sem Snorrastofa gefur út um þessar mundir og dreift verður á öll heim- ili í héraðinu. Hún verður einnig aðgengileg á vef Snorrastofu www. snorrastofa.is og auk þess eru við- burðir jafnóðum auglýstir í Skessu- horni, í fjölpósti stofnunarinn- ar og með dreifildum um héraðið. Viðburðaskráin gefur fyrirheit um ríkulega ávexti þess afls, sem býr með þeim fjölmörgu, sem leggja fram hugðarefni sín og viðfangs- efni í Snorrastofu og auðgar þar með mannlíf og menningu í Borg- arfjarðarhéraði. (fréttatilkynning) Líflegt upphaf vetrardagskrár í Snorrastofu Jakob Frímann Magnússon. Klassískt íslenskt jólahlaðborð Verð kr. 7.900 Jólahlaðborð og gisting kr. 12. 600 á mann í tveggja manna herbergi m/morgunverði kr. 15. 400 á mann í eins manns herbergi m/morgunverði Tilboð fyrir hópa í síma 437 1119 Pantanir í síma 437 1119 eða á info@hotelborgarnes.is Hótel Borgarnes Egilsgata 16 310 Borgarnes Sími 437 1119 · Fax 437 1443 www.hotelborgarnes.is info@hotelborgarnes.is Jólahlaðborð á Hótel Borgarnesi Verð 7.900 kr. 21., 28. og 29. nóvember Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Kátt var á Hvítárbakka Jakob Frímann Magnússon sonarsonur Ragnheiðar Magnúsdóttur og Guðmundar Jónssonar rifjar upp heimilislíf og búskaparhætti á ættarsetrinu Hvítárbakka í Andakílshreppi Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudaginn 7. október 2014 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.