Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 29
29MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Margt vinnst með sporðskurðarvélinni sem kynnt var á Sjávarútvegssýningunni Á bási Grundarfjarðarhafnar var fyrirtækið 4fish ehf. að kynna spor- skurðarvél sína, sem sagt var frá í Skessuhorni í síðustu viku. Vélin hefur ver- ið til reynslu hjá G.Run í Grund- arfirði í hálft ár og reynst svo vel að nú þykir rétti tíminn að mark- aðssetja hana og fjöldaframleiða. Fiskurinn fer í sporðskurðar- vélina áður en hann fer í haus- un og flökun. Vélin sker blásporðinn af fiskinum og með því vinnst margt að sögn Þórarins Kristjánssonar sem kynnti vélina á sýningunni. „Meðal annars verður ísetningin inn í hausingarvél og flökunarvél mun betri. Fiskurinn kemur mun beinni inn í flökunina og því verður flakið hreinna og minna þarf að snyrta. Þar með fer minna í afskurð og minni vinna er við snyrt- ingu. Þetta þýðir auðvitað að fisk- urinn fer í meira mæli í verðmæt- ari pakkningar. Vélin kostar heldur ekkert aukastarf því maðurinn sem er á hausingarvélinni smellir fiskin- um í sporðskurðinn áður en lengra er haldið.“ Sem fyrr sagði kemur fiskurinn mun beinni inn í flökunarvélina og rennslið í gegnum flökunina verður því betra að sögn Þórarins. „Flök- unargallar heyra nánast sögunni til, gallar í flökun verða minni og bit í hnífum endist lengur. Svo þeg- ar hann kemur úr flökun í roðflett- ingu gengur hún mun betur fyrir sig vegna þess að flakið er allt hreinna og betra. Þar af leiðandi er minna um galla og meira fer í dýrari pakkn- ingar. Það eru fjölmargir hlutir sem vinnast með sporðslurði. Það koma betri og verðmætari afurðir, það þarf ekki eins mikinn afskurð. Þetta er líka sérstaklega gott fyrir þá sem not- ast við nýja tækni með vatnsskurðar- vélum. Þar eru flökin lesin áður en þau eru skorin en með sporðskurði áður les vatnsskurðarvélin flökin betur.“ Kynning á vélinni fór fyrst af stað af alvöru á Sjávarútvegssýningunni og segir Þórarinn hana hafa gengið vel. „Það hefur gengið vonum fram- ar að kynna vélina hérna og reynsla þeirra hjá G.Run er sú að þar telja menn sig ekki geta verið án þessa tækis eftir að hafa notað það í hálft ár. Þeir segja að þessi einfalda og góða lausn virki fullkomlega og það sé hreinlega blóðtaka í vinnslunni ef þetta tæki sé ekki til staðar,“ segir Þórarinn Kristjánsson. hb Sporðskurðarvélin að störfum í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Fullvaxin skipsvél. Toghlera frá Ísfelli mátti sjá utan dyra. Ólafur Rögnvaldsson hjá Hraðfrystihúsi Hellissands hafði margt að skoða. Hér er hann á tali við annan mann í bási Olís á sýningunni. Ís lenska sjáv ar út vegs sýn ing in 2014 „Mér finnst nú einna tilkomumest að sjá skrokklagið á þessum nýju skipum sem HB Grandi lætur smíða í Tyrklandi,“ sagði Johannes Simonsen tæknifræðingur hjá Skaganum á Akranesi. „Það er rennilegur og fallegur skrokkur á uppsjávarveiðiskipunum sem minnir svolítið á skrokk Víkings.“ Johannes sagði hins vegar að hinn mikli belgur sem væri framan á togskipunum vekti athygli og minnti einna helst á þjónustuskipin sem Norðmenn væru með fyrir olíuborpallana „Þetta er auðvitað líkara hval en skipi en það fæst meira rými í þessum skipum með þessu lagi og svo eiga þau að vera stöðugri og sparneytnari á eldsneyti,“ sagði Johannes og bætti við að auðvitað væri margt athyglisvert að sjá á básnum hjá Skaganum eins og alltaf hjá því framsækna fyrirtæki en það þekkti hann nú betur enda starfar hann þar. Þessir komu lengra að en flestir aðrir eða alla leið frá Namibíu. Sá sem er lengst til vinstri er sjálfur sjávarútvegsráðherra Namibíu en Namibíumenn hafa lengi notið leiðsagnar Íslendinga við fiskveiðar og þangað hafa mörg íslensk skip verið seld. Við hlið ráðherrans er leiðsögumaður þeirra um sýninguna; Alfreð Steinar Rafnsson, sem lengst af var skipstjóri á togaranum Snæfugli frá Reyðarfirði, en Alfreð Steinar var í rúman áratug starfandi á vegum FAO, stofnunar Sameinuðu þjóðanna, við þróunarhjálp vegna fiskveiða í Namibíu. Kristján Pétursson fyrrum skipstjóri á Akranesi og Andrés Hall- grímsson nýráðinn framkvæmdastjóri Omnis voru nýbúnir að skoða bás Skagans og þótti þeim mikið koma til þeirra nýjunga sem þar voru kynntar. Skagamennirnir Guðjón Sólmundarson starfsmaður Vinnueftir- litsins á Vesturlandi og Viktor Björnsson vélvirki og útgerðarmaður sögðust vera búnir að fara um mest allt svæðið. Þeir voru sammála um að margt væri að sjá á sýningunni sem vekti áhuga hjá þeim báðum. „Ég er nú ekki búinn að skoða nærri allt á þeim stutta tíma sem ég er búinn að vera hérna og því ekki búinn að sjá neitt að ráði. Helst skoða ég það sem viðkemur smábátum og sérstaklega ef það er hægt að nýta það eitthvað í sjóstangaveiðina og sportveiði,“ sagði Gunnar Jónsson frá Ólafsvík. Hann sagðist ekki hafa séð mikið ennþá tengt því, en þó væri alltaf eitthvað sem nýttist. „Svo er bara félagsskapurinn hérna góður og maður hittir marga sem ekki verða á vegi manns daglega,“ sagði Gunnar. Þeir Hörður Jóhannesson og Karl Þórðarson höfðu brugðið sér bæjarleið af Skaganum til að skoða sýninguna og voru rétt að hefja yfirreiðina. Þeim leist vel á og sögðu greinilega margt athyglisvert að sjá. Þórarinn Kristjáns- son kynnti sporð- skurðarvélina sem hefur verið reynd hjá G.Run í hálft ár.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.