Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Landbúnaðarsafn opnað í Halldórsfjósi Bjarni Guðmundsson og Jóhannes Ellertsson eru hér á litlu verkstæði sem búið er að koma fyrir á safninu. Ákveðið var fyrir nokkrum árum að færa Halldórsfjósi á Hvanneyri nýtt hlutverk. Hið myndarlega fjós sem byggt var árið 1928 yfir 70 kýr á básum á skólastaðnum Hvann- eyri skyldi verða framtíðar hús- næði Landbúnaðarsafns Íslands. Gríðarmikið verk hefur verið unn- ið síðan þessi ákvörðun var tek- in en nú hillir undir stærsta áfang- ann. Bjarni Guðmundsson for- stöðumaður safnsins, Jóhannes Ell- ertsson þúsundþjalasmiður og fjöl- margir aðrir hafa lagt gjörva hönd á plóg en hönnuður sýningarinn- ar á nýjum stað er Björn G Björns- son. Á morgun, fimmtudaginn 2. október klukkan 16, er ráðgert að opna safnið formlega á hinum nýja stað eftir flutning þess vestur yfir húsasundið úr Gamla bútæknihús- inu. Á sama tíma eignast sambýl- ingar safnsins frá fyrstu tíð, hand- verksfólkið í Ullarselinu, jafnframt nýjan samastað í anddyri Landbún- aðarsafns. Í stað mjaltabáss verða nú ullarklæði af ýmsum gerðum og stærðum til sýnis og sölu. Ekki verður mikið um lúðrablástur og háreysti í tilefni opnunar að þessu sinni, að sögn Bjarna Guðmunds- sonar, en hann vonast engu að síð- ur til að ráðherra einn eða fleiri heiðri safnverja með komu sinni sem og aðrir aufúsugestir. Ef ekki forsætisráðherra þá altént ráðherra menntamála, og kannski fleiri. Í boði verður kaffitár og kleinur fyr- ir velunnara safnsins og gesti í boði Kvenfélagsins 19. júní . Fulltrúi Skessuhorns fékk að taka forskot á sæluna undir vikulokin og knúði dyra hjá Bjarna og Jóhannesi. Ýmsir iðnaðarmenn voru auk þeirra að leggja lokahönd á verkefni fyr- ir opnunina. Verið var að bæta lýs- ingu, smíða lítilræði og koma fyr- ir safnmunum. Ullarselsfólk var að vinna við innréttingar og í loftinu lá tilhlökkun. Séð var fyrir endann á endurbótum á fjósinu og haughús- inu undir og flutningum þar sem ráðdeild með fé var nauðsyn þar sem fjármunir hafa verið fremur litlir, en verkið stórt. Meðal starfsmanna mátti auk þess sjá nýtt par, óvenju- lega kyrrláta starfsmenn, sem bæst höfðu í hópinn. Komu reyndar hálf- nakin og fremur illa til reika; hann að norðan, hún að sunnan. Hér voru geðþekkar brúður á ferð sem standa munu vörð í framtíðinni á sínum stöðum, klæddar í fatnað þess tíma sem þau eiga að endurspegla, vinn- andi verk sem sum hver eru aflögð í dag en lögðu grunn að velsæld þjóðar. Vissulega líktust þessir nýju starfsmenn nafngreindum Borgfirð- ingum, en gestir Landbúnaðarsafns verða sjálfir að dæma um hverja átt er við. Meðfylgjandi eru nokkrar mynd- ir frá því á föstudaginn. Flestum verkum var lokið og sýningin orð- in afar fróðleg og segir atvinnusögu inn til lands og út til stranda. Sjón er sannarlega sögu ríkari og er ástæða til að hvetja fólk til að heimsækja safnið. Að sögn Bjarna verður opið frá klukkan eitt til fimm á fimmtu- dögum, föstudögum og laugardög- um, en ekki verður illa tekið í opn- un utan þessara tíma ef beðið er um fyrir smærri og stærri hópa. mm Tveir af þarfari þjónum þessa lands; Ferguson og Willys. Hér má sjá sýnishorn af því sem finna mátti á verkstæðum og vélaskemmum bænda. Eitt af því óvenjulega við þetta safn umfram önnur, er sýningargluggi þar sem gestir eiga að horfa út. Geta virt fyrir sér Hvanneyrarengjarnar og fallegt útsýnið til vesturs en auk þess lesið um sögu engjanna og votlendisins meðfram Hvítá. Smiðjan til reiðu. Síðustu skinnskór afa Bjarna en til hægri tveir skjáir, gluggar fyrri tíma. Tilraun á vegum safnsins til þess að endurgera þá tækni. Skjáirnir eru gerðir úr hildum kynbótahryssna Dagnýjar og Þorvaldar á Innri-Skeljabrekku. Zetor er líklega með vanmetnari vélum sem hingað hafa verið fluttar og notaðar í landbúnaði. Hann kemur að norðan, fékk nýverið far með rektor Háskólans á Hólum og sat þögull henni við hlið á suðurleið. Verður nú starfs- maður safnsins. Hér er sögð saga fyrstu dráttarvélanna, sem í sumu leystu hestinn af hólmi. Í millisafnaláni frá Þjóðminjasafni Íslands. Í haughúsinu eru nokkrar dráttarvélar. Til hægri á myndinni sést stiginn úr fjósi og niður en hann hefur verið lagður í súrheysturninn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.