Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Freisting vikunnar Stórar amerískar smákökur eða „cookies“ eins og þær eru kallað- ar þar ytra renna vel ofan í flesta. Þær eru mjúkar og bragðgóð- ar og auðvitað bestar nýbakað- ar. Þá hafa kökurnar sem kennd- ar eru við samlokustaðinn Subway þótt óvenju góðar. Uppskriftina af þeim er aftur á móti erfitt að fá og sennilega er það ómögulegt, þar sem þær eru framleiddar sér- staklega fyrir veitingakeðjuna og því alls ekki heimabakaðar. En ein uppskrift kemst ansi nálægt þeim. Galdurinn er Royal búðingur- inn, hann gerir gæfumuninn þegar kemur að bragðinu og mýktinni. Gjörið svo vel! Stórar smákökur 150 gr. smjör 200 gr. púðursykur 50 gr. sykur 1 pk. Royal búðingsduft, súkkulaði, vanillu eða karamellu 1 tsk. vanillusykur 2 egg 270 gr. hveiti 1tsk. matarsódi 150 gr. súkkulaðidropar (má einnig nota hvítt súkkulaði eða M&M) 100 gr. saxaðar hnetur (til dæmis pekanhnetur. Má sleppa) Aðferð: Smjöri, púðursykri, sykri og búðingsdufti er hrært vel saman. Eggjunum bætt út í sitt hvoru lagi og hrært vel í á milli. Sigta hveiti og matarsóda, hræra því svo saman við. Að lokum fara súkkulaði og hnetur í blönduna. Móta frekar stórar kökur og bak- að við 180°C í 12 - 17 mín. Góðar amerískar smákökur Samkvæmt Vinnumarkaðsrann- sókn Hagstofu Íslands voru í ágúst síðastliðnum að jafnaði 191.200 manns á vinnumarkaði hér á landi. Af þeim voru 182.100 starfandi og 9.100 án vinnu og í atvinnuleit. At- vinnuþátttaka mældist 82,8%, hlut- fall starfandi 78,9% og atvinnuleysi var 4,7%. Samanburður mælinga í ágúst 2013 og 2014 sýnir að at- vinnuþátttaka jókst um 0,4 pró- sentustig og hlutfall starfandi var nánast það sama. Hlutfall atvinnu- lausra jókst á sama tíma um 0,4 pró- sentustig. Í ágúst 2014 var atvinnu- leysi á meðal 16-24 ára 9% á meðan það var 3,8% hjá 25 ára og eldri. mm Undanfarna daga hafa staðið yfir framkvæmdir á framhlið Tónlist- arskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi, sem eitt sinn þjónaði hlutverki apó- teks og apótekaraíbúðar. Þar hafa hamarshöggin dunið að undan- förnu í takt við tónlistina innan dyra, eins og segir frá á vef Borg- arbyggðar. Nýir gluggar eru komn- ir á neðri hæð hússins og fær ásýnd skólans bjartari mynd við það. Einnig er komið betra rými fram- an við húsið þar sem runnar við það voru fjarlægðir. Við það birtir jafn- framt til inni í húsinu. mm/ Ljósm. borgarbyggd.is Ýmsum hefur þótt ógnvænlegt að aka framhjá Laxárgljúfri á Fróðár- heiði, sérstaklega að vetri til í hálku og slæmum veðrum. Á þessu hef- ur nú verið ráðin bót því sett hafa verið upp vegrið þar sem vegur- inn liggur ofan við gilið. Mun ef- laust mörgum finnast öruggara að aka þarna um á veturna eftir þessa lagfæringar. þa Það er gleðilegt þegar ungt fólk af höfuðborgarsvæðinu lýkur háskóla- námi og velur að flytja vestur á Snæ- fellsnes. Sú var ákvörðun hjónanna Ingunnar Sifjar Höskuldsdótt- ur og Björgvins Sigurbjörnsson- ar sem fluttu fyrir skemmstu ásamt tveimur ungum börnum til Stykk- ishólms. Ingunn er nú tannlæknir á tannlæknastofunni á St. Fransic- kusspítalanum og Björgvin kennari í bæði grunn- og framhaldsskólan- um í Grundarfirði. Ingunn segir að þau hjónin hafi lengi haft þá hug- mynd á bak við eyrað að setjast að úti á landi. „Við Björgvin höfðum rætt það í nokkurn tíma að það væri gaman að flytja út á land og sérstak- lega væri það gott fyrir börnin okk- ar. Fyrir nokkrum árum komum við til Stykkishólms og ég hreifst strax af bænum. Ég sagði þá í gríni við Björgvin að við ættum að flytja þangað. Mér var svo boðin staða sem tannlæknir í Stykkishólmi fyrir um ári síðan. Þá var ég að hugsa um nýfætt barn svo ég komst ekki að svo stöddu. Í sumar fékk ég annað tækifæri til að koma svo við hjónin ákváðum í sameiningu að láta vaða og flytja með fjölskylduna vestur,“ segir Ingunn. Óöryggi í leiguhúsnæði Ingunn hóf störf við tannlækn- ingar í Stykkishólmi í maí og í júlí byrjuðu þau hjónin að flytja vest- ur. Flutningunum var svo lokið í ágúst eða þegar Björgvin byrjaði að kenna í Grundarfirði. Ingunn seg- ist kunna mjög vel við sig í Hólm- inum. Þar skorti hana ekki neitt þó byggðin sé ekki stór, en hún segir að allir staðir hafi þó sína kosti og galla. „Hér er öll þjónusta og ekk- ert sem manni virkilega vantar. Ég held að það sé erfiðara að aðlagast Reykjavík en að aðlagast stöðum úti á landi. Hér eru vegalengdir styttri og maður hefur einhvern veginn meiri tíma. Það er ekki sami hraði í samfélaginu. Einn mikilvægasti þátturinn við að flytja á nýjan stað er þó að hafa gott húsnæði til að búa í. Það eru hins vegar ekki mörg hús á leigumarkaði í bænum og okkur Björgvini hugnaðist ekki að kaupa hús fyrr en við værum búin að prófa að búa hér í einhvern tíma. Í dag leigjum við því íbúð sem er á sölu og það er mjög óþægilegt og vek- ur upp ákveðið óöryggi,“ segir Ing- unn um eina gallann sem hún getur nefnt við flutningana út á land. Kann að meta gestagang Þau hjónin eiga tvö börn, eina fjögur ára stelpu og ársgamlan strák. Ing- unn segir að það hafi spilað stóran þátt í ákvörðun þeirra að flytja vest- ur að ala börnin upp á landsbyggð- inni. „Mér finnst dásamlegt að vera með börnin hérna og var það hluti af því að ég vildi flytja. Hér þekkj- ast allir og við fáum mikið af heim- sóknum. Í síðustu viku var ég með fullt hús af börnum sem var alveg æðislegt. Í Reykjavík bjuggum við á Háskólagörðunum og þekktum nánast ekki neinn af okkar nágrönn- um. Jafnvel fólk sem við þekktum og bjó ekki langt frá okkur kom sjaldan í heimsókn. Núna fáum við hins vegar reglulega fullt af fólki í heimsókn og þar sem það er svolít- il ferð frá Reykjavík að kíkja á okk- ur verða heimsóknirnar þaðan bæði innilegri og skemmtilegri fyrir vik- ið. Við hjónin erum því spennt fyr- ir því að búa í Stykkishólmi í fram- tíðinni,“ segir Ingunn. Eins og ég hafi búið hér í tíu ár Ingunn er fædd og uppalin í Reykjavík en Björgvin hefur að hennar sögn búið út um allt land. Hvorugt þeirra hafði þó fyrir flutn- inginn í sumar neina tengingu við Stykkishólm eða Snæfellsnes. Ing- unn segir að þrátt fyrir stutta dvöl liði þeim nú eins og heimafólki. „Við höfum núna verið hérna í tvo mánuði en mér líður eins og ég hafi búið hérna í tíu ár,“ segir Ing- unn en hún segist finna fyrir meiri nánd við samfélagið en hún gerði í höfuðborginni. „Það er erfitt að vera einmana hérna. Allir eru svo opnir og jákvæðir. Ég er til dæmis strax komin í saumaklúbb og Björg- vin er kominn á fullt í fótboltan- um hérna í Stykkis hólmi þar sem hann spilar með Snæfelli og þjálfar yngri flokka. Að vinna sem tann- læknir í Stykkis hólmi er að ég held mun þægilegra en í Reykjavík. Sér- staklega þegar maður á börn. Hér stjórnum við sjálf bókunum svo það er meira svigrúm til að sinna öðru eins og þörfum barnanna. Auk þess sýnist mér að fólk hafi góðar tennur í Stykkis hólmi. Hér eru allir greinilega mjög duglegir að bursta og nota tannþráð. Þann- ig að þegar allt kemur til alls get ég átt fleiri gæðastundir með fjöl- skyldunni,“ segir Ingunn Sif að endingu. jsb Ingunn Sif á tannlæknastofunni á Fransickusspítalanum í Stykkishólmi. Völdu Stykkishólm umfram Reykjavík Tónlistarskólinn fær andlitslyftingu Vegrið við Laxárgljúfur Vinnumarkaður 16-74 ára í ágúst 2014. Heimild: Hagstofa Íslands. Rúmlega níu þúsund án atvinnu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.