Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Fyrirtækið Ísgöng ehf. stendur fyr- ir borun ísganga í Langjökul. Full- gerð verða göngin með stærstu manngerðu ísgöngum í Evrópu. Fyrirhugað er að búið verði að grafa göngin út snemma næsta vor og verði þau opnuð fyrir um- ferð ferðafólks í maí 2015. Geta ferðamenn þá farið inn samtals 500 metra löng göng undir yfirborði jökulsins og virt fyrir sér sýningar, íslistaverk og margbreytileika jök- ulsins. Göngin verða grafin þann- ig að hægt verður að ganga í hring inni í þeim. Ekki verður síst fróð- legt að skoða mismunandi dökk lög í ísveggnum sem endurspegla, líkt og árhringir í tré, hin ólíku ár í ís- lenskri veðráttu. Öskulög úr eld- gosum munu þannig sem dæmi sjást greinilega sem þykkari lög í ís- hellunni. Ástæða þess að Langjök- ull varð fyrir valinu til að byggja ís- göng er hið góða aðgengi að jöklin- um og hversu stutt frá byggð hann er. Af sömu ástæðu hefur verið vin- sælt af erlendu kvikmyndagerðar- og auglýsingafólki að taka upp efni á jöklinum. Heimsókn í göngin er og verður upplifun og í raun ein- stakt ævintýri. Því má fullvíst telja að ísgöngin í Langjökli munu auka umferð ferðafólks um Vesturland. Heimsókn heimafólks Síðastliðinn laugardag buðu for- svarsmenn Ísganga fulltrúum úr sveitarstjórn og skipulagsnefnd Borgarbyggðar að skoða göngin, en verkefni þetta er unnið í nánu samstarfi við skipulagsyfirvöld. Slíkt samstarf er nauðsynlegt þar sem ísgöng eru ekki beint algengt viðfangsefni skipulagsyfirvalda, hvorki hér heima né erlendis. Blaðamaður Skessuhorns slóst í för og fékk um leið að fræðast um þetta risavaxna verkefni og segja stutta ferðasögu. Hlýnun jarðar sjáanleg Í ferðinni á Langjökul um síðustu helgi kynnti Sigurður Skarphéð- insson framkvæmdastjóri Icecave, eða Ísganga ehf, verkefnið. Með honum í för voru Anna G Sverr- isdóttir stjórnarformaður fyrir- tækisins og Brynja Dögg Ingólfs- dóttir starfsmaður Eflu, en hún annast mál er lúta að skipulags- málum og samskiptum við stjórn- völd og stofnanir í undirbúningi verkefnisins. Kynntu þau upp- bygginguna sem fyrirhuguð er á Langjökli og þegar er hafin. Nú er búið að grafa um 170 metra af göngunum sem alls verða um 500 metra löng niður og inn í jökul- inn. Ekið var frá Húsafelli tæp- lega 30 kílómetra leið að Jaka, húsi sem stendur ekki allfjarri jökuljaðrinum og er notað sem þjónustuhús fyrir starfsemi á jökl- inum. Þess má geta að Langjök- ull hopaði um 45 metra á síðasta ári. Þegar húsið Jaki var flutt frá Akranesi að jöklinum í heilu lagi fyrir um 20 árum síðan var það sett niður í jökuljaðarinn og fóru mannvirkin meira að segja á kaf að vetrinum. Nú 20 árum síðar er húsið um kílómetra frá jaðri jök- ulsins og grá líflítil urðin á milli. Hlýnun jarðar, Global Warming, er óvíða jafn greinileg og einmitt á þessum stað. Fyrrum eldflaugaskotpallur Við Jaka tók Arngrímur Her- mannsson frumkvöðull í hálend- isferðum og framkvæmdastjóri Ice Explorer hópinn um borð í jöklatrukk sinn og ferjaði að munna ísganganna. Tók sú ferð um hálftíma en ekið er eftir vel merktum slóðum. Afar brýnt er að hverfa aldrei út af þeim. Nótt- ina áður hafði snjóað á jöklinum og því var leiðin enn varasamari þar sem snjóskán huldi stórhættu- legar sprungur í hlíðum sprung- ins jökulsins. Við slíkar aðstæður er fólki ekki einu sinni hleypt út úr hinum rammbyggða átta hjóla trukk sem er með drifi á öllum hjólum. Til gamans má geta þess að trukkar þessir sem Ice Explo- rer eiga taka hátt í 40 farþega og eru amerískir að uppruna. Þjón- uðu þeir upphaflega sem færan- legir eldflaugaskotpallar í banda- ríska hernum. Ferð í jöklatrukki Arngríms er þannig upplifun út af fyrir sig. Heimamenn grafa göngin Ísgöngin í Langjökli eru í um 1.250m hæð yfir sjó. Þar eru vinnubúðir starfsmanna og ýmis búnaður. Við gangnamunnann hefur verið smíðaður rampur sem gengið er inn í áður en komið er undir yfirborð jökulsins. Rampur þessi gegnir m.a. því hlutverki að lágmarka bráðnun af völdum heita loftsins utan ganganna og tek- ur auk þess á sig snjó sem safnast mun ofan á jökulinn í vetur. Sjálf liggja göngin nokkrar gráður nið- ur og eru ágætlega rúmgóð. Enn sem komið er eru þau ferköntuð í lögun, en loft þeirra verður gert ávalt síðar í ferlinu. Inni í göng- unum hefur vinnuflokkur, að mestu skipaður heimamönnum, verið að störfum frá því snemma í vor við útgröft íss úr göngunum. Verkstjóri er Gunnar Konráðsson smiður í Túni í Reykholtsdal, en honum til aðstoðar er meðal ann- arra Einar Steinþór Traustason vélamaður, Steini í Runnum, og fleiri harðsnúnir menn. Aðspurð- ir segja þeir Gunnar og Steini að verkið gangi vel, einkum eft- ir að rétti búnaðurinn fékkst til að vinna á ísstálinu. Sérstakur bor sem framleiddur er til að mylja blágrýti var fenginn en hann er vökvaknúinn og settur framan á bómu beltagröfu. Þegar búið er að losa ísinn í salla er honum ekið út með tveimur vinnuvélum sem látlaust eru á akstri. Til að menn haldist við inni í göngunum sök- um mengunar frá tækjunum er súrefni dælt stöðugt inn í göng- in. Að sögn gagnamanna er mis- jafnt hversu marga metra þeir ná að grafa út á degi hverjum, eða allt frá tveimur og upp í fimm- tán. Gangnamenn og forsvars- menn fyrirtækisins segjast stað- ráðnir í að ljúka verkinu fyrir til- settan tíma næsta vor. Vítamínsprauta í vest­ lenska ferðaþjónustu Sigurður Skarphéðinsson fram- kvæmdastjóri Icecave segir að boðið verði upp á fastar ferðir frá Reykjavík og Húsafelli átta mán- uði á ári. Utan þess tíma eru veður of válynd til að hægt sé að treysta á færð að ísgöngunum. Hver ferð í göngin mun taka um 45 mínútur og fara leiðsögumenn með í allar ferðir. Áætlanir Icecave gera ráð fyrir að 25-30 þúsund manns fari í göngin á ári. Verkefnið er fjár- magnað af fjárfestingasjóði í eigu lífeyrissjóðanna. mm Áætlað er að opna ísgöngin í Langjökli næsta vor Hér er unnið á ísstálinu með nýlegum vökvaknúnum bor framan á beltagröfu.Hópurinn frá Borgarbyggð sem fór í kynnisferðina sl. laugardag. Arngrímur Hermannsson við annan af 8x8 jöklatrukkum Ice Explorer. Spennt á leið á jökulinn. Magnús Skúlason, Kolfinna Jó- hannesdóttir og Ragnar Frank Kristjánsson fremst á mynd. Á leið upp á Langjökul. Greinilega má sjá sprungurnar í jöklinum, hálf huldar snjó frá nóttinni áður. Búið er að smíða inngang, eða ramp framan við gangnamunnann til að lágmarka innstreymi heits lofts inn í göngin. Sigurður Skarphéðinsson framkvæmdastjóri sýnir gestum áralög í gangna- veggnum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.