Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 komið upp útköll, þar sem slökkvi- liðið hefur þurft að starfa við erfiðar aðstæður. Eitt af þeim er þegar eld- ur kom upp í flugeldaverksmiðju á Akranesi árið 1979, með þeim af- leiðingum að mikil sprenging varð og tveir starfsmenn létust. „Ég man að ég var staddur hjá Shell þeg- ar sprengingin varð. Bíllinn lyftist upp og ég sneri honum við. Þá sá ég bólsturinn og fór beint niður á stöð. Það myndaðist þarna ský, sveppur, líkt og eftir kjarnorkusprengju,“ seg- ir Sigurður. Þeir eru sammála um að bruninn í flugeldaverksmiðjunni sé einn af þeim sem þeir gleymi aldrei. „Þetta situr enn í manni. Maður hugsar enn um þetta ef maður keyrir þarna framhjá,“ segja þeir alvarlegir í bragði. Þeir bæta því við að þetta hörmulega slys hefði getað farið enn verr. „Það voru ellefu börn ný- búin að leika sér þarna rétt hjá, þau voru sem betur fer nýfarin. Spreng- ingin var svo kröftug að þrýstingur- inn fannst alla leið á Skarðsheiðina og upp á Mýrar.“ Halldór bjó í þar- næsta húsi við verksmiðjuna og seg- ir hann að alls hafi níu rúður farið í húsinu ásamt þaksperrunum. Svo mikill hafi krafturinn verið. „Eitur- efnasérfræðingur hélt með okkur fund daginn eftir. Hann sagði okk- ur að það væri efni þarna sem hefði sprengt hálfan Skagann ef það hefði komist vatn að því. Við vorum bún- ir að sprauta vatni á þeim stað sem efnið var en sem betur fer voru tunnurnar sem efnið var geymt í al- veg heilar. Það þarf ekki að spyrja að því hvað hefði gerst ef vatnið hefði komist í efnið.“ Blendnar tilfinningar Félagarnir segja að útköllum slökkvi- liðsins hafi fjölgað mikið þegar stór- iðjan hóf starfsemi sína á Grundar- tanga. Þeir segja að aðstæður hafi sem betur fer breyst þar en fyrst um sinn hafi þær verið hættulegar. „Það var engin stjórn á því hvar slökkvi- liðið mátti koma. Við vorum að þvælast þarna um allt svæðið og tók- um með því mikla áhættu. En nú er búið að breyta þessu öllu og fræðsla hefur aukist,“ útskýrir Halldór. Þeir segja að haldnar séu æfingar einu sinni í mánuði, að minnsta kosti. „Þannig hefur það verið síðastlið- inn tuttugu ár. Það eru alls kyns æf- ingar, bæði rýmingaræfingar, æfing- ar í verksmiðjunum og göngunum. Fyrir nokkrum árum var göngunum lokað og prófað að fylla þau af reyk. Það voru aðeins örfáir sem vissu að það væri æfing en kveikt var í bíl ofan í göngunum,“ segir Sigurður. Þeir félagar eru sammála um að tíminn í slökkviliðinu hafi verið ánægjulegur, þegar á heildina er lit- ið. Andinn í slökkviliðinu hafi allt- af verið góður og að mannskap- urinn hafi alla tíð sýnt mikla sam- heldni og samstöðu. „Félag slökkvi- liðsmanna var stofnað fyrir rúmum fjörtíu árum og það hefur staðið fyrir góðu félagslífi. Þar var með- al annars farið í óvissuferðir þar sem önnur slökkvilið voru heim- sótt, tekið þátt í golfmóti Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna og haldið eigið golfmót sem lýkur með grillveislu,“ segir Halldór. Þeir segjast báðir hafa upplifað blendnar tilfinning- ar þegar þeir hættu í slökkviliðinu fyrir þremur árum. „Ég er nú allt- af með annan fótinn hérna. Ég hef verið að hjálpa slökkvistjóranum í hinu og þessu síðan ég hætti,“ segir Halldór. Sigurður segir aðra sögu: „Það var mjög skrýtið að hætta og dálítill söknuður sem fylgdi því, en ég hætti alveg. Maður var til dæm- is alltaf með símann á sér í lengri tíma á eftir, bara af gömlum vana. Það er fyrst núna sem ég er far- inn að gleyma símanum heima, það gerðist aldrei hérna áður fyrr.“ Meðfylgjandi myndir eru af Slökkviliði Akraness og Hvalfjarð- arsveitar við hin ýmsu störf síðasta tæpa áratuginn eða svo. Myndirn- ar eru úr myndasafni Skessuhorns, en þær tóku Kolbrún Ingvarsdóttir, Magnús Magnússon og fleiri. grþ Svipmyndir frá ýmsum æfingum Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Liðsmenn úr Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar á æfingu þegar bæjarhúsin á Þyrli í Hvalfjarðarsveit voru brennd árið 2010. Unnið að slökkvistarfi í Síldarmjölsverksmiðjunni á Akranesi árið 2006, eitt íkveikjutilfella af nokkrum um það leyti. Eldur kom upp í Range Rover jeppabifreið við Vesturgötu á Akranesi haustið 2013. Slökkvistarf tók skamman tíma en bíllinn gjöreyðilagðist.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.