Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Leikskólakennari óskast Leikskóladeild Reykhólaskóla óskar eftir að ráða leikskólakennara (deildarstjóra) í 100% starf í eitt ár frá og með 15. október. Vinnutími er frá 08:00 – 16:00. Hæfniskröfur * Reykhólaskóli er sameinaður leik- og grunnskóli. - „Vilji er vegur“ Upplýsingar veitir Ásta Sjöfn í síma 432 7757. Umsóknir sendist á netfangið skolastjori@reykholar.is fyrir 10. október. * - SK ES SU H O R N 2 01 4 Í tilefni Sauðamessunnar í Borgarnesi laugardaginn 4. október n.k. verður Gestastofa Sútarans frá Sauðárkróki með framleiðsluvörur sínar til sýnis og sölu að Brúartorgi 4 í Borgarnesi (við hliðina á Framköllunarþjónustunni) Til sýnis og sölu verða ýmsar vörur úr sútunarverksmiðjunni á Sauðárkróki OPIÐ Föstudaginn 3. október kl. 17.00 – 20.00 Laugardaginn 4. október kl. 13.00 – 17.00 Einnig verða til sölu tilbúnar vörur úr þessum efnum SK ES SU H O R N 2 01 4 Rauðakrossdeild Grundarfjarðar hef- ur í mörg ár staðið fyrir ýmis kon- ar samfélagslegri aðstoð, bæði þar í bæ sem og annars staðar. Verkefni Rauðakrossdeildar Grundarfjarðar eru ætíð fjölbreytt og að sögn Hild- ar Sæmundsdóttur tekur yfirleitt eitt verkefni við af öðru og skiptir þar þátttaka fólks mestu máli. „Við í Rauðakrossdeild Grundarfjarðar vinnum að mörgum skemmtilegum verkefnum á hverju ári. Það eru allir velkomnir til starfa í allri okkar starf- semi og við fögnum öllum sem við vilja leggja okkur lið,“ segir Hildur. Starfsemin öflug í dag Lengi má telja upp verkefni deild- arinnar, en hún stóð sem dæmi að byggingu fyrsta hluta leikskólans þar í bæ árið 1980. Síðan hefur dregið verulega úr fjárstuðningi frá aðalsjóði Rauðakrossins og ýmis verkefni liðið fyrir það. Að sögn Hildar hafa þess- ar breytingar þó ekki dregið úr starf- seminni í Grundarfirði sem enn sé mjög öflug. „Við í Grundarfirði höf- um ekki látið deigan síga þrátt fyrir að erfiðara sé nú að fá peninga frá að- alsjóði Rauða krossins og erum enn að vinna að fjölmörgum verkefnum. Þar má nefna fatamarkað fyrir notuð föt á Rökkurdögum í Grundarfirði sem byrja aðra helgina í október. Þá er verkefninu Göngum til góðs ný- lokið en í því var frábær þátttaka auk þess sem vel gekk að safna í baukana. Rauðakrossdeildin styrkir einnig starf eldri borgara og býður upp á leik- fimi tvisvar í viku og sundleikfimi á sumrin. Ásamt þeim verkefnum bein- ist athygli Rauðakross Íslands í ár að skyndihjálp og höfum við í Grundar- firði tekið virkan þátt í því verkefni í samstarfi við aðrar deildir á Snæ- fellsnesi. Nú þegar erum við búin að halda fjögur skyndihjálparnámskeið í Grundarfirði. Þar á meðal eitt sem var frítt fyrir nemendur í tíunda bekk Grunnskóla Grundarfjarðar. Við stefnum svo á að halda tvö til viðbót- ar fyrir áramót en þá munu ný verk- efni taka við,“ segir Hildur. Vinahúsið hjálpað mörgum Eitt stærsta verkefni deildarinnar er Vinahús Rauðakrossins í Grundar- firði en það var opnað á ný í síðustu viku, sjöunda veturinn í röð. Að sögn Hildar, sem jafnframt er verkefna- stjóri Vinahússins, hefur starfsemin hjálpað mörgum á mismunandi hátt. „Núna erum við að opna Vinahús- ið á ný eftir sumarfrí en við byrjuð- um með það veturinn 2008 eftir þær miklu hræringar sem urðu í samfé- laginu vegna efnahagshrunið. Með umsjón Vinahússins fer Steinunn Hansdóttir og er það hugsað sem staður þar sem öryrkjar og atvinnu- lausir geta sótt og hitt fólk í sömu eða svipaðri stöðu. Yfirleitt erum við með skipulagða dagskrá í Vinahúsinu en á síðustu árum hefur Móses Geir- mundsson einnig haft umsjón með svokölluðu karlakaffi og hefur það reynst mjög vel. Þar hittast menn ein- faldlega í Verkalýðshúsinu í Grund- arfirði til að ræða heimsins mál og fá sér kaffi og meðlæti. Markmiðið með Vinahúsinu er að fá fólk út úr húsun- um sínum og virkja það.“ Stór sending á leið til Hvíta­Rússlands Á hverju ári stendur Rauðikross Ís- lands fyrir fatasöfnun handa bág- stöddum börnum í Hvíta-Rússlandi. Rauðakrossdeild Grundarfjarðar tek- ur virkan þátt í þeirri söfnun sem er eitt af stærri verkefnum deildarinn- ar á hverju ári. „Í fyrra sendum við Næg verkefni hjá Rauðakrossdeild Grundarfjarðar Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru mættir til starfa á ný eftir sumarfrí með afrakstur sumarsins; 100 sokkapör, 40 húfur og 20 peysur. Á myndinni eru þær Hulda, Svanhvít, Steinunn, Sunneva, Guðmunda, Kristín N. Kristín Kr., Árdís og Hildur. Ljósm. Rauðakrossdeild Grundarfjarðar. 85 pakka sem innihéldu ýmsan varn- ing svo sem fatnað og fleira sem fá- tæk börn í Hvíta-Rússlandi þurfa á að halda. Í vor hófst söfnun fyrir nýrri sendingu sem fer frá Grundarfirði í október eða nóvember. Það er mikil vinna sem fer í þessa söfnun á hverju ári og nú þegar höfum við safnað í hundrað pakka fyrir næstu sendingu. Umfang söfnunarinnar er mikið en bara í Grundarfirði eru á bilinu 40 til 50 manns sem vinna við að prjóna og sauma upp úr gömlum fötum þann fatnað sem fer í sendinguna. Efnið sem við fáum kemur að stórum hluta úr heimabyggð en einnig fáum við, ef okkur vantar meiri efnivið, sent efni frá fataflokkun Rauðakrossins. Sem dæmi höfum við nú saumað hundrað peysur úr afgangsefni sem við fengum frá Saumastofunni á Hvammstanga. Þá er búið að prjóna tvö hundruð sokkapör sem verða send út. Þetta er allt unnið í sjálfboðavinnu en það er mikil hópstemning sem myndast og heldur okkur við efnið,“ segir Hildur að lokum. Hún vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til allra sem hafa lagt hönd á plóg í þessu skemmtilega verkefni. jsb Hér ávarpar Ingibjörg gesti í sendiráði Íslands í Lundúnum. Starfið og lífið London Ingibjörg Davíðsdóttir er búin að vera tæpa tvo mánuði í starfi í London sem varamaður sendiherra Íslands. Hún segir starfið í London nokkuð ólíkt störfum á fyrri starfs- stöðvum. Í Vínarborg þar sem hún var áður segir hún að stærst- ur hluti vinnudagsins hafi farið í að sinna svæðisbundnum- og alþjóða stofnunum og þá sérstaklega Ör- yggis- og samvinnustofnun Evr- ópu (ÖSE) sem sendiskrifstofum í Vín er m.a. fastanefnd gagnvart. Þá tók Ísland að sér nokkrar for- mennskur m.a. á öryggismálasam- vinnuvettvangi ÖSE og í Samráðs- nefnd samningsins um Opna loft- helgi. „Þetta var gríðarlega góð reynsla sem ég á alltaf eftir að búa að, en þetta var þungt,“ segir hún. Ingibjörg segir starfið í London vera að langstærstum hluta sendi- ráðsstörf en umdæmislönd sendi- ráðsins eru átta, með Bretlandi. Þá er borgaraþjónusta stór hluti starfsins, sem og viðskiptaþjón- usta ýmiss konar, menningarmál, kynningar og að koma á tenging- um milli aðila, hagsmunagæsla og margt fleira. „Ég hafði ekki áttað mig því áður en ég kom hingað til London, hvað sendiráðið er t.d. með mikla aðstoð og þjónustu við sjúklinga sem þurfa að koma í oft erfiðar læknismeðferðir til Lond- on. Þessi mál fá undantekningar- laust forgang hjá okkur.“ Sjálfstæði Skotlands og kosningar í vor Ingibjörg segir að það séu líka bún- ir að vera spennandi tímar í Bret- landi að undanförnu, ekki síst ný- afstaðin þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands. Í maí 2015 eru þingkosningar í Bretlandi og þetta er allt saman spennandi fyrir stjórnmála- og alþjóðafræðing að fylgjast með. Sendiráðið fylgist að skjálfsögðu með breskum stjórn- málum eins og vera ber. Ingibjörg segist reyndar enn vera að átta sig á umfangi starfsins. „Mér líst vel á mig hérna og í sendiráðinu er frá- bært starfsfólk eins og í allri þjón- ustunni eins og hún leggur sig.“ Aðspurð að lokum segist Ingibjörg ekki vita hvað hún verði lengi í London. „Venjan er svona þrjú til fimm ár á hverjum stað með ein- hverjum frávikum. Það er líklega best að þú spyrjir ráðherrann að því og segir mér svo kannski hverju hann svarar,“ segir Ingibjörg að endingu og hlær. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.