Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar 80 ára Rætt við Halldór Fr. Jónsson og Sigurð Guðjónsson, fyrrum slökkviliðsmenn Slökkvilið Akraness var stofnað í lok október 1934 og fagnar því áttatíu ára afmæli síðar í þessum mánuði. Föstudaginn 10. októ- ber næstkomandi verður opnuð sýning á gömlum og nýjum bún- aði slökkviliðsins í Safnaskálan- um í Görðum. Einnig verða sýnd- ar ljósmyndir úr starfinu. Af tilefni stórafmælisins hitti blaðamaður Skessuhorns tvo fyrrum slökkvi- liðsmenn, þá Halldór Fr. Jóns- son og Sigurð Guðjónsson. Báðir hófu þeir störf snemma á sjöunda áratugnum og voru í slökkvilið- inu í um það bil hálfa öld, eða þar til þeir náðu sjötugsaldrinum og þurftu að hætta vegna aldurs. Þeir eru því gamlir í hettunni, hafa séð margt í starfi sínu og upplifðu þá þróun sem á tækjum og tólum hef- ur orðið í gegnum tíðina. Slökkvi- lið Akraness sameinaðist slökkvi- liði Hvalfjarðarsveitar árið 2008 og heitir nú Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Ólst upp á slökkvistöðinni „Ég var í þessu frá fæðingu, ég elti pabba þegar ég var strákur. Það má eiginlega segja að ég hafi alist upp á slökkvistöðinni, var látinn klifra upp í turninn og setja slöngurnar á. Það voru reyndar mörg börn á stöðinni í gamla daga enda voru öll börn velkomin þangað,“ segir Sig- urður, eða Siggi í Bæjarstæði eins og hann er jafnan kallaður. Hann er sonur Guðjóns Bjarnasonar í Bæjarstæði, sem starfaði lengi sem slökkviliðsmaður á Akranesi. Hall- dór Fr. Jónsson segir að það hafi verið skylda í þá daga að slökkvi- liðsmenn væru iðnaðarmenn. „Menn á stærstu vinnustöðun- um voru svo skipaðir í slökkvilið- ið og ef það kom útkall þá hringdi síminn heima og á vinnustöðun- um. Í dag fá menn ekki skipunar- bréf heldur sækja þeir um sjálfir. Þeir fara svo í nám og þurfa meðal annars að vera með meirapróf og vinnuvélapróf,“ segir Halldór. Þeir félagar muna vel eftir þessum sím- hringingum en þeir muna einnig eftir brunaboðunum sem notað- ir voru enn fyrr. „Það voru bruna- boðar á fimm stöðum á Akranesi. Við Bíóhöllina, slökkvistöðina, Daníelsverkstæði, Stillholtið og Mjólkurstöðina. Svo ef það kvikn- aði í þá fóru þeir allir í gang. Bæj- arbúar voru oftar en ekki mættir á undan okkur og við komumst varla að,“ segja þeir og brosa við end- urminninguna. „Við þurftum alltaf að mæta fyrst á slökkvistöðina til að klæða okkur í gúmmíkápurnar. Það voru engir búningar í þá daga, bara þessar kápur. Þær voru þann- ig að þær herptust saman í hitan- um ef maður kom of nálægt eldin- um,“ rifjar Sigurður upp. Símboð- ar tóku við af símhringingum heim til slökkviliðsmanna. Fyrstu boð- arnir voru hugsaðir fyrir þá sem voru á helgarvöktum en því næst fengu allir slökkviliðsmenn sím- boða og að lokum fluttist tæknin yfir í gsm símana og útköll voru boðuðu með sms skilaboðum, sem enn eru notuð. Mikil bylting átt sér stað Að sögn þeirra félaga hefur mikil bylting átt sér stað frá því Slökkvilið Akraness var stofnað. Í upphafi átti slökkviliðið aðeins eina brunadælu. Engin vatnsveita var á Skaganum á þeim tíma og háði það slökkvi- liðinu mikið í baráttunni við eld- inn. „Dælan var vélknúin á vagni og sáu pabbi og Gísli á Hjarðarbóli um hana. Þeir þurftu að hlaupa á milli brunna í vatnsleit. Það var til dæm- is einn við Suðurgötu 25 sem dælt var upp úr. Svo var farið í sjóinn að sækja vatn,“ segir Sigurður. Fyrsti bíllinn var fenginn árið 1946 og var það kanadískur Chevrolet. Slökkvi- liðið hefur tekið miklum stakka- skiptum á þessum árum, bæði hvað búnað snertir og stærð liðsins. Fyrsta slökkviliðið var skipað tólf mönnum en í dag eru tæplega þrjátíu hluta- starfandi slökkviliðsmenn, þar af ein kona, ásamt slökkviliðsstjóranum Þráni Ólafssyni. Búnaður liðsins er allur annar en var þegar þeir félagar hófu störf hjá slökkviliðinu fyrir rúmum fimmtíu árum. Í dag á liðið allskyns slökkviliðsbíla ásamt tveim- ur opnum rafmagnsbílum sem not- aðir væru til að flytja reykkafara og björgunarmenn ofan í Hvalfjarðar- göng ef eldur kæmi þar upp. „Tækj- unum er vel við haldið. Einn bíllinn er árgerð 1981 og er enn í notkun,“ útskýrir Halldór. Einnig hefur orð- ið bylting á klæðnaði slökkviliðs- manna síðan þeir voru í regnkápun- um sem ekki þoldu hita. Í dag eru þeir í léttum búningum sem þola bæði hita og vatn og súrefniskútarn- ir eru mun léttari en áður var. „Sem betur fer hefur búnaðurinn breyst enda eru áhætturnar á starfssvæð- inu miklar. Hér eru sjúkrahús, skól- ar, verksmiðjurnar á Grundartanga að ónefndum Hvalfjarðargöngun- um. Slökkviliðið hér er sent fyrst á staðinn ef það kemur upp eldur í göngunum enda er loftstraumur- inn í göngunum alltaf til suðurs og auðveldara að komast ofan í göngin héðan,“ segja þeir félagar. Útköllin komu í gusum Fyrstu árin var slökkviliðið til húsa í litlum skúr við enda rafstöðvarinnar við Skólabraut en uppúr 1950 flutti það í slökkvistöðina sem staðsett var við Laugarbraut. Í dag er slökkvi- stöðin staðsett við Kalmansvelli, þar sem slökkviliðið deilir húsnæði með Björgunarfélagi Akraness. Sigurður segir aðstöðuna mun betri við Kal- mansvelli en hún var á Laugarbraut- inni. „Það var svo þröngt húsið þar. Það var bara byggt utan um einn bíl og var svo þröngt að það var ekki einu sinni hægt að opna báðar hurðirnar á bílnum ef hann var inni.“ Halldór tekur undir þetta. Hann bætir því við að í þá daga hafi frágangurinn verið mun meiri vinna. „Þá þurftum við að hengja upp slöngurnar eft- ir notkun til að þurrka þær. Það var mikil vinna að ganga frá öllu. Núna er þessu bara rúllað upp,“ segir hann. Þeir segja að útköllin hafi allt- af komið í gusum og dottið svo nið- ur inn á milli. Breytilegt sé hvernig útköllin eru og til dæmis hafi mikið verið um hlöðubruna eitt árið. Af og til hafi komið útköll þar sem hægt var að brosa að eftir á. „Eitt sinn á meðan pabbi var í slökkviliðinu var hringt heim til hans. Mamma svar- aði en í símanum var maður sem sagði að það væri kviknað í heima hjá honum. Svo lagði hann bara á, sagði ekkert til nafns eða hvar eld- urinn væri. En sem betur fer þekkti mamma röddina í honum þannig að pabbi gat farið með slökkviliðið á réttan stað,“ segir Sigurður bros- andi. Þeir bæta því við að eitt sinn hafi ungur drengur kveikt í heima hjá sér. Hann langaði víst svo mik- ið að sjá nýja slökkviliðsbílinn. „Sá drengur varð síðar slökkviliðsstjóri í öðru bæjarfélagi,“ bæta þeir hlæjandi við. Mörgum árum síðar kom annað útkall en þegar slökkviliðið mætti á staðinn kom í ljós að þar voru Pól- verjar að reykja kjöt. „Fólkið hafði þá tengt við rennuniðurfall og reyk- urinn kom út um þakrennuna. En reyndar kom á daginn að þetta var ekki alveg saklaust, því það þurfti að slökkva í veggnum. Það hafði kvikn- að í út frá þessu. Svo komu oft útköll þegar ákveðnir menn í bænum voru að elda sér mat. Það endaði stund- um með ósköpum,“ rifja þeir upp. Hefði getað sprengt hálfan Skagann Sigurður og Halldór segja að mikil samheldni og góður andi hafi alltaf fylgt slökkviliðinu á Akranesi. „Það eru allir félagar. Slökkviliðsstjórinn hefur alltaf haft okkur með í öllu og menn höfðu frumkvæði í útkalli. Þurftu ekki að bíða eftir skipunum frá yfirmanni. Við höfum verið láns- samir. Eldvarnareftirlit hefur alla tíð verið gott á Akranesi og það hef- ur skilað sínu,“ segja þeir. Þó hafa Fyrrum slökkviliðsmaðurinn Halldór Fr. Jónsson. Ljósm. grþ. Sigurður Guðjónsson kampakátur á slökkviliðsæfingu. Allt tiltækt slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað á vettvang þegar Trésmiðja Akraness brann til kaldra kola í september 2013. Eldur kom upp í áhaldahúsi vinnuskólans á Akranesi 2006. Húsið var nánast alelda þegar slökkvilið kom á staðinn og var gjörónýtt eftir eldinn. Æfing í að klippa í sundur bíl. Myndin er tekin þegar félagar úr Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar auk nokkurra félaga úr Slökkvilið Borgarbyggðar sóttu námskeið frá Brunamálaskólanum 2011.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.