Skessuhorn


Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar innbrot og þjófnað á rúmlega 100 hjólbörð- um sem kunna að verða boðnir til sölu á næstu dögum. Ekki er óal- gengt að þýfi af þessu tagi sé boð- ið til sölu í nágrannabyggðum höf- uðborgarinnar. Biður lögregla fólk um að vera vakandi fyrir því að kaupa ekki hjólbarða sem kunna að vera þýfi. Viðurlög, refsing, er við vísvitandi kaupum á þýfi og er það haldlagt af lögreglu ef það finnst. „Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um hjólbarðaþjófn- aðinn eða sölu á hjólbörðum sem ætla má að geti verið úr umræddu innbroti eru beðnir að hafa sam- band við Lögreglustöð 4 í síma 444-1180 eða senda póst á abend- ing@lrh.is.“ mm Verktakar sem vinna að ísganga- gerðinni í Langjökli fyrir fyrir- tækið Ísgöng ehf. grófu síðastlið- inn fimmtudag þvert inn í risastóra sprungu í jöklinum. Sprungan er um fimm metra breið, hundruð metra á lengd og afar tilkomumik- il. Þar sem komið var þvert inn í sprunguna eru um fimm metr- ar niður en hún þrengist í botn- inn, en 15 metrar eru upp í þak sprungunnar. Ísgangamenn höfðu fyrirfram gert ráð fyrir að grafa sig inn í sprungu í jöklinum. Þeir segj- ast hlakka til að geta sýnt gestum ísganganna þessa stóru hvelfingu þegar göngin verða opnuð, en stefnt er að opnun næsta sumar. mm/ Ljósm. IceCaveIceland á Facebook Síðastliðinn föstudag tóku nem- endur 1.-5. bekkjar Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það er al- þjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Verk- efnið var samvinnuverkefni skólans og foreldra. Nemendum var skipt í hópa og töluðu foreldrar sig sam- an um hvað hver kæmi með í kass- ann sem hópurinn setti svo sam- an á föstudaginn. Þeir foreldrar sem höfðu tök á komu svo og unnu verkefnið með starfsfólki skólans og börnunum. Sama dag var einn- ig náttfata- og bangsadagur og því einstaklega notaleg og góð stemn- ing sem skapaðist, að sögn starfs- manna GBF, sem þakka foreldrum kærlega fyrir gott samstarf. mm Á þriðjudaginn í liðinni viku fyllt- ist Ráðhúsloftið hjá Stykkis- hólmsbæ af áhugasömu og spenntu fólki. Það var þangað komið til að sjá myndböndin níu sem bár- ust í myndbandasamkeppni verk- efnisins um burðarplastpokalausan Stykkishólm og heyra um úrslitin í keppninni. Spennan stigmagnaðist eftir því sem leið á sýningu mynd- bandanna, enda ljóst að keppn- in var mjög jöfn. Höfðu gestir orð á því hvað myndböndin væru vel unnin, áhrifarík og fjölbreytt. All- ir þátttakendur fengu viðurkenn- ingar fyrir framlög sín, en Sæferð- ir gáfu fría Víkingasushi siglingu, Stykkishólmsbær gaf sundkort og Heilsa ehf. gaf margnota Baggu innkaupapoka. Dómnefnd skipuðu þær Theó- dóra Matthíasdóttir, Rannveig Magnúsdóttir, Birgitta Stefáns- dóttir og Anna Margrét Ólafs- dóttir. Theódóra ákvað hins veg- ar að sitja hjá vegna tengsla sinna við suma keppendur. Erfitt reynd- ist að velja á milli myndbandanna og ákvað dómnefndin því að kalla til liðs við sig samtals ellefu aðstoð- ardómara sem veittu ráðgjöf við val á þremur myndböndum sem hlutu peningaverðlaun. Niðurstaðan var sú að Aron Alexander Þorvarð- arson hreppti fyrsta vinninginn, 100.000 króna peningaverðlaun. Sara Rós Hulda Róbertsdóttir varð í öðru sæti og Haukur Páll Krist- insson í því þriðja. Öll myndbönd- in sem bárust í samkeppnina eru á sérstakri YouTube síðu og eru jafn- framt aðgengileg á Facebooksíðu verkefnisins „Burðarplastpokalaus Stykkishólmur“. sá Hundrað hjólbörðum stolið – lögregla biður fólk að vera á varðbergi 185/65R15 92T NOKIAN WR D3 CC))71 245/70R16 111T XL ROTILVA AT CE )) 72 225/55R17 94T XL NOKIAN HKPL 7 Studded 205/50R17 93T NOKIAN HKPL XL 7 Studded 265/50R20 111T NOKIAN HKPL 7 SUV XL Studded 235/55R17 103 XL NOKIAN HKPL 8 SUV Studded 175/70R13 NOKIAN Nordman 5 82T 205/70R15 NOKIAN Nodrman 5 100T XL 225/60R17 NOKIAN Nordman 5 SUV 103 XL Nemendur á Hvanneyri undir­ bjuggu saman Jól í skókassa Þátttakendurnir Aron Alexander, Sara Rós og Haukur Páll ásamt dómnefndinni. Úrslit kunngjörð í Stykkishólmi í samkeppni um myndbönd Inni í göngunum. Loftræstirör í loftinu og jólaljósaseríur gera skemmtilega birtu. Ísgangamenn grófu þvert á stóra sprungu í jöklinum Inni í jökulsprungu sem þessari getur verið sem í ævintýri um að lítast þar sem mikilfengleikinn og víðáttan kallast á við grýlukertin. Maðurinn er agnarsmár í samanburði við stærð jökul- sprungunnar. Veðrið getur verið gott á jökli og útsýni þá mikið. Hér sést í lofræstiop ganganna en horft í átt til Eiríksjökuls. Umræddir hjólbarðar eru af eftirfarandi tegund og stærð:

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.