Skessuhorn


Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Tólf ára íslenskur drengur, Tóm- as Magnússon, keppir til úr- slita í söngvakeppni hjá útvarps- rásinni BBC 2 í Bretlandi næst- komandi föstudag. Tómas er fæddur og uppalinn í Bretlandi og býr þar með foreldrum sín- um, Jóni Magnússyni frá Hvann- eyri og Ellie Fane, ásamt fimmtán ára systurinni Önnu. Hann geng- ur í skólann Pilgrims School sem er í Winchester og þar er hann í drengjakór. „Það hefur verið hefð fyrir þessum drengjakór í fleiri hundruð ár en í mörgum kirkju- skólum eru kórar,“ segir Jón faðir Tómasar í samtali við Skessuhorn. Úrslitin fara fram í dómkirkjunni St. Paul´s Cathedral í London þar sem Tómas mun koma fram fyr- ir framan hundruðum áhorfenda, ásamt þremur öðrum drengjum og fjórum stúlkum. Tómas er þó vel undirbúinn og vanur því að koma fram enda hefur hann sung- ið með drengjakórnum í fimm ár. „Hann hefur fengið mikla þjálfun þar. Það eru kóræfingar á hverjum degi og svo syngja þeir í þremur messum á viku. Auk þess kemur kórinn reglulega fram á tónleikum og ýmsum öðrum uppákomum,“ segir Jón en Tómas leikur einnig á píanó og túbu. Örfáir sem komast áfram Söngvakeppni BBC er árlegur viðburður og sækja fleiri hundr- uð drengja og stúlkna víðsvegar af Bretlandi um þátttöku á ári hverju. Það eru svo aðeins fjórir þátttak- endur af hvoru kyni sem eru vald- ir í úrslitin. „Tómas var hvattur til að senda upptöku til BBC 2 sem hann gerði. Svo fékk hann bréf þar sem honum var tilkynnt um að hann væri einn þeirra sem komst áfram,“ útskýrir Jón. Keppninni verður útvarpað og verða tveir sigurvegarar valdir í lokin, einn drengur og ein stúlka. „Það má segja að þetta sé eins konar X - Factor keppni fyrir kórdrengi. Sigurvegarinn fær verðlaunagrip og söngtíma að launum, ásamt því að hann kemur fram á tónleikum á vegum BBC, í útvarpi og sjónvarpi víðsvegar yfir árið. Mikil spenna er í fjölskyldunni og ætla amma og afi Tómasar frá Hvanneyri, þau Magnús B Jónsson og Steinunn Ingólfsdóttir, að vera viðstödd við úrslitakeppnina,“ segir Jón stoltur að endingu. grþ Landsbankinn á Akranesi fagn- ar fimmtíu ára afmæli næstkom- andi föstudag. Af því tilefni verð- ur ýmislegt um að vera í bankan- um alla vikuna og hófst dagskráin á mánudaginn var. „Við erum með sýningu sem rúllar alla vikuna, þar sem hægt er að skoða gamla muni úr bankanum, svo sem bauka, bæk- ur og einkennisfatnað fyrri ára og fleira. Þannig getur fólk séð þró- unina sem hefur orðið síðastliðna hálfa öld. Auk þess erum við með getraun þar sem gestir geta giskað á krónutölu,“ segir Hannes Mar- inó Ellertsson útibússtjóri Lands- bankans á Akranesi. Hann bætir því við að á afmælisdaginn sjálfan, föstudaginn 31. október, verði boð- ið upp á afmælisköku í bankanum ásamt afmælisglaðningi fyrir börn. Þá gaf Landsbankinn út fréttablað í tilefni afmælisins sem dreift var á heimili á Akranesi. Útibú Lands- bankans á Akranesi var opnað 1964, þegar bankinn yfirtók Spari- sjóð Akraness sem stofnaður var 1918. „Bankinn var talinn öflug- ur á sínum tíma. Það voru tilmæli Innan skamms verða verðtryggð húsnæðislán heimilanna leiðrétt. Um jafnræðisaðgerð er að ræða sem mun koma flestum íslensk- um heimilum til góða. Loksins fá heimilin að njóta einhverrar sann- girni og réttlætis. Húsnæðismál- in eru einnig í brennidepli en hús- næðismálaráðherra mun leggja fram fjögur frumvörp þessa efnis á yfirstandandi þingi. Lengi hefur verið talað um þörf á nýju húsnæð- iskerfi og loksins sjáum við fram á að það verði að veruleika. Stóra planið gengur upp Á sumarþingi 2013 samþykkti Al- þingi þingsályktunartillögu um að- gerðir vegna skuldavanda heimil- anna. Tillagan var í tíu liðum og leiðréttingin er aðeins einn liður af tíu. Aðrir þættir aðgerðaáætlun- ar eru t.d. að gerðar verði tillögur um framtíðarskipan húsnæðismála. Umsóknir um leiðréttingu á lán- um voru 69 þúsund frá 105 þúsund einstaklingum. Umsóknarferlið var einfalt og vinnan við að reikna út leiðréttinguna gengur mjög vel. Innan skamms munu tilkynningar berast um leiðréttingu lána. Spunameistararnir Nú þegar leiðréttingin er hand- an við hornið er eins og sum- ir hafi gleymt af hverju farið var í þessa vegferð. Á síðasta kjörtíma- bili vildu sumir þingmenn þáver- andi stjórnarflokka fara í aðgerð- ir til að leiðrétta stökkbreytt verð- tryggð húsnæðislán. Úr því varð ekki. Þáverandi forsætisráðherra sagði nefnilega að ekki yrði meira gert fyrir skuldsett heimili. Á sama tíma var ráðist í stórar efnahagsað- gerðir; skuldir fyrirtækja afskrifað- ar og gengistryggð lán voru endur- reiknuð. Þeir sátu eftir sem skuld- uðu verðtryggð lán. Tekjulágir fá meira Sama fólk og talaði á síðasta kjör- tímabili fyrir nauðsyn þess að leið- rétta stökkbreytt lán, talar nú gegn aðgerðum ríkisstjórnarinnar og kastar vísvitandi ryki í augu al- mennings. Talað er um kaldar pizz- ur og Vísa skuldir í þessu samhengi. Sannleikurinn er sá að hlutfall fjár- hæðar niðurfærslu og árstekna er hærra hjá tekjulægri heimilum en þeim tekjuhærri. Þannig að þeir tekjulægri fá hlutfallslega meira. Tæpur helmingur leiðréttingarinn- ar fer til heimila með undir 6 millj- ón kr. í árslaun sem eru t.d. heim- ili þar sem tveir einstaklingar eru hvor um sig með undir 250 þús. kr. í mánaðarlaun. Meðalfjárhæð nið- urfærslu hækkar eftir því sem fjöldi barna er meiri, þar sem stærri fjöl- skyldur eiga iðulega stærra húsnæði og meiri skuldir. Rétt er að benda á að ef þessi leiðrétting kæmi ekki til nú, þá yrði hækkun höfuðstóls enn meiri vegna verðbólgunnar. Unn- ið er hörðum höndum innan ráðu- neyta að afnámi verðtryggingar og munu niðurstöður þeirrar vinnu liggja fyrir í mars 2015. Skattgreiðendur og hrægammar Það hefur legið fyrir frá því fram- kvæmd leiðréttingarinnar var kynnt að bankaskattur yrði hækkaður og undanþága fjármálastofnana í slita- meðferð frá skattinum afnumin. Í fyrsta sinn eru þrotabúin skattlögð og gert er ráð fyrir að þessar breyt- ingar auki tekjur ríkissjóðs um 92 m.kr. á fjórum árum. Það er fráleitt að halda því fram að heimilin borgi leiðréttinguna í þeim skilningi sem sumir kjósa að túlka svo. Þeir sem ekki eiga húsnæði geta einnig not- ið góðs af aðgerðum ríkisstjórnar- innar með því að nýta séreignar- sparnað og safna í sjóð til húsnæð- iskaupa. Nýtt húsnæðiskerfi mun einnig tryggja hagsmuni leigjenda mun betur en nú er. Ríkisstjórn Sigmundar Dav- íðs Gunnlaugssonar stendur með heimilunum og ræðst í verkefni sem fyrri ríkisstjórn taldi ógerlegt. Núverandi ríkisstjórnar verður minnst í sögubókum framtíðarinn- ar fyrir að hafa reist hina langþráðu skjaldborg um heimilin í landinu. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir. Höf. eru alþingisþingmenn Framsóknarflokksins Pennagrein Skjaldborgin rís eftir langa bið Landsbankinn á Akranesi fagnar 50 ára afmæli frá Skagamönnum að fá öfluga og góða bankaþjónustu á Akranes og því var þetta útibú stofnað. Það má eiginlega segja að Landsbank- inn hafi verið í útrás frá Reykjavík á þessum árum, enda voru stofnuð nokkur útibú víðsvegar um landið á svipuðum tíma,“ segir Hannes. Upphaflega var bankinn starfrækt- ur í húsakynnum Sparisjóðsins við Skólabraut en útibúið flutti starf- semi sína í gamla Landsbankahúsið við Suðurgötu 1973. „Það er gam- an að segja frá því að það er eina húsið á Akranesi sem fengið hef- ur arkitektar verðlaun svo vitað sé. Í dag er Landsbankinn til húsa við Þjóðbraut 1. Taka þátt í samfélags­ verkefnum Í tilefni afmælisins gaf Landsbank- inn tvær gjafir sem nýtast samfé- laginu á Akranesi. Sérdeildinni í Brekkubæjarskóla voru færðar þrjár stórar borðtölvur með öllu tilheyr- andi að gjöf og Björgunarfélag Akraness fékk AIS staðsetningar- tæki til að nota í björgunarbátn- um, sem félagið festi nýverið kaup á. „Auk þess tökum við árlega þátt í fjölmörgum samfélagsverkefnum á Akranesi og nágrenni. Meðal ann- ars styrkjum við gangbrautavörslu í Grundaskóla, þar sem nemendur í 10. bekk fylgja yngri nemendum yfir göturnar í kringum skólann á morgnana í mesta skammdeginu. Það er verkefni sem alltaf hefur vakið mikla athygli og mikil ánægja er með meðal foreldra yngri barna í Grundaskóla. Einnig styrkjum við forvarnaverkefni 10. bekkinga í Brekkubæjarskóla þar sem nem- endur fá með sér heim dúkkur sem eru forritaðar eins og ungabörn. Nemendurnir þurfa að hugsa um dúkkurnar eina helgi. Það er gam- an að taka þátt í þessu verkefni. Við erum virkilega ánægð með að geta tekið þátt í verkefnum sem nýtast samfélaginu á einn eða annan hátt.“ útskýrir Hannes. Einkabankinn stærsta útibúið Hannes segir að útibúið sé eftir- sóknarverður vinnustaður enda hefur alla tíð verið lítil starfsmanna- velta þar. Hann segir styrk útibús- ins vera að þar starfi reynslumikið fólk. „Meðal starfsaldur hjá okkur er 26 ár, þó að þrír af okkar starfs- mönnum hafi unnið hér innan við tíu ár.“ Hann segir þó starfsmanna- fjöldann hafa breyst töluvert á síð- ustu fimm árum. Fækkað hefur um fjóra og í dag starfa tólf manns í úti- búinu. „Þessar breytingar má rekja til þeirra tækninýjunga sem bank- inn er að tileinka sér. Einkabankinn er stærsta útibú bankans í dag og það má segja að það sé mesta breyt- ingin sem hefur orðið á bankastarf- seminni á þessum fimmtíu árum.“ Hannes bætir því við að viðskipta- vinir þurfi sjaldnar í bankann í dag en áður þekktist, nútíma viðskipti hafi breyst þannig að bankinn hafi mun meira frumkvæði í samskipt- um sínum við viðskiptavini en áður. „Og það er í góðu samræmi við eitt af meginmarkmiðum bankans, sem er að vera traustur samherji í við- skiptum og hlusta vel á þarfir við- skiptavina. Viðskiptavinum fer fjölgandi, bæði í einstaklings- og fyrirtækjaþjónustu. Það má segja að það sé góður vöxtur í stofni okkar,“ segir Hannes Marinó Ellertsson, útibússtjóri Landsbankans á Akra- nesi. grþ Tómas Magnússon keppir til úrslita í söngvakeppni hjá BBC 2. Ljósm. úr einkasafni. Íslenskur drengur keppir til úrslita í söngvakeppni hjá BBC Sérdeildinni í Brekkubæjarskóla voru færðar þrjár borðtölvur að gjöf. Ljósm. Brekkubæjarskóli. Hannes M. Ellertsson, útibússtjóri Landsbankans á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.