Skessuhorn


Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Styrkumsóknir vegna menningar,- íþrótta- og atvinnumála Auglýst er eftir umsóknum um styrki á árinu 2015 vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála. Sótt er um á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði. Með umsóknir verður farið samkvæmt reglum um styrk- umsóknir sem samþykktar voru í bæjarráði 22. október 2013. Reglurnar eru aðgengilegar á vef Akraneskaupstaðar www.akranes.is Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2014 SK ES SU H O R N 2 01 4 Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Guttorms Jónssonar Bjarkargrund 20 Akranesi. Minning um góðan dreng lifir. Ykkar stuðningur er okkar styrkur. Emilía Petrea Árnadóttir, Helena, Lárus Bjarni og fjölskyldur. S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is Vinnustofa vegna mögulegs vaxt- arklasaverkefnis í Bogarbyggð var haldin síðastliðin fimmtu- dag á Bifröst. Verkefnið er sam- starfsverkefni Háskólans á Bif- röst, Borgarbyggðar og fyrirtækja á svæðinu. Aðdragandi verkefnis- ins er að Jón Bjarni Steinsson og Hallur Jónasson, starfsmenn Há- skólans á Bifröst, hafa gert könn- un og samantekt um ný fyrirtæki, sprotastarf og viðskiptahugmynd- ir í sveitarfélaginu Borgarbyggð. Unnu þeir verkefnið undir leið- sögn sérstakrar verkefnisstjórnar á vegum skólans og Borgarbyggð- ar. Á vinnustofunni var farið yfir niðurstöður úr vinnu þeirra fé- laga sem byggir m.a. á viðtölum við fjölda fólks í Borgarfirði og annarri upplýsingaöflun. Kynntu þeir nokkur áhugaverð verkefni í sveitarfélaginu og sprotastarf- semi sem væri í gangi. Ennfrem- ur var bent á ýmis verkefni sem enginn er að vinna að og vantar að setja í viðeigandi farveg. Flest vaxtarverkefnin eru í ferðaþjón- ustu en ennfremur eru ýmis verk- efni tengd matvælavinnslu og al- mennri þjónustu. Mikil umræða varð um verk- efnin og hugmyndir voru reifað- ar. Skýrt kom fram að ónýtt tæki- færi eru fjölmörg til uppbygg- ingar í Borgarbyggð. Þá kom fram að skortur væri á kunnáttu í markaðsmálum og nauðsynlegt að menn taki höndum saman um kynningarmál. Mikið var rætt um nauðsyn þess að nýta þá stoðþjón- ustu sem í boði er, svo sem at- vinnuráðgjöf, Markaðsstofu Vest- urlands auk fyrirtækja sem starf- andi eru á svæðinu. Á næstu vik- um mun koma í ljós hvort sérstak- ur vaxtarklasi verður að veruleika þar sem stofnað yrði til formlegs samstarfs í kringum einstök vaxt- arverkefni. Ráðstefnustjóri var Vilhjálmur Egilsson rektor Há- skólans á Bifröst. Skessuhorn mun á næstu miss- erum, líkt og áður, fjalla um þau sprotafyrirtæki sem eru að hasla sér völl í Borgarfirði sem og víð- ar á Vesturlandi. Unnið verður út frá þeim upplýsingum sem m.a. Jón Bjarni og Hallur hafa tekið saman. mm Rætt um mögulegan vaxtarklasa í Borgafirði Jón Bjarni og Hallur kynna óútkomna skýrslu sem þeir hafa skrifað um nýsköpunarstarf í Borgarbyggð. Mjög góð mæting var á vinnustofuna. „Gripið sem ég þarf hvernig sem viðrar“ Toyo harðskeljadekk hafa sannað sig við íslenskar aðstæður „Ég er á ferðinni allt árið. Keyri yfir sex þúsund kílómetra á mánuði landshorna á milli. Ég þekki vegina vel, en færðin er fljót að breytast. Maður leggur stundum af stað í bongóblíðu en endar í blindbyl. Ég hef notað harðskeljadekkin frá Toyo í mörg ár. Þau gefa mér gripið sem ég þarf – hvernig sem viðrar.” Halldór Már Þórisson - Sölufulltrúi Wurth á Íslandi Bílabær bifreiðaverkstæði ÖRY GGI ALLA N HRI NGIN N Þú færð Toyo harðskeljadekkin hjá Bílabæ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.