Skessuhorn


Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Hunda- og kattaeigendur athugið Laugardaginn 1. nóvember nk. verður hunda- og kattahreinsun í þjónustumiðstöð Akraness að Laugarbraut 6 (gamla slökkvistöðin). Dýralæknir býður einnig upp á bólusetningar (ath. greiða þarf með peningum): Nánari upplýsingar veitir dýraeftirlitsmaður í síma 898-9478 eða dýralæknir í síma 892-3230. S K E S S U H O R N 2 01 4 Íbúð til leigu á Akranesi Til leigu fín fjögurra herbergja íbúð í fjölbýli. Parket á gólfum, þvottahús í íbúð og geymsla á jarðhæð. Leiga 135 þúsund á mánuði, hússjóður innifalinn. Laus strax. Nánari upplýsingar hjá Búseta í síma 520-5788. SK ES SU H O R N 2 01 4 Guðni Líndal Benediktsson hlaut á dögunum Íslensku barnabók- menntaverðlaunin 2014 fyrir sína fyrstu barnabók. Í bókinni „Ótrú- leg ævintýri afa – Leitin að Blóðey“ segir afi barnabarni sínu ótrúlega sögu um frækinn björgunarleið- angur og ævintýralegar furðuver- ur. Ævar Þór Benediktsson, eldri bróðir Guðna, gaf nýlega einnig út barnabók. Margir þekkja hann sem Ævar vísindamann sem kenn- ir börnum og fullorðnum ýmis trix í sjónvarpinu. Bók Ævars heitir „Þín eigin þjóðsaga.“ Þar er flétt- að saman hinum ýmsu þjóðsögum í sögusvið þar sem lesandinn ræður sjálfur hvernig bókin endar. Bækur þeirra bræðra hafa fengið frábærar viðtökur og prýða nú toppsæti ís- lenskra metsölulista. Snemma ljóst hvert stefndi Bræðurnir ólust upp á Stað í Borg- arfirði og gengu í Varmalandskóla í Stafholtstungum. Þeir segja að í skólanum hafi þeir fundið góðan farveg fyrir ritstörfin. ,,Varmaland var frábær skóli. Það var nánast al- veg sama hvað maður vildi taka sér fyrir hendur. Það voru allir af vilja gerðir til að hjálpa, hvort sem það var ég að ritstýra skólablaðinu eða Guðni að biðja Flemming skóla- stjóra að leika uppvakning í stutt- myndinni hjá sér. Það var eins og ekkert væri sjálfsagðara,“ seg- ir Ævar. Bræðurnir eru oft spurð- ir hvaðan þeir hafi þessa þörf til að skapa og skrifa og segir Ævar ekki fara milli mála að þetta sé frá for- eldrum þeirra. „Þau eru bæði afar skapandi. Pabbi hefur skrifað bæk- ur og kennslumyndir og mamma teiknar eins og vindurinn. Þau kunna þetta,“ segir hann. Guðni hefur lokið námi í leik- stjórn og handritagerð hjá Kvik- myndaskóla Íslands. Í fyrra var stuttmynd hans No homo valin besta íslenska stuttmyndin á kvik- myndahátíðinni Reykjavík shorts and docs, en hún rataði einnig inn á Cannes-kvikmyndahátíðina sama ár. Ævar útskrifaðist sem leikari úr leiklistardeild LHÍ vorið 2010. Auk þess að vera í gervi vísindamanns hefur hann gefið út tvær barnabæk- ur um Ævar vísindamann, en önn- ur þeirra, Umhverfis Ísland í 30 til- raunum, kom út í vor. Hann hlaut í vikunni sem leið fræðslu- og vís- indaviðurkenningu Siðmenntar fyrir störf sín. Vertu alltaf Batman Ævar segir þá bræður alltaf hafa verið mikla lestrarhesta og þeir hafi strax frá unga aldri fengið brenn- andi áhuga á sögum og leiklist. Foreldrar þeirra hafi snemma séð að drengirnir væru ekki að fara að taka við býlinu þar sem þeir vildu frekar vera inni að lesa en vera úti að vinna. Það hafi verið í góðu lagi því þau hafi alltaf stutt við bakið á þeim sama hvað þeir vildu gera. „Ég man eftir að hafa verið að gera teiknimyndasögur þegar ég var sjö ára,“ segir Guðni. „Þegar litið er til baka þá var þetta vísir að því sem koma skildi. Það að við bjuggum úti í sveit, áttum góða vini og gott bakland, gaf okkur tækifæri til að vera algjörlega við sjálfir. Og það er mikilvægt að vera þú sjálfur,“ seg- ir Guðni og bætir svo við: ,,Nema ef þú getur verið Batman. Þá skaltu alltaf vera Batman.“ Hafa áhyggjur af ólestri Vert er að minnast á lestrará- tak Ævars vísindamanns, metn- aðarfullt átak sem hann hleypti af stokkunum í grunnskólum lands- ins núna í haust til að kveikja áhuga barna fyrir lestri. Verðlaunin í átak- inu eru ný af nálinni, en þeir sem taka þátt eiga möguleika á að verða persóna í næstu bók um Ævar vís- indamann. Allar nánari upplýsingar um átakið má finna á www.visinda- madur.is. Hugmyndin að átakinu kviknaði þegar Ævar sá kannanir um dvínandi áhuga barna á lestri og vildi leggja sitt á vogarskálina í að spyrna við þeirri þróun. Að sögn þeirra bræðra er sömuleiðis áhyggjuefni að börn nú til dags láti sér aldrei leiðast. „Börn hafa stöð- ugan aðgang að spennandi afþrey- ingu í sjónvarpi og tölvuleikjum. Þau þurfa því aldrei að nota ímynd- unaraflið og búa til sín eigin ævin- týri,“ segir Guðni. ,,Ímyndunar- aflið er vöðvi sem verður að þjálfa. Það má ekki mata allt ofan í mann,“ bætir Ævar við. Guðni heldur áfram: „Það er mjög hollt að láta sér leiðast reglulega. Það knýr fólk til að finna sér eitthvað skemmti- legt sjálft, lesa bók og virkja ímynd- unaraflið. Ein besta gjöf sem hægt er að gefa barni er að kenna því að spyrja spurninga. Spurninga eins og: Hvað ef? Hvernig? Og hvers vegna? Spurningar búa til gagnrýna hugsun og skapandi einstakling.“ Byrjaður á næstu bók Guðni er byrjaður á bók númer tvö í seríunni um Ótrúleg ævintýri afa og stefnir á að hver bók verði trylltari og skemmtilegri en bók- in á undan. Fleiri stuttmyndir eru einnig á dagskrá. Ævar er einnig með mörg járn í eldinum. Hann er byrjaður að skrifa ævintýrabókina Bernskubrek Ævars vísindamanns: Risaeðlur í Reykjavík, sem kemur út í vor. Hann er sömuleiðis farinn að leggja drög að framhaldi Þinnar eigin þjóðsögu. Þá hefur ný þátta- röð um Ævar vísindamann göngu sína á RÚV í desember. Hægt er að lesa meira um bræðurna og skoða myndir úr bókunum á heimasíðum þeirra: www.gudnilindal.com og www.aevarthor.com þit Bækur þeirra bræðra. Hugmyndaríkir og frjóir bræður þakka það foreldrunum Bræðurnir Guðni Líndal og Ævar Þór Benediktssynir. Gæði - Úrval Þjónusta Opið: Mánud. – föstud. kl. 9 – 18 Laugardaga kl. 11 - 15 Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - Sími 511 3388 SK ES SU H O R N 2 01 4 MATREIÐSLUMAÐUR OG TVEIR MATREIÐSLU- NEMAR ÓSKAST MATREIÐSLUMAÐUR Veitingastaðurinn Galito á Akranesi óskar eftir að ráða metnaðarfullan matreiðslu- mann í fullt starf, unnið er á vöktum 2-2-3. MATREIÐSLUNEMAR Getum bætt við okkur tveimur matreiðslunemum. Nánari upplýsingar í síma 6986761 Þórður, eða 8668442 Hilmar. Vinsamlegast sendið umsóknir á galito@galito.is sími 430 6767 · galito.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.