Skessuhorn


Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Arion banki sagði í síðustu viku upp 18 starfsmönnum. „Nauðsynlegt til að auka skilvirkni og hagkvæmni í grunnrekstri bankans,“ segir m.a. í tilkynningu. Að auki verður af- greiðslu bankans á Hólmavík lokað en við það munu tveir starfsmenn til viðbótar láta af störfum. „Í hag- ræðingarskyni hefur Arion banki á undanförnum árum lokað 16 útibú- um og afgreiðslum víðsvegar um landið og hefur starfsfólki bank- ans fækkað um 120 frá árslokum 2009 þrátt fyrir að starfsemi Verdis, Sparisjóðs Ólafsfjarðar og Dróma hafi færst til bankans. Hefur fækk- un starfsfólks náðst fram að miklu leyti í gegnum hefðbundna starfs- mannaveltu með þeim hætti að ekki hefur verið ráðið aftur í störf sem losna,“ segir í tilkynningu frá bank- anum. Eftir lokun afgreiðslunnar á Hólmavík starfrækir Arion banki 23 útibú og afgreiðslur um land- ið. „Viðskiptavinir afgreiðslunn- ar á Hólmavík geta sótt þjónustu í útibú bankans í Borgarnesi eða hvert það útibú bankans sem þeir kjósa, en um helmingur viðskipta- vina afgreiðslunnar á Hólmavík er með búsetu á höfuðborgarsvæð- inu,“ segir að endingu í tilkynningu frá bankanum. mm Undanfarnar vikur hafa stóru línubátarnir af Snæfellsnesi verið að veiðum fyrir norðan land. Það þýðir mikla fiskflutninga frá höfn- um norðanlands á Snæfellsnesið. Þegar blaðamaður Skessuhorns var á ferðinni í Grundarfirði síð- astliðinn fimmtudag leit hann inn hjá flutningafyrirtækinu Ragnar & Ásgeir. Þar var allt á fullu og greinilega mikið að gera. Náðist stutt spjall við Ásgeir Ragnarsson framkvæmdastjóra fyrirtækisins þar sem hann var á þönum líkt og bílstjórarnir og aðrir starfsmenn í ýmsum verkum. Verið var að setja bretti á bílana með afurðum frá vinnslu G Run, sem er þarna við hliðina þannig að stutt var að ná í vöruna. Bílstjórar voru að taka til keðjur og annan búnað á bílana til að vera vel undir vetrar- færðina búnir á fjallvegum norð- an heiða. Þennan dag voru fjór- ir bílar á leið norður á Dalvík og næsta dag þurfti svo að senda aðra fjóra norður, líklega á Siglufjörð. Þennan dag var á leiðinni vestur einn bíll frá Siglufirði og annar kom þaðan kvöldið áður. „Það er núna verið að vinna fiskinn sem við komum með frá Siglufirði í gærkveldi hjá Hrað- frystihúsi Hellissands í Rifi. Þess- ar afurðir sem við vorum að setja á bílinn frá G Run fara í Samskip og við förum aðra ferð þangað seinna í dag. Þessi fiskur verður vænt- anlega kominn á borð neytenda í næstu viku. Svona er hraðinn í þessu og gerist ennþá meiri þeg- ar við förum með fisk í flug sem er mjög oft. Núna er fjórir bílar á leið á Dalvík. Bílstjórarnir gista þar í nótt og verða tilbúnir þeg- ar byrjað verður að landa úr Tjaldi SH fyrir KG fiskverkun frá Rifi í fyrramálið. Það koma bílstjórar frá okkur úr Reykjavík núna seinni partinn til að taka fiskinn af mörk- uðunum. Á morgun fara svo aðr- ir fjórir bílar frá okkur til að flytja fiskinn úr Örvari til HH. Úr hon- um veður landað á laugardags- morgun, líklega á Siglufirði.“ Af þessu má sjá að í mörg horn er að líta hjá flutningafyrirtækinu. Törnin verði kannski lengri núna Ásgeir segir að svona tarnir í fisk- flutningana komi yfirleitt á haust- in þegar línufiskurinn er ekki í Breiðafirðinum. „Þetta er venju- lega frá september og fram í októ- ber-nóvember. Ég á jafnvel von á því að þetta vari lengur núna, al- veg fram í desember,“ segir Ásgeir. Hann segir að veiðin í Breiða- firðinum sé frekar treg um þess- ar mundir. „Þetta eru svona 30-50 tonn af mörkuðunum yfir daginn. Það köllum við ekki mikið á höfn- unum hérna á Snæfellsnesi. Svo er það náttúrlega frysti fiskurinn, skreiðin og allur annar flutningur hjá okkur. Þetta er langmest í fisk- inum og kringum útgerðina sem við erum að flytja. Samvinnan við fyrirtækin er líka mjög góð. Skipu- lagið hjá þeim er mjög gott og það kemur okkur til góða. Það er til dæmis alveg frábært að geta geng- ið að því að Tjaldur í Rifi landi fimmta hvern dag. Svo fáum við bara lykla hjá fyrirtækjunum þann- ig að þeir þurfa oft ekki að ræsa út mannskap þegar við komum með hráefni eða tökum vöruna,“ sagði Ásgeir. Aðspurður sagði hann að yfirleitt væru 10-15 lestaðir bílar á ferðinni á sólarhring frá Ragnar & Ásgeir. Þar er eins og væntan- lega hjá fleiri fyrirtækjum í þess- ari þjónustu hægt á skrifstofunni að fylgjast með öllum ferðum bíla fyrirtækisins, svo sem að ökuhraði sé innan marka og ferðin gangi samkvæmt áætlun miðað við færð og aðstæður. þá Nú er skólaútgáfa af sýningu um íslenskt atvinnulífi, sem opnuð var á Bifröst fyrr á þessu ári, komin á ferð og flug. „Við hófum leikana í skólunum á okkar heimasvæði. Sýningin verður svo sett upp víðar í skólum á Vesturlandi næstu vikurn- ar, eina viku í senn, og skemmtileg- ir viðburðir skipulagðir samhliða henni í hverjum skóla. Sýningin var sett upp í Grunnskóla Borg- arfjarðar vikuna 6.-10. október og af því tilefni fengnir nokkrir gestir til að segja nemendum frá dagleg- um störfum sínum. Gestir voru þau Anna Lísa Hilmarsdóttir kúabóndi á Sleggjulæk fyrir hönd Landssam- bands Kúabænda, Lúðvík Hilm- arsson útibússtjóri Mjólkursam- sölunnar í Búðardal, Harpa Björg Guðfinnsdóttir fræðslustjóri Norð- uráls og Birna K. Baldursdótt- ir kjúklingabóndi í Eskiholti fyrir hönd Matfugls,“ segir María Ólafs- dóttir sýningarstjóri. „Við erum mjög ánægð með að hafa fengið sýninguna í heimsókn og okkur þótti einnig takast vel til með fyrirlestrana sem nemendur höfðu bæði gagn og gaman af,“ seg- ir Ingibjörg Inga Guðmundsdótt- ir, skólastjóri Grunnskóla Borgar- fjarðar. Vikuna 13.-17. október hékk sýningin uppi í Grunnskóla Borg- arness og var með henni brotið upp hefðbundið skólastarf en nemend- ur leystu ýmis verkefni tengd sýn- ingunni. Þá tóku nokkrir nemend- ur í unglingadeild skólans á móti Rótarýklúbbi Borgarness og röltu gestir, nemendur og kennarar um sýninguna. Signý Óskarsdóttir skólastjóri var ánægð með viðburð- inn og segir sýninguna hafa vakið áhuga nemenda. „Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með nem- endum hér á göngunum og gott að geta með þessum hætti kynnt þeim atvinnulífið og glætt áhuga þeirra á því sem þau vilja mögulega starfa við í framtíðinni,“ segir Signý. „Háskólinn á Bifröst þakk- ar gestum, nemendum og starfs- mönnum Grunnskóla Borgarfjarð- ar og Grunnskóla Borgarness fyrir ánægjulegar heimsóknir. Framund- an eru fleiri heimsóknir í skóla á Vesturlandi fram að jólum og síðan í Reykjavík og víðar,“ segir María Ólafsdóttir sýningarstjóri. mm Áfram halda uppsagnir í bankakerfinu Nemendur í Borgarnesi skoða sýninguna. Skólaútgáfa af sýningu um íslenskt atvinnulíf Nemendur GBF voru áhugasamir og duglegir að spyrja spurninga þegar þeir hlýddu á röð fyrirlestra um dagleg störf í fyrirtækjum. Miklir fiskflutningar að norðan á Snæfellsnesið Hans Sigurbjörnsson einn bílstjóranna á tali við Ásgeir framkvæmdastjóra sem var að vinna á lyftaranum. Ásgeir Ragnarsson við 750 ha Volvo, einn af nýrri bílum fyrirtækisins. Það eru 10-15 lestaðir bílar sem eru á ferðinni frá Ragnari & Ásgeiri á sólarhring.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.