Skessuhorn


Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Laugardaginn 1. nóvember á milli kl. 14:00 og 16:00 Gengið inn um eldra aðalanddyri! Til sýnis og sölu munir úr handavinnustofu. Vöfflur og kaffi verður selt gegn vægu gjaldi. Allur ágóði rennur í ferðasjóð heimilisfólks í Brákarhlíð. Allir velkomnir Hlökkum til að sjá ykkur! Basar og vöfflusala í Brákarhlíð SK ES SU H O R N 2 01 4 ÚTBOÐ Veiðifélag Laxár í Leirársveit óskar eftir tilboði í veiðirétt Eyrarvatns (norður hluta), Glammastaðavatns/Þórisstaðavatns og Geitarbergsvatns ásamt Selós og Þverá á milli vatna fyrir veiðitímabilið 2015-2017. Allar nánari upplýsingar og skilmála veitir Hallfreður Vilhjálmsson formaður í síma 864-7628 eða í gegnum netfangið hallfredurvilhjalmsson@gmail.com. Stjórn Veiðifélags Laxár SK ES SU H O R N 2 01 4 Líkt og sagt var frá í Skessuhorni fyrr í haust stóð Fornleifafélag Barðstrendinga og Dalamanna fyrir fornleifarannsóknum í Flat- ey í september. Elín Ósk Hreið- arsdóttir, Birna Lárusdóttir og Garðar Guðmundsson, fornleifa- fræðingar frá Fornleifastofnun Ís- lands sáu um skráningu fornminja. Fornleifafélag Barðstrendinga og Dalamanna hefur frá árinu 2007 staðið fyrir fjölbreyttum rann- sóknum á sunnanverðum Vest- fjörðum og í Dalasýslu. Má þar nefna fornminjaskráningu í Skál- eyjum, Hergilsey og Oddbjarn- arskeri og fornleifauppgreftri að Jörfa og Kirkjufelli í Hauka- dal. Auk þess hafa öll bænhús og kirkjur í Austur - Barðastrandar- sýslu verið skráðar og nú í haust hófst slík skráning í Dalasýslu. Fé- lagið hefur unnið rannsóknirnar í samstarfi við Fornleifastofnun Ís- lands og verið styrkt af Fjárlaga- nefnd Alþingis, Fornminjasjóði og Reykhólahreppi. Ýmsar minjar í þorpinu teljast til fornleifa Að sögn Birnu Lárusdóttur hjá Fornleifastofnun Íslands voru ríf- lega 200 fornleifar skráðar og mældar upp. Auk hefðbundinn- ar skráningar voru teknar myndir með svokölluðum dróna eða flyg- ildi. „Mikið af þeim minjum sem skráðar voru í Flatey eru frá síð- asta skeiði búsetu, 19. - 20. öld en líka sjást merki um minjar sem gætu verið miklu eldri. Þar má nefna garðlög sem liggja þvert yfir eyjuna, bæði austan og vestan við núverandi byggð,“ útskýrir Birna. Hún segir að ýmsar minjar í núver- andi þorpi Flateyjar teljist til forn- leifa en flest eldri bæjarstæðin eru á hrygg sem rís hærra en þorpið og nær eftir sunnanverðri eyjunni frá austri til vesturs. „Má þar nefna Hólsbúð, Miðbæ og Garða / Aust- urbæ. Skammt frá síðastnefnda staðnum er talið að klaustur hafi staðið um skeið á 12. öld og bent hefur verið á örnefni og stein með manngerðum bolla því til vitnis.“ Auk bæjarhólanna var fjöldinn all- ur af þurrabúðum í Flatey en flest ummerki um þær eru nú horfn- ar, fyrir utan nokkra kálgarða sem enn sést til. Birna nefnir einnig að á sunnanverðri eynni megi sjá fjölda lendingarstaða, ruddra vara, þar sem bátar hafa verið dregnir upp. Upp af einni slíkri vör sjáist leifar af nokkrum naustum. „Þótt sjósókn hafi alltaf verið helsta lifi- brauð eyjaskeggja má sjá merki um umbætur í landbúnaði frá 19. öld sem teljast nú til fornleifa, t.d firnastóran nátthaga sem hlaðinn var austast á eyjunni og sömuleið- is beðasléttur á nokkrum stöðum,“ segir hún. Skráningarmenn vilja koma á framfæri bestu þökkum til heimildarmanna sinna. Í vetur verður unnið úr gögnunum og af- raksturinn verður tilbúin í vor. Meðfylgjandi myndir eru teknar í ágúst síðastliðnum úr drónanum af Garðari Guðmundssyni. grþ Skráningu fornminja í Flatey lokið Spurningalið Snæfellsbæjar í fyrra. Guðrún Fríða Pálsdóttir, Magnús Þór Jónson og Sigfús Almarsson. soðinn fiskur með kartöflum og heimabökuðu rúgbrauði mjög góð- ur matur. Kjúklingunum eru þau hrifin af og einnig pasta. Við bjóð- um einnig upp á þjóðlegan mat eins og lambakjöt. Við höfum verið með súpukjöt og erum að koma meira kjöti með beini inn hjá krökkunum. Það gengur nokkuð vel. Við gáfum þeim meira að segja rifjasteik með raspi um daginn. Þau vissu mörg hver ekkert hvað þetta var en borð- uðu það samt. Starfið í skólanum er mjög skemmtilegt. Bæði að vinna með starfsliði skólans og börnun- um. Það er varla hægt að hugsa sér betra en enda starfsævina í þessu starfi og ég er að vonast til að svo verði,“ sagði Sigfús að lokum. Rétt í þann mund sem hann endaði skoð- unarferð með blaðamanni um Hell- issand. Ferðin endaði skammt frá gamla salthúsinu sem Hraðfrystihús Hellissands á. Þar stefna þeir félagar Sigfús og Ólafur Rögnvaldsson á að koma á fót listasetri í samvinnu við vin þeirra, þýska myndlistamanninn Peter Lang. þáHúsið þar sem Sigfús starfrækti veitingastaðinn Svörtuloft í fimm ár.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.