Skessuhorn


Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Óska eftir breytingum á úthlutunar reglum SNÆFELLSBÆR: Bæjar- ráð Snæfellsbæjar hefur ósk- að eftir að gerðar verði breyt- ingar á úthlutunarreglum fyr- ir byggðakvóta í Snæfellsbæ. Um orðalagsbreytingar í þremur greinum er að ræða og eru þær settar fram sökum þeirrar staðreyndar að ekki er hægt að landa afla til vinnslu á Arnarstapa og Hellissandi. Í 1. grein reglnanna c-lið, ósk- ar bæjarráð Snæfellsbæjar eftir því að í stað orðalagsins „í við- komandi byggðarlagi“ komi „í viðkomandi sveitarfélagi“. Í 4. gr. 1 málsgrein breytist orða- lagið úr „í þorskígildum tal- ið innan komandi byggðar- lags“ í „í þorskígildum talin innan viðkomandi sveitarfé- lags.“ Í 6. grein 1. málsgrein- ar breytist orðalagið úr „inn- an hlutaðeigandi byggðarlag“ í „innan hlutaðeigandi sveitar- félags.“ Í lok bréfs bæjarráðs- ins til atvinnu- og nýsköp- unarráðuneytisins segir að ef orðið verður við þessum ósk- um muni byggðakvótinn nýt- ast innan sveitarfélagsins. Það skipti miklu máli fyrir Snæ- fellsbæ að geta nýtt úthlutað- an byggðakvóta. –þá Ágreiningur um girðingastæði BORGARFJ: Á fundi byggð- arráðs Borgarbyggðar nýver- ið var rætt um ágreining um girðingarstæði í Krókslandi í Norðurárdal. Lögð var fram fundargerð afréttarnefnd- ar Þverárréttar frá 8. október þar sem fram kemur að eig- anda Króks verði boðið sam- komulag um að girða upp gömlu girðinguna sem liggur um hlíðina og að hann eign- ist um leið núverandi afréttar- girðingu sem lendi innan þess hólfs. Að öðrum kosti verði hugsanlega höfðað mál til að kanna hvort hefðarréttur sé ekki kominn á afnot af þessu landi. Byggðarráð tók und- ir samþykkt nefndarinnar og var sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu. Þess má geta að dómur hefur fallið vegna girðingamála í Krókslandi og var sá dómur landeiganda í vil. –þá Haustfundur Hrossvest VESTURLAND: Haust- fundur Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn sunnudaginn 23. nóvember kl. 14 á Hótel Borgarnesi. Þar verður tilnefnt hrossarækt- arbú Vesturlands, veitt verð- laun fyrir hæst dæmdu hrossin í hverjum flokki og útnefndir einstaklingar til heiðursmerk- is HROSSVEST, en það eru einstaklingar sem hafa lagt sitt af mörkum til félags- og rækt- unarstarfs í þágu hrossarækt- ar og hestamennsku á Vestur- landi. Gestur fundarins verður Guðlaugur Antonsson, fyrrum hrossaræktarráðunautur, sem nú er starfsmaður MATÍS. Hann mun fara yfir áherslur í starfi sínu á nýjum vettvangi. –mm Notkun endur­ skinsmerkja ábótavant LANDIÐ: Tæplega sex af hverjum tíu börnum og full- orðnum voru ekki með end- urskinsmerki þegar trygg- ingafélagið VÍS kannaði stöðu þeirra mála við einn grunnskólann í Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Engu að síður var þetta skárra hlutfall en á sama tíma í fyrra þegar þrír af hverjum fjórum voru án endurskins- merkja í könnun sem starfs- menn VÍS gerðu í gang- brautavörslu. Endurskin barnanna var oftast á tösk- um og utanyfirflíkum og þá fyrir tilstilli framleiðenda. Með endurskini sést við- komandi allt að fimm sinn- um fyrr en ella í myrkri. Sá tími getur skipt sköpum fyr- ir ökumann að bregðast við. Skessuhorn beinir þeim ein- dregnu tilmælum til foreldra og forráðamanna að næla eða líma endurskinsmerki á fatnað og skólatöskur barna sinna. Nú þegar skammdeg- ið færist yfir og hálka eykst á götum og vegum er þetta aldrei mikilvægara. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 18. ­ 24. október. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 6 bátar. Heildarlöndun: 11.375 kg. Mestur afli: Ísak AK: 3.587 kg í fjórum löndunum. Arnarstapi 6 bátar. Heildarlöndun: 58.920 kg. Mestur afli: Tryggvi Eð- varðs SH: 21.295 kg í fjór- um löndunum. Grundarfjörður 6 bátar. Heildarlöndun: 155.905 kg. Mestur afli: Hringur SH: 65.480 kg í einni löndun. Ólafsvík 9 bátar. Heildarlöndun: 81.955 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 26.427 kg í fjórum löndun- um. Rif 10 bátar. Heildarlöndun: 72.207 kg. Mestur afli: Guðbjart- ur SH: 16.939 kg í fjórum löndunum. Stykkishólmur 7 bátar. Heildarlöndun: 59.555 kg. Mestur afli: Hannes Andr- ésson SH: 26.342 kg í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH – GRU: 65.480 kg. 22. október 2. Helgi SH – GRU: 44.465 kg. 18. október 3. Sóley SH – GRU: 42.816 kg. 21. október 4. Kristinn SH – ÓLV: 8.464 kg. 24. október 5. Brynja SH – ÓLV: 6.946 kg. 23. október. mþh Snemma í sumar vaknaði sú hug- mynd hjá stjórn Stjörnuskoðunar- félagsins á Bifröst að auka við leik- tækin á Bifröst. Farið var í þá vinnu að leita að báti sem hægt væri að standsetja sem leiktæki. Sú leit skil- aði árangri og fannst bátur sem fluttur var á svæðið nú í lok sumars. Á vef skólans kemur fram að und- anfarið hefur verið unnið að því að standsetja bátinn með aðstoð góðra manna á svæðinu. „Nú er þeirri vinnu lokið í bili og var báturinn afhentur formlega núna á dögun- um. Stjörnuskoðunarfélagið á Bif- röst og Háskólinn á Bifröst vonar að börn á öllum aldri á Bifröst muni hafa sem mesta ánægju af bátnum,“ segir í tilkynningu stjörnuskoðun- armanna. mm Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra og Sigurður Ingi Jó- hannsson umhverfis- og auðlind- aráðherra hafa samþykkt tillögu forstjóra Landmælinga Íslands og Þjóðskrár Íslands um að gerð verði frumathugun á samlegð í starfsemi þessara stofnana. Í athuguninni verður núverandi starfsumhverfi Landmælinga og Þjóðskrár greint og metið hvernig ytri aðstæður geti haft áhrif á starfsemina á næstu árum. Þá verða innviðir stofnan- anna einnig greindir, til að meta hve vel þær eru búnar undir sam- þættingu eða sameiningu. Einnig verður haft til grundvallar við at- hugunina að lýsa framtíðarsýn og skilgreina markmið með samþætt- ingu eða sameiningu og gerðar til- lögur um valkosti. Verkefnið er í anda núverandi ríkisstjórnar um að bæta og einfalda stjórnsýslu og þjónustu hins opinbera. Lögð áhersla á að sér­ hæfð þekking tapist ekki Umhverfis- og auðlindaráðuneyt- ið leggur áherslu á að sem best verði tryggt að sérhæfð þekking á sviði landupplýsinga sem byggð hefur verið upp hjá Landmæling- um Íslands á Akranesi undanfar- in fimmtán ár tapist ekki. Lögð er áhersla á að hugað verði vel að markmiðum núverandi ríkisstjórn- ar um að fjölga opinberum störf- um utan höfuðborgarsvæðisins og að auki leggur ráðuneytið til að mat verði lagt á hvort mögulega sé samlegð á fleiri sviðum á starfs- sviði Landmælinga Íslands, svo sem í tengslum við aðrar stofnanir sem falla undir umhverfis- og auðlind- aráðuneytið. Samhliða þessu verk- efni mun starfshópur, sem skipaður hefur verið af innanríkisráðherra, vinna að stefnumótun og skipulagi í málaflokkum Þjóðskrár Íslands og Útlendingastofnunar, þar sem meðal annars verður kannaður fýsi- leiki þess að sameina Þjóðskrá Ís- lands og Útlendingastofnun. grþ Slökkvilið Akraness og Hvalfjarð- arsveitar var kallað út á fimmta tímanum aðfararnótt sl. föstudags um borð í Steinunni AK sem ligg- ur við Sementsbryggjuna á Akra- nesi. Mikill reykur var í vélarrúmi skipsins og voru reykkafarar send- ir þar inn. Í ljós kom að reykurinn stafaði frá bilaðri ljósavél. Enginn eldur var laus en reykræsta þurfti vélarrúmið. Aðgerðin gekk vel og tók um það bil klukkutíma að sögn Þráins Ólafssonar slökkvi- liðsstjóra. þá Landmælingar Íslands var stofnun ársins 2014. Hér eru þrír af forsvarsmönnum LMÍ með viðurkenningu fyrir það. F.v. Gunnar Kristinsson, Magnús Guðmundsson forstjóri og Jensína Valdimarsdóttir. Frumathugun á samlegð Landmælinga og Þjóðskrár Börnin á Bifröst fá bát til að leika sér í Reykur um borð í Steinunni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.