Skessuhorn


Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Á ferðamannastöðum eins og Stykkishólmi er ómissandi að gestir eigi möguleika að kíkja inn í vinnustofur eða gallerí. Í Hólm- inum er hús sem væntanlega fer ekki framhjá gestum og gang- andi. Þetta er gamli herbragginn við aðalgötuna í bænum, gegnt pósthúsinu, þessi fallega rauði. Í bragganum hefur frá 2008 ver- ið starfrækt Gallerí Braggi. Það eru hjónin Ragna Eyjólfsdótt- ir og Jón Helgi Jónsson sem standa fyrir galleríinu en í bragg- anum er Ragna einnig með gler- vinnustofu ásamt Sigrúnu Svav- arsdóttur frá Djúpavogi. Blaða- maður Skessuhorns kíkti í heim- sókn í Gallerí Bragga á dögunum þegar hann átti leið um Stykkis- hólm. Ragna segir að hún sé bara nokkuð ánægð með aðsóknina. Þeim fjölgi stöðugt sem kíki inn og yfir háferðamannatímann sé mikið að gera. „Svo þegar kem- ur fram á haustið fara að kíkja inn gestirnir sem koma á Unaðs- dagana hérna á hótelinu. Heim- sókn hingað er hluti af afþrey- ingunni hjá þeim. Mér skilst að Unaðsdagarnir standi alveg und- ir nafni þótt ýmsum hafi fund- ist það stórt nafn þegar hótel- ið byrjaði með þetta. Svo koma einnig hingað fleiri hópar í heim- sókn, meðal annars þeir sem er í óvissuferðum,“ segir Ragna. Í Gallerí Bragga er hún með gler- muni, keramik, skartgripi og svo smávegis af innfluttum varningi, trefla og skart. Uppalin í Borgarnesi Ragna átti fyrstu árin heima í Mosfellssveit en frá fjögurra ára aldri ólst hún upp í Borgarnesi. Foreldrar hennar eru Eyjólf- ur Magnússon kennari og Þór- veig Hjartardóttir. Hún segir að þau hafi verið nokkuð mörg af 1963 árganginum í Borgar- nesi sem hún tilheyrir. „Ég var mikið í íþróttum og ýmislegt að bralla. Kannski var ég svolít- ill strákur í mér. Ég keypti mér að minnsta kosti skellinöðru þegar ég hafði aldur til, eða 15 ára. Við vorum þrjár eða fjór- ar stelpurnar sem gerðum það. Við vorum því mikið á ferðinni með strákunum á skellinöðrun- um um sveitirnar í nágrenninu. Þessi hjól voru reyndar hálfgert drasl að því leyti að við gátum ekki farið langt án þess að þurfa að kæla vélina, svo við brædd- um nú ekki úr þeim. Strákunum mínum finnst það skrítið þeg- ar ég er að tala um þetta, að ég skuli hafa verið á mótorhjóli, en við Jón Helgi eigum þrjá stráka og þrjú barnabörn. Eftir grunn- skólann fór ég svo tvo vetur í Fjölbrautaskólann í Breiðholti á viðskiptabraut. Í framhaldinu fór ég að vinna í Landsbankanum við Laugaveg 77 í Reykjavík. Hring- urinn var þá bara rétt að byrja hjá mér,“ segir Ragna. Fékk eyju í arf og flutti í Hólminn Maður Rögnu er einnig úr Borgarnesi, Jón Helgi Jónsson. Hann er menntaður símsmið- ur og bauðst starf hjá síman- um í Ólafsvík við að þjóna Snæ- fellsnesi og Dölum. „Við flutt- um því til Ólafsvíkur og bjuggum þar 1980-’84. Ég vann í Lands- bankanum áfram eftir að ég kom í Ólafsvík og starfaði í bankan- um lengst af. Fluttum reynd- ar 1985 út á Hellissand. Maður- inn minn fékk Purkey á Breiða- firði í arf og það var aðalástæðan fyrir því að við fluttum til Stykk- ishólms 1987. Árið 1993 lenti ég í bílslysi. Ég var með ansi mikla áverka og slysið varð til þess að ég þurfti að finna mér eitthvað til að fást við þar sem ég væri ekki bundin við fastan vinnutíma. Ég er nú þannig að það á ekkert vel við mig að vera aðgerðalaus. Á þessum tíma hafði ég ekki verið mikið í handverki en var þó allt- af nokkuð dugleg við að prjóna og sauma. Ég fór í handverkshóp sem hér hefur verið starfandi síð- ustu 16 árin. Þessi hópur er með sölu hérna í Lionshúsinu á sumr- in. Það var eftir að ég byrjaði í hópnum sem ég fór að huga að því að gaman væri að opna gall- erí. Og eins og ég segi þá hefur þetta bara gengið nokkuð vel,“ sagði Ragna að endingu. þá Nýverið var Raggi Bjarna, hinn landsfrægi dægurlagasöngvari, á ferð á Akranesi. Að lokinni söng- skemmtun í safnaðarheimili Akra- neskirkju bauð Guðjón Hafliðason söngvaranum í ökuferð um bæinn á Chevrolet Impala, árgerð 1959. Raggi hefur allt frá unglingsaldri haft brennandi áhuga á amerískum bílum og var þetta því skemmti- leg stund. Þáði hann boðið undir- eins! Eiginkona hans, Helle, og sr. Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur á Akranesi, slógust með í för. Raggi Bjarna varð áttræður í haust en þeir sem hlýddu á hann syngja í safn- aðarheimilinu á Akranesi þennan umrædda dag sögðu að hann hefði aldrei sungið betur. Búðaruglingur Séra Eðvarð er óspar að segja skemmtisögur og ekki síst af Ragga, en þeir hafa verið vinir um áratuga- skeið, allt frá því að Eðvarð ritaði ævisögu hans 1992. Hér er ein ný- leg af þeim félögum: Í sumar var Eðvarð staddur í fríi hinum megin á hnettinum, á sól- arströnd á Tenerife, þegar Raggi hringdi í hann og var greinilega mikið niðri fyrir. „Heyrðu! Ég átti að skemmta í afmælisveislu í ein- hverri búð hérna á Akranesi og er búinn að finna hana, en það er bara allt harðlokað. „Jæja,“ svarar séra Eðvarð með hægð og var dálitla stund að átta sig á í hvaða vændræð- um Raggi var lentur og spurði hann því nánar um staðhætti. „Já, það stendur Einarsbúð hérna á skilti en það er bara enginn mættur,“ svar- ar Raggi og var ekki farið að lítast á blikuna enda komið framyfir þann tíma sem hann átti að vera mættur til að skemmta. Séra Eðvarð hugs- aði sig um dálitla stund og mundi þá eftir annarri búð, nefnilega Jónsbúð. Hún er að vísu ekki versl- un, heldur félagsheimili slysavarna- félagsfólks á Akranesi. „Já, það get- ur vel verið, jú það er Jónsbúð,“ svarar Raggi. Séra Eðvarð leist ekk- ert á að lóðsa Ragga að Jónsbúð í gegnum síma, þannig að hann fékk leyfi söngvarans til að hringja í lög- reglu staðarins sem brást skjótt við, ók að Einarsbúð og lóðsaði Ragga að Jónsbúð. mm Á þessari símamynd eru f.v. séra Eðvarð, Guðjón, Raggi og Helle eiginkona hans. Raggi þáði með þökkum ökuferð í Chevrolet Impala Galleríið Braggi í gamla herbragganum í Hólminum Glermunir sem m.a. henta vel til jólagjafa. Ragna til vinstri ásamt Sigrúnu Svavarsdóttur en þær starfrækja saman glerverkstæði í bragganum. Fallegir glermunir sem Ragna hefur gert. Fallegar myndir eftir Rögnu. Gamli herbragginn þar sem Gallerí Braggi er til húsa.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.