Skessuhorn


Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Útfararþjónustan ehf. Fjarðarási 25, 110 Reykjavík - Sími: 567 9110, 893 8638 www.utfarir.is - runar@utfarir.is Markmið okkar hefur ávallt verið að veita bestu faglegu þjónustu varðandi undirbúning og framkvæmd útfarar Fjölskyldu- fyrirtæki í 24 ár Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Nýjung á Íslandi – Ódýr umhverfisvænn valkostur Handsmíðaðar íslenskar viðarkistur. Einföld innri grenikista. Glæsileg ytri leigukista úr íslensku lerki frá Hallormstað. „Heimildamyndin Svartihnjúkur- stríðssaga úr Eyrarsveit segir frá árekstri íslenskrar sveitakyrrðar og hrikaleik heimstyrjaldarinnar síð- ari. Íslenskir bændur voru rifnir úr hversdagslegum búverkum til þess að fara á fjöll að leita að týndri her- flugvél. Lýsingar þeirra á hrikalegri aðkomu og líkburði hafa lifað með- al sveitunga þeirra fram á þenn- an dag. Margvíslegar sögusagn- ir hafa spunnist um afdrif bresku flugmannanna og við kynnumst því hvernig íslensk þjóðtrú leitast við að útskýra ógnirnar og afleiðing- ar þeirra. Í hermannagrafreit Foss- vogskirkjugarðs standa sex legstein- ar. En grafirnar sex geyma aðeins líkamsleifar fjögurra breskra flug- manna sem fórust á Snæfellsnesi í nóvember 1941. Skýrslur breska flughersins eru fáorðar um þetta sérkennilega mál. En í Eyrarsveit á Snæfellsnesi hafa menn í áratugi sagt sögur af örlögum þeirra sem saknað er.“ Þetta er kynningartexti nýrr- ar heimildakvikmyndar sem kvik- myndafyrirtækið Seylan er nú að leggja lokahönd á. Vilja kaupa erlent myndefni Stjórnandi við gerð Svartahjúks- stríðssögu úr Eyrarsveit er Hjálm- týr Heiðdal kvikmyndagerðamað- ur. Hann skrifar einnig handrit ásamt Karli Smára Hreinssyni. Nú stendur yfir söfnun til að afla fjár svo ljúka megi við kvikmyndina sem verður 52 mínútna löng. „Ástæðan fyrir því að við hefjum þessa söfnun er að við höfum fund- ið mjög merkilegt kvikmyndaefni héðan frá Íslandi á breskum söfn- um. Þeir tóku kvikmyndir af her- námsumsvifum sínum hér á landi sem hafa varðveist en eru fáséð- ar. Það kostar hins vegar mikið að kaupa þær til sýningar í heimilda- kvikmyndum eins og við erum að gera. Okkur langar hins vegar mjög mikið til að nýta þetta myndefni og koma því á framfæri vegna þess að myndirnar eru svo dýrmætar sögulegar heimildir,“ segir Hjálm- týr Heiðdal. Hann segir að mynd- in verði afar áhugaverð. Vinnsla kvikmyndarinnar er langt kom- in en hún hófst fyrir þremur árum. Hún er meðal annars unnin í sam- vinnu við Kvikmyndasjóð og RUV. Það er því ljóst að hún verður sýnd í sjónvarpinu og yrði þannig til þess að vekja rækilega athygli á norðan- verðu Snæfellsnesi, ekki síst Eyrar- sveit og nágrenni. Söfnun hafin á netinu Kvikmyndagerðamenn hafa víða leitað fanga eftir heimildum og fólki sem gæti tjáð sig um þennan vofveiflega atburð fyrir rúmum 70 árum. „Meðal annars leituðum við til ættfræðisérfræðinga í Bretlandi til að freista þess að finna fjölskyldur flugliðanna sem fórust. Við fundum fjölskyldur þriggja þeirra og tókum viðtöl við eftirlifandi ættingja. Alls tókum við viðtöl við fimm breska borgara sem tengdust málinu, allt háaldrað fólk. Þetta var gert á ell- eftu stundu því síðan eru þrjú þeirra látin. Við höfum einnig tekið viðtöl við heimamenn á Snæfells- nesi sem muna vel bæði slysið sjálft og síðan það sem gerðist eftir það. Þar blandast saman ýmsar frásagn- ir bæði af slysinu og flakinu. Einnig flökkusögur meðal annars af reim- leikum og fleiru. Líka höfum við farið á vettvang þar sem vélin brot- lenti, rannsakað hann og myndað leifar úr flakinu sem enn eru sjáan- legar,“ segir Hjálmtýr. Á vefsvæðinu Karolinafund.com hefur nú verið sett af stað söfn- un til að afla fjár til kaupa á er- lendu myndefni í kvikmyndina. Þar má sjá sjö mínútna langa stiklu með myndskeiðum úr kvikmynd- inni. Búið er að stofna síðu með nafni kvikmyndarinnar á Facebo- ok. Einng má nálgast upplýsing- ar um hana og söfnunina á heima- síðu kvikmyndagerðarinnar Seylan (http://www.seylan.is/Svartihnjuk- ur.html). mþh Legsteinar yfir sex gröfum flugliða vélarinnar í Fossvogskirkjugarði. Vísbendingar eru þó um að einungis fjórar kistur hafi verið jarðaðar þar. Þannig hafi lík tveggja úr áhöfninni aldrei fundist. Enn í dag er margt á huldu um þetta slys. Safna fyrir einstæðu myndefni í kvikmynd um flugslys á Snæfellsnesi Aðstæður við slysstaðinn voru um margt mjög erfiðar. Séð út Kolgrafafjörð frá slysstaðnum í Svartahnjúk. Tveggja hreyfja Vickers Wellington-flugvél breska flughersins. Það var svona flugvél sem flaug inn í fjallshlíðar Svartahnjúks við Kolgrafafjörð 28. nóvember 1941. Öll áhöfnin, sex ungir menn fórust.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.