Skessuhorn


Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 35
35MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Mikil og góð stemning var í íþrótta- húsinu í Borgarnesi á mánudags- kvöldið enda Vesturlandsslagur í Dominosdeild karla milli Skalla- gríms og Snæfells. Leikurinn var jafn og spennandi en Snæfellingar reyndust sterkari á lokametrunum og sigruðu 88:83. Þetta var loka- leikur þriðju umferðar og Snæfell þá komið með fjögur stig en Skalla- grímur er enn án stiga. Þetta var fjórði sigur Snæfells síðan 2008 í Fjósinu eins og íþróttahúsið í Borg- arnesi er gjarnan kallað. Fyrir leik- inn var körfuboltamaður sem leik- ið hefur með báðum liðum heiðr- aður fyrir framlag sitt til körfubolt- ans á Íslandi. Það er Hafþór Ingi Gunnarsson uppalinn í Borgarnesi en lék síðustu ár ferilsins með Snæ- felli. Hafþór þurfti að leggja skóna á hilluna síðasta vetur vegna þrálátra meiðsla. Skallagrímsmenn voru yfirleitt skrefinu á undan fyrri hluta leiks- ins. Þeir voru einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta og á tímabili í öðr- um leikhluta komust þeir tíu stig- um yfir 40:30. Það var einmitt eft- ir að Páll Axel Vilbergsson skoraði sína þúsundustu þriggja stiga körfu í efstu deild á Íslandi og fer leikur- inn á mánudaginn í sögubækurnar þess vegna. Skallagrímsmenn voru fjórum stigum yfir í hálfleik 48:44, en Snæfellingar komu grimmir til seinni hálfleiks. Þeir komust yfir í þriðja leikhluta en jafnt var eft- ir hann 63:63.Snæfell var síðan með frumkvæðið í lokafjórðungum. Skallagrímsmenn komust reynd- ar einu stigi yfir þegar rúm mínúta var eftir af leiknum, 83:82. Páll Axel fékk tækifæri til að jafna leikinn með þriggja stiga körfu í stöðunni 83:86 en í þröngri stöðu tókst honum ekki að skora sinn fimmta þrist í leiknum. Snæfell var sterkari á lokasprettinum og sigraði í þessu magnaða Vestur- landseinvígi. Tracey Smith var atkvæðamest- ur hjá Skallagrími með 26 stig og 7 fráköst, Páll Axel kom næstu með 16 stig, Egill Egilsson skoraði 15, Sig- tryggur Arnar Björnsson átti mjög góðan leik, með 14 stig, 5 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta, Daði Berg Grétarsson skoraði 6 stig og þeir Davíð Ásgeirsson og Atli Aðalsteinsson 3 hvor. Austin Magn- us Bracy var stigahæstur hjá Hólm- urum með 26 stig og 6 stoðsending- ar, Sigurður Þorvaldsson var með 20 stig, 5 fráköst og 6 stoðsending- ar, William Nelson 16 stig og 12 frá- köst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14 stig og Stefán Karel Torfason 12 stig og 10 fráköst. Lítil hvíld verður hjá leikmönnum beggja liða þar sem þau leika bæði í 4. umferð Dominosdeildarinnar nk. fimmtudagskvöld. Snæfell fær þá Stjörnuna í heimsókn en Skalla- grímsmenn sækja Hauka heim á Ás- velli. Haukar eru á toppi deildarinn- ar ásamt KR en bæði lið eru taplaus. þá/ Ljósm. Ómar Örn Ragnarsson og Jónas H Ottósson. Hafþór Ingi Gunnarsson tekur við viðurkenningunni. Ljósm. óör. Snæfell var sterkara á síðustu metrunum Páll Vilberg sækir að körfu Snæfells í leiknum. Ljósm. óör. Tracey Smith í harðri baráttu við Snæfellinga. Ljósm. óör. Þessar svipmyndir úr leiknum tók Jónas H Ottósson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.