Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2002, Síða 11

Læknablaðið - 15.11.2002, Síða 11
RITSTJÓRNARGREINAR Hormónameðferð á breytingaskeiði kvenna Notkun hormóna á breytingaskeiði kvenna hefur aukist stöðugt síðustu tvo áratugi í hinum vestræna heimi. Hormón eru fyrst og fremst notuð til að létta konum margvísleg óþægindi sem tengjast breytinga- skeiði og hafa reynst áhrifarík aðferð til að bæta lífs- gæði kvenna á miðjum aldri. Á síðustu áratugum hafa birst niðurstöður fjölda stórra faraldsfræðilegra rannsókna sem bent hafa til þess að langvarandi notkun tíðahvarfahormóna hafi einnig í för með sér verulegan heilsufarslegan ávinning með því að lækka tíðni ýmissa alvarlegra sjúkdóma sem eru al- gengir hjá konum eftir miðjan aldur. Þar hafa sjónir manna helst beinst að beinþynningu og hjarta- og æðasjúkdómum, en álitið var að fækka mætti þeim um þriðjung til helming með langtímanotkun horm- óna. Á móti kom hærri tíðni bijóstakrabbameins hjá konum á hormónameðferð þótt dánartíðni af völd- um þess hafi ekki aukist. Niðurstöður af faraldsfræðilegum rannsóknum (case-control; cohort) voru dregnar í efa fyrir að gefa ekki rétta skýringu á árangri hormónameðferðar sem væri fremur því að þakka að konur sem taka hormón eru almennt hraustari og fyrirfram með minni hættu á að fá ofangreinda sjúkdóma en sam- anburðarhóparnir. Þetta hefur þó ekki þótt skýra allan mun. I júlí 1997 birtust í New England Journal of Medicine niðurstöður eftir 20 ár af einni stærstu framsýnu rannsókninni á hormónanotkun kvenna, The Nurses Health Study. Sú rannsókn þótli stað- festa fyrri niðurstöður um verulega lækkun á dánar- tíðni af völdum kransæðasjúkdóma hjá konum á hormónameðferð (1). I ritstjórnargrein í sama blaði var lögð áhersla á að styrkur þessarar rannsóknar fælist ekki síst í að sýnt var fram á að meint jákvæð áhrif hormónatökunnar hurfu á nokkrum árum eftir að konurnar hættu að taka hormón (2). I sömu rit- stjórnargrein var þó lögð áhersla á að bíða þyrfti eftir niðurstöðum framsýnna slembivalsrannsókna (randomised controlled trials) til að fá svör við spurningum um gagnsemi langtímahormónameð- ferðar í forvarnarskyni. Árið 1998 birtust niðurstöður af HERS (Heart and Estrogen/progestagen Replacemant Study) rann- sókninni, fyrstu framsýnu slembivalsrannsókninni á samfelldri samsettri hormónameðferð (SSHM) hjá 2763 konum sem fengið höfðu kransæðastíflu (3). Meðferðin var sú algengasta sem notuð er í Banda- ríkjunum, samtengd estrógen og prógestinið med- roxýprógestrón asetat (Premarín 0,625mg/MPA 2,5 mg). Meðferðin leiddi til hærri tíðni endurtekinna hjartaáfalla fyrsta árið (relative risk, (RR): 1,5), en jafnaðist síðan út þegar liðin voru fjögur ár (RR: 0,75) (3). Þetta þótti sanna að hormónameðferð væri gagnlaus eða jafnvel varasöm sem annars stigs for- vörn, en lrklega gagnleg sem fyrsta stigs forvörn við kransæðasjúkdóma eins og tilfellaviðmiða rannsókn- ir höfðu sýnt. Þetta var þó ekki hægt að lesa út úr framhaldinu. Rannsókninni (HERS II) var haldið áfram í tæplega þrjú ár til viðbótar með 2321 konu og niðurstöður birtust í JAMA í byrjun júlí 2002 (4). Þær sýndu að enginn munur var á tíðni endurtek- inna hjartaáfalla og heilablóðfalla og enginn munur var á heildardánartíðni milli lyfleysuhóps og með- ferðarhóps. Aðeins viku síðar komu þær fréttir að í Banda- ríkjunum hefðu National Institute of Health og US National Heart Lung and Blood Institute stöðvað stóra framsýna rannsókn á fyrsta stigs forvöm með hormónum, það er hluta af The Women’s Health Initiative (WHI) rannsókninni. Niðurstöðum var lýst í JAMA 9. júlí síðastliðinn (5). I þessum hluta rannsóknarinnar tóku þátt 16.608 heilbrigðar konur á aldrinum 50-79 ára (meðalaldur 63,2 ár). Þær fengu annaðhvort sömu meðferð og notuð var í HERS-rannsókninni (Premarín/MPA) eða lyfleysu. Rannsóknin átti að vara í átta ár en var stöðvuð eftir 5,2 ár þegar tíðni brjóstakrabbameins í meðferðar- hópi var komin yfir fyrirfram ákveðin öryggismörk með áhættuhlutfall (hazard ratio, (HR): 1,26) eða 0,38% á móti 0,30%. Þá var einnig komið í Ijós að hætta var aukin á hjarta- og æðasjúkdómum (HR: 1,29), heilaáfalli (HR: 1,41) og lungnablóðreki (HR: 2,13). I magntölum þýðir þetta að fyrir hverjar 10.000 konur sem taka þessi hormón í eitt ár eykst fjöldi brjóstakrabbameina um átta (30 á móti 38), fjöldi hjarta- og æðasjúkdóma um sjö (30 á móti 37), fjöldi heilablóðfalla um átta (21 á móti 29) og lungna- blóðreki um átta fyrsta árið en minna síðar. Á móti fækkar tilvikum af ristilkrabbameini um sex (16 á móti 10) og mjaðmabrotum um fimm (15 á móti 10). Þessi tilvik höfðu þó ekki marktæk áhrif á heildar- dánartíðni. Niðurstöður voru svipaðar í öllum aldursflokkum og hjá mismunandi kynþáttum. Annar hluti af WHI- rannsókninni nær til 11880 kvenna þar sem leg hefur verið tekið og fær helmingur þeirra eingöngu estró- gen (Premarín) en helmingur lyfleysu. í þeirri rann- sókn hefur ekki sést aukning á brjóstkrabbameini. Henni verður haldið áfram og mun ljúka á árinu 2005. Viðbrögð við þessum tíðindum voru hörð og þótti mörgum áfall fyrir heilbrigðisþjónustuna, sér- staklega í Bandaríkjunum þar sem hormónar virðast meira hafa verið notaðir í forvarnarskyni en víða Jens A. Guðmundsson Höfundur er sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingar- hjálp og innkirtlakvensjúkdóm- um. Dósent við H.í. Sérfræð- ingur við Kvennadeild Landspítala Hringbraut. Læknablaðið 2002/88 803
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.