Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2002, Qupperneq 23

Læknablaðið - 15.11.2002, Qupperneq 23
FRÆÐIGREINAR / VEFJAGIGT Vefjagigt og kvíðaröskun Sigurður Thorlacius1,2 Sigurjón B. Stefánsson13 Mohammed I. Ranavaya4 Robert Walker4 Fjallað er um niðurstöður þessarar rannsóknar í grein- inni Classifying Fibromyalgia: Taxonomic lessons from the Icelandic Disability Registry sem birt hefur verið í tímarit- inu Disability Medicine 2002: 2; 39-44. 'Tryggingastofnun ríkisins, 2læknadeild Háskóla íslands, Haugalækningadeild Landspítala Fossvogi, 4Joan C. Edwards School of Medicine, Marshall University, Department of Family and Community Health, Division of Disability Medicine, Huntington, WV, USA. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Sigurður Thorlacius, Tryggingastofnun ríkisins, Laugavegi 114,150 Reykjavík. Sími 5604400, bréfasími 5604461, sigurdur. thorlacias@tr. is Lykilorð: vefjagigt, kvíði, kvíðaröskun, geðröskun. Ágrip Inngangur: Orsök vefjagigtar er óljós. Sjúkdóms- greiningin byggist á því að sjúklingur hafi útbreidda verki og þreifieymsli í vöðvum en ýmis önnur ein- kenni geta fylgt, svo sem truflaður nætursvefn, óeðli- leg þreyta, kvíði og skert einbeiting. Öll þessi ein- kenni geta fylgt kvíðaröskun. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort vefjagigt tengist öðr- um sjúkdómum, sérstaklega kvíðaröskun. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru unnar úr ör- orkuskrá Tryggingastofnunar ríkisins um kyn, aldur og sjúkdómsgreiningar allra sem áttu í gildi hæsta ör- orkumat (að minnsta kosti 75% örorku) 1. desember 2001. Bornar voru saman sjúkdómsgreiningar hjá tveimur hópum öryrkja - konum með vefjagigtar- greiningu (rannsóknarhópi) og konum án þeirrar greiningar (samanburðarhópi). bað voru 716 konur í hvorum hópi. Auk þess var borinn saman fjöldi sjúk- dómsgreininga á einstakling hjá þeim konum í rann- sóknarhópnum sem höfðu vefjagigt sem frumgrein- ingu á örorkumati og hjá öllum konum á örorkuskrá sem höfðu kvíða/depurð sem frumgreiningu. Niðurstöður: f rannsóknarhópnum var vefjagigt eina greiningin hjá aðeins 6,8%, en í samanburðarhópn- um höfðu 38,3% eina skráða greiningu í örorkumati. Marktækur munur var á dreifingu sjúkdómsgrein- inga samkvæmt aðalgreiningarflokkum hjá vefjagigt- arhópnum og samanburðarhópnum (p<0,0001). Af einstökum greiningarflokkum var aðeins marktækt aukinn fjöldi greininga geðraskana í vefjagigtarhópn- um (p<0,0001). Fjöldi greininga hjá konum með vefja- gigt sem frumgreiningu var borinn saman við fjölda greininga hjá konum sem höfðu kvíða og/eða depurð sem frumgreiningu. Mynstrið hjá þessum tveimur hópum reyndist áþekkt. Ályktanir: Mun meiri líkur eru á að konur með vefja- gigt hafi geðröskun, einkum kvíðaröskun, en aðrar konur með hæsta örorkustig. Þetta bendir til tengsla milli vefjagigtar og kvíða sem taka ber fullt tillit til í meðhöndlun þessa ástands. Inngangur Aukning hefur orðið á örorku vegna vefjagigtar á íslandi (1). Rétt flokkun sjúkdómsástands er einn af hornsteinum árangursríkrar meðferðar sem orðið getur til að bæta heilsu og koma í veg fyrir örorku. Orsök vefjagigtar er óljós og umdeilt er hvort hún sé sérstakur sjúkdómur eða einfaldlega álagseinkenni ENQLISH SUMMARY Thorlacius S, Stefánsson SB, Ranavaya Ml, Walker R Fibromyalgia and anxiety disorder Læknablaöið 2002; 88: 815-8 Objective: The etiology of fibromyalgia is unclear. The diagnosis is based on widespread pain and muscular tenderness, but other symptoms often occur, such as sleep disturbance, excessive anxiety and fatigue and concentration difficulties. All these symptoms can occur in generalized anxiety disorder. The aim of this study was to assess whether fibromyalgia is associated with other diagnoses, particularly anxiety disorder. Material and methods: The study includes all those receiving full disability pension on the 1st of December 2001 as ascertained by the disability register at the State Social Security Institute of lceland. Information was obtained from the register on gender, age and diagnoses of the disability beneficiaries. Diagnoses were compared between two groups of disability beneficiaries - an index group with fibromyalgia and a comparison group without that diagnosis. There were 716 women in each group. We also compared diagnoses among the women who had fibromyalgia as primary diagnosis in the index group and among all women who had anxiety/depression as primary diagnosis. Results: In the index group fibromyalgia was the single registered diagnosis in only 6.8% of cases, while 38.3% of the comparison group had a single registered diagnosis. There was a significant difference between the two groups in terms of the number of diagnoses by disease category (p<0.0001). Among individual categories of disease, the only category that showed a significant excess in the index group was mental disorders (p<0.0001). Women with fibromyalgia as a primary diagnosis were compared with women with a primary diagnosis of anxiety or depression in terms of distribution of the numbers of diagnoses per person. The distribution pattern was similar. Conclusions: The probability of having a mental disorder, especially an anxiety disorder, is significantly higher amongst women with fibromyalgia as compared to other women with full disability pension. This indicates an association between fibromyalgia and anxiety, an association which needs to be properly addressed in the treatment of this disorder. Key words: fibromyalgia, anxiety, anxiety disorder, mental disorder. Corresponence: Sigurður Thorlacius, sigurdur. thorlacius@tr. is Læknablaðið 2002/88 815
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.