Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2002, Qupperneq 29

Læknablaðið - 15.11.2002, Qupperneq 29
FRÆÐIGREINAR / PLÖNTUESTRÓGEN Estrógenvirk efni í plöntum og áhrif þeirra á heilsu manna Elín V. Magnúsdóttir Ágrip Á undanförnum árum hefur verið vaxandi áhugi fyrir ýmsum estrógenvirkum efnum sem finnast í plönt- um, þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á að þau geti haft jákvæð áhrif á heilsu manna og haft fyrirbyggj- andi áhrif gegn margvíslegum sjúkdómum sem oft fylgja vestrænum lifnaðarháttum. Þessi efni eru einu nafni kölluð fýtóestrógenar eða plöntuestrógenar, en helstu efnaflokkarnir sem þeir tilheyra eru ísóflavón, önnur flavón, kúmestan og lignan. Þckkt verkun er meðal annars estrógen- og hugsanlega einnig and- estrógen-áhrif sem miðlað er um estrógen-viðtaka og áhrif á bindiprótein og/eða ensím sem taka þátt í myndun eða umbroti kynhormóna. Einnig hefur ver- ið sýnt fram á önnur áhrif sem ekki eru tengd kyn- hormónum, svo sem andoxunarvirkni og hamlandi áhrif á stjórnlausan frumuvöxt og nýmyndun æða. Gefið er stutt yfirlit yfir þau heilsufarslegu áhrif sem mest hafa verið rannsökuð í tengslum við plöntu- estrógena, svo sem verndandi áhrif gegn ákveðnum tegundum krabbameina, beinþynningu og hjarta- og æðasjúkdómum. ENGLISH SUMMARY Magnúsdóttir, EV Phytoestrogens and human health Læknablaðið 2002;88:821-5 Recently there has been a growing interest in phytoestrogens, because they have been proven to play a protective role against many diseases that have been related to lifestyle in the westernized countries. The four main classes of phytoestrogens are: isoflavones, flavones, coumestrans and lignans. Known mechanisms of action include estrogen receptor agonism and possibly antagonism, influences on sex hormone binding globulin and/or key enzymes in sex hormone production and metabolism. Other effects not linked to sex hormones, such as antioxidant activity, antiproliferative activity and inhibition of angiogenesis, have also been suggested. A short review of the most studied health effects that have been linked to phytoestrogens is presented, such as prevention of certain types of cancer, osteoporosis and coronary heart disease. Key words: phytoestrogens, diet, health. Correspondence: Elín V. Magnúsdóttir, elinmag@hi.is Rannsóknastofu f lyfja- og eiturefnafræði, Háskóla íslands, Ármúla 30. Pósthólf 8216,128 Reykjavík. Sími 525 5133, elinmag@hi.is Lykilorð: plöntuestrógenar, fœða, heilsa. Inngangur Estrógenvirk efni sem finnast í plöntum eru einu nafni kölluð „fýtóestrógenar“ (fýtó- = jurta-, plöntu) eða plöntuestrógenar. Á undanförnum árum hefur verið vaxandi áhugi á þessum efnum þar sem rann- sóknir hafa sýnt fram á að þau geti haft jákvæð áhrif á heilsu manna og haft fyrirbyggjandi áhrif gegn ýms- um sjúkdómum eins og fjallað verður um nánar hér á eftir. Efnin uppgötvuðust á fimmta áratugnum þegar fór að bera á einkennilegum faraldri meðal sauðfjár í vesturhluta Ástralíu. Tíðni andvana fæddra lamba hækkaði og í sífellt fleiri tilfellum fór burður ekki af stað hjá ánum sem olli því að lömbin dóu og jafnvel ærnar líka. Eftir viðamiklar rannsóknir tókst vísinda- mönnum að rekja faraldurinn til estrógenvirkra efna í smárategund (clover) sem ástralskir bændur höfðu byijað að sá í beitilönd sín fimmtán árum áður og ætt- uð var frá Miðjarðarhafslöndunum (1). Áframhald- andi rannsóknir leiddu síðan í ljós að estrógenvirk efni var að finna í fleiri plöntutegundum og árið 1954 birtist listi yfir 53 plöntur sem innihéldu estrógenvirk efni (2). Árið 1975 voru á þessum lista yfir 300 plöntur (3). Bygging og möguleg verkun plöntuestrógena Plöntuestrógenar tilheyra nokkrum mismunandi efnaflokkum (4,5) og eru þeir helstu taldir upp í töflu I ásamt nokkrum mikilvægustu efnununt í hverjum flokki. Meðal þessara efna eru nokkur sem ekki finn- ast í plöntum heldur myndast í þörmum manna og dýra við eðlilega starfsemi þarmaflórunnar. Þannig er Tafla 1. Fjórir helstu efnaflokkar plöntuestrógena ásamt nokkrum mikilvægustu efnunum í hverjum flokki. Efni sem ekki finnast t plöntum en mynd- ast úr plöntuefnum í þörmum manna og dýra eru í sviga. Flokkar Nokkur efni í hverjum flokki ísóflavón genistein, daidzein, bíókanín A, formónónetín, (equól) önnur flavón krýsín, apigenín, kampferól, naringenín kúmestan kúmestról lignan matairesinól, secoisolariciresi- nól, (enterolaktón, enterodíól) Læknablaðið 2002/88 821
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.