Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2003, Side 63

Læknablaðið - 15.09.2003, Side 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NÁM í HEILSUHAGFRÆÐI Heilbrigðismál í íslensku hagkerfi og kennsla í heilsuhagfræði hérlendis Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands mun bjóða upp á nám til meistaragráðu í heilsuhagfræði sem hefst haustið 2003. Undirbúningur hefur staðið í nokkurn tíma og var skipulag skoðað í háskólum víða um heim. Niðurstaðan er að bjóða upp á svipað fyrirkomulag og er í háskólanum í York á Bretlandi sem er oft kallaður Mekka heilsuhagfræðinnar. Ríflega 70 milljörðum er varið til heilbrigðismála hérlendis árlega, einkum af opinberum aðilum, og það er því Ijóst að mikilvægt er að álitamál í þessum geira fái vandaða hagfræðilega umfjöllun. Með því að bæta menntun á þessu sviði verður betri nýting á fjármunum og umræða um heilbrigðismál verður vandaðari. Meðal kennara verða erlendir háskólaprófessorar sem koma sérslaklega til landsins í þessu skyni auk fastra kennara deildarinnar. Umsjónarmaður náms- ins verður Gylfi Zoega prófessor. Með náminu stór- eflast rannsóknir í heilsuhagfræði og er mikil þörf á slíku í hagkerfi okkar. Það er von og vissa viðskipta- og hagfræðideildar að hér gefist kostur á spennandi framhaldsnámi sem muni gagnast nemendum og samfélaginu vel. Heilsuhagfræði er sú undirgrein hagfræði sem fjallar um framboð og eftirspurn eftir heilsugæslu. Sérstök áhersla er lögð á að meta árangur þjónust- unnar og félagslegan og peningalegan fórnarkostnað hennar. Ahersla er lögð á kostnað og ábata þjónust- unnar fyrir þjóðina í heild fremur en einstaka ein- staklinga og tekið tillit til þjóðfélagshátta og þjóðfé- lagsþróunar. Skipulag meistaranáms í heilsuhagfræði Nauðsynlegt er að þeir sem heija nám í heilsuhag- fræði á meistarastigi séu einnig vel að sér í almennri hagfræði, stærðfræði og tölfræði. Námið er fyrst og fremst ætlað þeim sem hafa lokið BA- eða BS-námi í hagfræði eða viðskiptafræði. Þeir nemendur sem ekki hafa lokið slíku námi en hafa BA- eða BS-próf úr öðrum greinum verða að sýna fram á kunnáttu sem samsvarar námsefni eftirfarandi námskeiða sem eru á BS-stigi í viðskipta- og hagfræðideild. Þau eru: Stærðfræði A/I; Stærðfræði B/II; Þjóðhagfræði I og II; Rekstrarhagfræði I og II og Tölfræði IA. Þetta eru sjö námskeið og þeir sem ekki hafa lokið þeim geta vænst þess að verja einu skólaári í undirbúningsnám. Kjarni námsins felst í tveimur námskeiðum í heilsuhagfræði, auk grunnnámskeiða í rekstrarhag- fræði, tölfræði og haglýsingu. Markmiðið er að nem- endur kynnist bæði grundvallaratriðum heilsuhag- fræði og öðlist þekkingu á stofnanaumhverfi heilsu- gæslu hér á landi ásamt þeirri aðferðafræði sem hag- fræðingar beita við rannsóknir, fræðilegum og empír- ískum. Á vormisseri er kunnátta í tölfræði skerpt og verður unnt að taka námskeið í beitingu hennar inn- an hagfræði eða læknisfræði. Einnig er námskeið í kostnaðar- og ábatagreiningu en þar eru kynntar að- ferðir við opinbera ákvarðanatöku. Námið samanstendur af tíu þriggja eininga nám- skeiðum, auk ritgerðar, og skiptast jafnt á haust- og vormisseri. Ritgerðin er 15 eða 30 einingar þannig að námið er 45 eða 60 einingar, sbr. mynd 1. Ágúst Einarsson Höfundur er forseti viðskipta- og hagfræðideildar HÍ. Mynd 1. Skipulag náms í heilsuhagfrœði. Læknablaðið 2003/89 707

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.