Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2003, Qupperneq 63

Læknablaðið - 15.09.2003, Qupperneq 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NÁM í HEILSUHAGFRÆÐI Heilbrigðismál í íslensku hagkerfi og kennsla í heilsuhagfræði hérlendis Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands mun bjóða upp á nám til meistaragráðu í heilsuhagfræði sem hefst haustið 2003. Undirbúningur hefur staðið í nokkurn tíma og var skipulag skoðað í háskólum víða um heim. Niðurstaðan er að bjóða upp á svipað fyrirkomulag og er í háskólanum í York á Bretlandi sem er oft kallaður Mekka heilsuhagfræðinnar. Ríflega 70 milljörðum er varið til heilbrigðismála hérlendis árlega, einkum af opinberum aðilum, og það er því Ijóst að mikilvægt er að álitamál í þessum geira fái vandaða hagfræðilega umfjöllun. Með því að bæta menntun á þessu sviði verður betri nýting á fjármunum og umræða um heilbrigðismál verður vandaðari. Meðal kennara verða erlendir háskólaprófessorar sem koma sérslaklega til landsins í þessu skyni auk fastra kennara deildarinnar. Umsjónarmaður náms- ins verður Gylfi Zoega prófessor. Með náminu stór- eflast rannsóknir í heilsuhagfræði og er mikil þörf á slíku í hagkerfi okkar. Það er von og vissa viðskipta- og hagfræðideildar að hér gefist kostur á spennandi framhaldsnámi sem muni gagnast nemendum og samfélaginu vel. Heilsuhagfræði er sú undirgrein hagfræði sem fjallar um framboð og eftirspurn eftir heilsugæslu. Sérstök áhersla er lögð á að meta árangur þjónust- unnar og félagslegan og peningalegan fórnarkostnað hennar. Ahersla er lögð á kostnað og ábata þjónust- unnar fyrir þjóðina í heild fremur en einstaka ein- staklinga og tekið tillit til þjóðfélagshátta og þjóðfé- lagsþróunar. Skipulag meistaranáms í heilsuhagfræði Nauðsynlegt er að þeir sem heija nám í heilsuhag- fræði á meistarastigi séu einnig vel að sér í almennri hagfræði, stærðfræði og tölfræði. Námið er fyrst og fremst ætlað þeim sem hafa lokið BA- eða BS-námi í hagfræði eða viðskiptafræði. Þeir nemendur sem ekki hafa lokið slíku námi en hafa BA- eða BS-próf úr öðrum greinum verða að sýna fram á kunnáttu sem samsvarar námsefni eftirfarandi námskeiða sem eru á BS-stigi í viðskipta- og hagfræðideild. Þau eru: Stærðfræði A/I; Stærðfræði B/II; Þjóðhagfræði I og II; Rekstrarhagfræði I og II og Tölfræði IA. Þetta eru sjö námskeið og þeir sem ekki hafa lokið þeim geta vænst þess að verja einu skólaári í undirbúningsnám. Kjarni námsins felst í tveimur námskeiðum í heilsuhagfræði, auk grunnnámskeiða í rekstrarhag- fræði, tölfræði og haglýsingu. Markmiðið er að nem- endur kynnist bæði grundvallaratriðum heilsuhag- fræði og öðlist þekkingu á stofnanaumhverfi heilsu- gæslu hér á landi ásamt þeirri aðferðafræði sem hag- fræðingar beita við rannsóknir, fræðilegum og empír- ískum. Á vormisseri er kunnátta í tölfræði skerpt og verður unnt að taka námskeið í beitingu hennar inn- an hagfræði eða læknisfræði. Einnig er námskeið í kostnaðar- og ábatagreiningu en þar eru kynntar að- ferðir við opinbera ákvarðanatöku. Námið samanstendur af tíu þriggja eininga nám- skeiðum, auk ritgerðar, og skiptast jafnt á haust- og vormisseri. Ritgerðin er 15 eða 30 einingar þannig að námið er 45 eða 60 einingar, sbr. mynd 1. Ágúst Einarsson Höfundur er forseti viðskipta- og hagfræðideildar HÍ. Mynd 1. Skipulag náms í heilsuhagfrœði. Læknablaðið 2003/89 707
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.