Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2003, Síða 64

Læknablaðið - 15.09.2003, Síða 64
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NÁM í HEILSUHAGFRÆÐI Nemendur sem ljúka meistaranámi í heilsuhag- fræði geta nýtt þekkingu sína á vinnumarkaði eða í frekara námi: • Störf í opinberu stjórnkerfi, það er rannsóknar- og stjórnunarstörf, til dæmis í ijármálaráðu- neyti, heilbrigðisráðuneyti, við stjórnun ríkis- spítala, á sjúkrahúsum og öðrum stofnunum á heilbrigðissviði. • Rannsóknir og kennsla í háskólum. • Blaðamennska og önnur ritstörf. Mikil þjóðfé- lagsumræða er alltaf vakandi um efnahagsmál og heilbrigðismál. Mikilvægt er að þekking á þessum sviðum aukist innan blaðamannastétt- arinnar. • Rannsóknarnám (doktorsnám) við HÍ eða er- lenda háskóla. Spurningar innan heilsuhagfræöinnar Heilsuhagfræði felst meðal annars í fjárhagslegu mati á kostum, aðgerðum eða leiðum til að undirbúa ákvörðun. Faraldsfræði fjallar um dreifingu, tíðni og áhættu varðandi sjúkdóma og tengist heilsuhagfræði náið. Grunnspurningar hagfræðinnar um hvað skuli framleitt, í hvaða magni, hvernig og fyrir hvern, eiga vel við innan heilbrigðisþjónustunnar. Þess er al- mennt krafist að heilsugæsla sé árangursrík, hag- kvæm, að sannvirði fáist fyrir þau verðmæti sem var- ið er til hennar og jafnræði gildi í aðgangi. Fram- leiðsluþættir eru fáir í heilsuhagfræði eins og annars staðar í hagkerfinu. I heilbrigðisgeiranum er meðal annars fjallað um líf einstaklinga, auknar lífslíkur, heilbrigði, nreðferð sjúkdóma og dauða. Forgangsröðun er mikilvæg þar vegna kostnaðar. Heilsuhagfræði er mikilvægt hjálp- artæki við ákvarðanatöku í heilbrigðisgeiranum. Það er algengt innan heilsuhagfræðinnar að sýna hvað að- gerðir hafi í för með sér sem kostnað á hvert viðbót- arlífár sjúklings. Heilsuhagfræði getur nýst við stjórn- un á spítölum, á lyfjamarkaði, í stjórnmálaumræðu, við umbætur í fjárhagsáætlun innan stofnunar, við breytingar á greiðslukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu, við ákvörðun um fyrirkomulag kostnaðarþáttlöku, við að auka samkeppni í heilsugæslunni, meðal ann- ars með einkaframkvæmd eða einkavæðingu, við að endurskoða lækningaaðferðir og við hönnun á eftir- litskerfi. Eftirfarandi spurningar um heilbrigðisgeirann eru dæmi þar sem heilsuhagfræðin kemur að gagni við leit að svörum. Ætti nýjasta tækið alltaf að vera til á spítölum? Á alltaf að gefa nýjasta og dýrasta lyfið? Eru hinar takmörkuðu auðlindir, svo sem fjármagn og vinnuafl, nýttar á sem bestan hátt? Er mögulegum leiðum lýst á sambærilegan hátt? Er allur kostnaður metinn, til dæmis fjármagnskostnaður? Er kostnaður umfram bein útgjöld reiknaður inn í dæmið, það er að segja er komið mat á fórnarkostnaði við það að nýta tíma, svæði og möguleika á annan hátt en gert er? Er búið að leggja mat á kosti með úrtakstilraun- um eða með sambærilegum hætti? Ef þjónusta er aukin og unnið er í stærri einingum, hvað vinnst þá við það og hvaða viðbótarkostnað og ávinning hefur það í för með sér? Ef dregið er úr þjónustu, hverja snertir það og hversu mikið myndu kostnaður og ábati minnka? Hefur tímabundin minnkun á þjón- ustu sjálfkrafa í för með sér sparnað eða þarf að fylgja eftir sérstökum aðgerðum eins og lokun á deildum? Hvaða forsendur eru gefnar varðandi bjart- sýni eða svartsýni um mögulega niðurstöðu? Hvað myndi kosta að rninnka óvissuna sem fylgir aðgerð- inni? Er hugsanlegt að með tiltölulega litlum kostn- aði við að afla upplýsinga sé hægt að minnka óviss- una verulega? Þessum spurningum og fleiri verður að svara og meta gildi þeirra. Hlutur heilbrigöismála á íslandi Heilbrigðisþjónusta skiptir verulegu máli í íslensku hagkerfi. Þannig er talið að einstaklingar verji 3,9% útgjalda sinna í heilbrigðismál sem skiptast jafnt milli heilsugæslu annars vegar og lyfja og lækningavara hins vegar. Þetta er svipað og eytt er til kjöt- og fisk- kaupa. Árið 1945 voru opinber útgjöld til heilbrigðis- mála sem hlutdeild af landsframleiðslu 1,7% en urðu hæst 7,4% árið 1988 en voru árið 1998 6,9%. Hlut- deildin hafði þannig fjórfaldast á þessum rúmu 50 árum. Langmestur hluti útgjalda til heilbrigðismála hérlendis eru opinber útgjöld, eða um 85%. Fjöldi ársverka hjá hinu opinbera á heilbrigðis- stofnunum voru 5300 árið 1980 en árið 1996 voru þau orðin 7600, sem er 43% aukning á 16 árum, eða 2,3% aukning á ári, en það er meira en tvöföld árleg fjölg- un þjóðarinnar á þessum tíma. Opinber útgjöld til heilbrigðismála á hvern ein- stakling á föstu verðlagi (verðlagi ársins 1998) fóru úr 92 þúsundum kr. árið 1980 upp í 148 þúsundir kr. árið 1998 og hækka að raungildi um 61%. Opinber út- gjöld til heilbrigðismála á árunum 1980 til 1998 á föstu verðlagi (verðlagi ársins 1998) fóru úr 20 millj- örðum í 40 milljarða eða tvöfölduðust og er það árleg hækkun upp á 3,9%. Umsvif heilsugeirans eru mjög mikil hérlendis, eða um 20% af opinberum útgjöldum. Það hefur orð- ið veruleg raunaukning útgjalda rrkisins til heilbrigð- ismála undanfarin ár. Útgjöld ríkisins til þessa mála- flokks eru áætluð 64 milljarðar kr. árið 2003 en þau voru 58 milljarðar kr. árið 1999 á sama verðlagi. Á töflu 1 sést samanburður á milli Landspítalans og nokkurra af stærstu fyrirtækjum landsins árið 2001 (300 stærstu 2002). I töflu 1 sést að Landspítali ber að mörgu leyti höfuð og herðar yfir aðrar rekstrareiningar hérlendis. Spítalinn er með flest ársverk og hæstar launagreiðsl- ur og veltan er mjög mikil. Opinber framlög til 708 Læknablaðið 2003/89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.