Læknablaðið - 15.09.2003, Qupperneq 64
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NÁM í HEILSUHAGFRÆÐI
Nemendur sem ljúka meistaranámi í heilsuhag-
fræði geta nýtt þekkingu sína á vinnumarkaði eða í
frekara námi:
• Störf í opinberu stjórnkerfi, það er rannsóknar-
og stjórnunarstörf, til dæmis í ijármálaráðu-
neyti, heilbrigðisráðuneyti, við stjórnun ríkis-
spítala, á sjúkrahúsum og öðrum stofnunum á
heilbrigðissviði.
• Rannsóknir og kennsla í háskólum.
• Blaðamennska og önnur ritstörf. Mikil þjóðfé-
lagsumræða er alltaf vakandi um efnahagsmál
og heilbrigðismál. Mikilvægt er að þekking á
þessum sviðum aukist innan blaðamannastétt-
arinnar.
• Rannsóknarnám (doktorsnám) við HÍ eða er-
lenda háskóla.
Spurningar innan heilsuhagfræöinnar
Heilsuhagfræði felst meðal annars í fjárhagslegu mati
á kostum, aðgerðum eða leiðum til að undirbúa
ákvörðun. Faraldsfræði fjallar um dreifingu, tíðni og
áhættu varðandi sjúkdóma og tengist heilsuhagfræði
náið. Grunnspurningar hagfræðinnar um hvað skuli
framleitt, í hvaða magni, hvernig og fyrir hvern, eiga
vel við innan heilbrigðisþjónustunnar. Þess er al-
mennt krafist að heilsugæsla sé árangursrík, hag-
kvæm, að sannvirði fáist fyrir þau verðmæti sem var-
ið er til hennar og jafnræði gildi í aðgangi. Fram-
leiðsluþættir eru fáir í heilsuhagfræði eins og annars
staðar í hagkerfinu.
I heilbrigðisgeiranum er meðal annars fjallað um
líf einstaklinga, auknar lífslíkur, heilbrigði, nreðferð
sjúkdóma og dauða. Forgangsröðun er mikilvæg þar
vegna kostnaðar. Heilsuhagfræði er mikilvægt hjálp-
artæki við ákvarðanatöku í heilbrigðisgeiranum. Það
er algengt innan heilsuhagfræðinnar að sýna hvað að-
gerðir hafi í för með sér sem kostnað á hvert viðbót-
arlífár sjúklings. Heilsuhagfræði getur nýst við stjórn-
un á spítölum, á lyfjamarkaði, í stjórnmálaumræðu,
við umbætur í fjárhagsáætlun innan stofnunar, við
breytingar á greiðslukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu,
við ákvörðun um fyrirkomulag kostnaðarþáttlöku,
við að auka samkeppni í heilsugæslunni, meðal ann-
ars með einkaframkvæmd eða einkavæðingu, við að
endurskoða lækningaaðferðir og við hönnun á eftir-
litskerfi.
Eftirfarandi spurningar um heilbrigðisgeirann eru
dæmi þar sem heilsuhagfræðin kemur að gagni við
leit að svörum. Ætti nýjasta tækið alltaf að vera til á
spítölum? Á alltaf að gefa nýjasta og dýrasta lyfið?
Eru hinar takmörkuðu auðlindir, svo sem fjármagn
og vinnuafl, nýttar á sem bestan hátt? Er mögulegum
leiðum lýst á sambærilegan hátt? Er allur kostnaður
metinn, til dæmis fjármagnskostnaður? Er kostnaður
umfram bein útgjöld reiknaður inn í dæmið, það er
að segja er komið mat á fórnarkostnaði við það að
nýta tíma, svæði og möguleika á annan hátt en gert
er? Er búið að leggja mat á kosti með úrtakstilraun-
um eða með sambærilegum hætti? Ef þjónusta er
aukin og unnið er í stærri einingum, hvað vinnst þá
við það og hvaða viðbótarkostnað og ávinning hefur
það í för með sér? Ef dregið er úr þjónustu, hverja
snertir það og hversu mikið myndu kostnaður og
ábati minnka? Hefur tímabundin minnkun á þjón-
ustu sjálfkrafa í för með sér sparnað eða þarf að
fylgja eftir sérstökum aðgerðum eins og lokun á
deildum? Hvaða forsendur eru gefnar varðandi bjart-
sýni eða svartsýni um mögulega niðurstöðu? Hvað
myndi kosta að rninnka óvissuna sem fylgir aðgerð-
inni? Er hugsanlegt að með tiltölulega litlum kostn-
aði við að afla upplýsinga sé hægt að minnka óviss-
una verulega? Þessum spurningum og fleiri verður að
svara og meta gildi þeirra.
Hlutur heilbrigöismála á íslandi
Heilbrigðisþjónusta skiptir verulegu máli í íslensku
hagkerfi. Þannig er talið að einstaklingar verji 3,9%
útgjalda sinna í heilbrigðismál sem skiptast jafnt milli
heilsugæslu annars vegar og lyfja og lækningavara
hins vegar. Þetta er svipað og eytt er til kjöt- og fisk-
kaupa. Árið 1945 voru opinber útgjöld til heilbrigðis-
mála sem hlutdeild af landsframleiðslu 1,7% en urðu
hæst 7,4% árið 1988 en voru árið 1998 6,9%. Hlut-
deildin hafði þannig fjórfaldast á þessum rúmu 50
árum. Langmestur hluti útgjalda til heilbrigðismála
hérlendis eru opinber útgjöld, eða um 85%.
Fjöldi ársverka hjá hinu opinbera á heilbrigðis-
stofnunum voru 5300 árið 1980 en árið 1996 voru þau
orðin 7600, sem er 43% aukning á 16 árum, eða 2,3%
aukning á ári, en það er meira en tvöföld árleg fjölg-
un þjóðarinnar á þessum tíma.
Opinber útgjöld til heilbrigðismála á hvern ein-
stakling á föstu verðlagi (verðlagi ársins 1998) fóru úr
92 þúsundum kr. árið 1980 upp í 148 þúsundir kr. árið
1998 og hækka að raungildi um 61%. Opinber út-
gjöld til heilbrigðismála á árunum 1980 til 1998 á
föstu verðlagi (verðlagi ársins 1998) fóru úr 20 millj-
örðum í 40 milljarða eða tvöfölduðust og er það árleg
hækkun upp á 3,9%.
Umsvif heilsugeirans eru mjög mikil hérlendis,
eða um 20% af opinberum útgjöldum. Það hefur orð-
ið veruleg raunaukning útgjalda rrkisins til heilbrigð-
ismála undanfarin ár. Útgjöld ríkisins til þessa mála-
flokks eru áætluð 64 milljarðar kr. árið 2003 en þau
voru 58 milljarðar kr. árið 1999 á sama verðlagi.
Á töflu 1 sést samanburður á milli Landspítalans
og nokkurra af stærstu fyrirtækjum landsins árið 2001
(300 stærstu 2002).
I töflu 1 sést að Landspítali ber að mörgu leyti
höfuð og herðar yfir aðrar rekstrareiningar hérlendis.
Spítalinn er með flest ársverk og hæstar launagreiðsl-
ur og veltan er mjög mikil. Opinber framlög til
708 Læknablaðið 2003/89