Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2005, Síða 5

Læknablaðið - 15.09.2005, Síða 5
LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS II M R /E 0 A 0 0 F R É T T I R 672 673 674 676 682 685 688 690 692 693 700 F A S T Af sjónarhóli stjórnar LÍ: Breytingar á vaktafyrirkomulagi unglækna Bjarni Þór Eyvindsson Er hálshnykkur læknisfræðilegt eða lögfræðilegt úrlausnarefni? Þröstur Haraldsson Aðalfundur Læknafélags íslands 2005 Forvarnir byggjast á sanistarfi margra Lýðheilsustöð heimsótt og rætt við starfsmenn og stjórnendur Þröstur Haraldsson Konur, víkingar, munkar og berserkir léku stór hlutverk á 20. þingi norrænna áhugamanna um sögu læknisfræðinnar Þröstur Haraldsson Berklafaraldur á Hólum 1959 Guðmundur Helgi Þórðarson Spítali í spennitreyju stjórnunarvanda Tómas Helgason ... að iðja hans verði til góðs Ávarp formanns LÍ við móttöku kandídata í Hlíðasmára 24. júní 2005 Sigurbjörn Sveinsson Nýi sloppur keisarans Jóhann Tómasson Kódeinlyf verða tekin úr lausasölu Magnús Jóhannsson Fréttatilkynning frá Eli Lilly I R P I S T L A R 694 Hugðarefni: Golf er ... ? Sigurður Þ. Guðmundsson 697 íðorð 179: Nokkur orð um sár Jóhann Heiðar Jóhannsson 699 Broshorn 61: Eftir morgunmat Bjarni Jónasson 701 Okkar á milli 702 Lausar stöður/þing 708 Sérlyfjatextar 715 Ráðstefnur og fundir Löngum hefur tíðkast sú aðferð innan myndiistarinnar að skeyta saman list- formum og nú á dögum heyrir það nánast til undantekninga að listamaður titli sig „málara“ eða „myndhöggvara". Sá miðill sem hann velur sér skilgreinir hann ekki lengur því hann grípur hverju sinni til þess forms sem honum þykir hæfa hverri hugmynd. Þá er jafnframt fáheyrður titillinn „fjöllistamaður“ en hann lýsir samt sem áður mörgum samtímalistamönnum vel. Ragnar Kjartansson (f. 1976) útskrifaðist frá málunardeild Listaháskóla Islands árið 2001 og síðan hefur ferill hans einkennst af frjórri tilraunamennsku. Hann hefur unnið að margsháttar list- sköpun en helst tónlist og myndlist. Sem gjörningalistamaður beitir hann málaralist, tónlist og tækni leikhúsa í svokölluðum „Tableau Vivant" eða lifandi málverkum. Þá byggir hann sviðsmynd og leikur sjálfur hlutverk eins og til dæmis á Listahátíð Reykja- víkur í vor, þegar hann var allan sýning- artimann uppáklæddur og sönglandi innan um málað landslag, teikningar og tónlist af segulböndum. Þess háttar verk byggja á ákveðnu augnabliki sem listamaðurinn reynir að viðhalda eða endurtaka um ákveðinn tíma. Ragnar hefur líka gert myndbandsverk sem standa ein eða eru hluti skrautlegra innsetninga. Síðast en ekki síst málar hann málverk eins og það sem nú prýðir forsiðu Læknablaðsins. Djöfull hata ég sjálfan mig (2005) er gott dæmi um list Ragnars sem einkennast iðulega af samspili gagnstæðra tilfinn- inga - sorgar og gleði, hryllings og fegurðar, dramatíkur og húmors. Verkið lýsir fallegri náttúrustemningu þar sem rigning vorsins bræðir vetrarsnjóinn og maður situr hugsi og horfir á. Hann snýr baki í áhorfandann sem upplifir þannig útsýnið með augum hans eins og ekki var óalgeng aðferð rómantísku málaranna. Hugsun streymir frá höfði mannsins og er letruð með gulli nánast þvert yfir myndina. Textinn er svo blátt áfram og furðulegur á myndfletinum að manni bregður við og verkið virðist allt einn öfugsnúinn brandari. Málverk- ið býr þó yfir eiginleikum sem bjóða áhorfendum að skynja fallega einlægni og einfalda myndlíkingu við það sem svo oft gerist í lífinu - þegar andstæður mætast. Það er til sýnis á sýningunni „Tívolí í Hveragerði" í Listasafni Árnes- inga út september. Markús Þór Andrésson Læknablaðið 2005/91 641

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.