Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2005, Page 13

Læknablaðið - 15.09.2005, Page 13
FRÆÐIGREINAR / BÓLUSETNING BARNA Þekjun bólusetningar barna við Monkey Bay, Malaví Þórður Þórarinn Þórðarson1 LÆKNANHMI Ásgeir Haraldsson1,2 BARNALÆKNIR Halldór Jónsson1,3 HEIMILISLÆKNIR Richard G. Chola4 AÐSTOÐARHEILBRIGÐIS- FULLTRÚI Geir Gunnlaugsson1,5 BARNALÆKNIR ‘Læknadeild Háskóla íslands, 2Barnaspítali Hringsins, Landspítala Hringbraut,3 Þróunarsamvinnustofnun íslands,4 Monkey Bay hérað, 5Miðstöð heilsuverndar barna. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Þórður Þórarinn Þórðarson, læknadeild Háskóla íslands. thíhth@hiis Lykilorð: bólusetning, þekjun, Malaví. Ágrip Tilgangur: Að leggja mat á þekjun bólusetningar barna í Monkey Bay héraði í Malaví þar sem að Þróunarsamvinnustofnun íslands (ÞSSÍ) hefur unnið að uppbyggingu heilsugæslu undanfarin ár. Efniviður og aðferðir: Notast var við aðferðir al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) til þess að meta þekjun bólusetningar barna á aldrin- um 12-23 mánaða í Monkey Bay héraði. í héraðinu búa um það bil 105.000 íbúar í 97 þorpum. Fimm heilsugæslustöðvar veita þjónustu á svæðinu. Börn á svæðinu voru bólusett fyrir berklum (BCG), barnaveiki, stífkrampa og kíghósta (DTP), mænu- veiki (OPV) og mislingum. Ef börn voru ekki bólusett voru ástæður þess skráðar. Valin voru 217 börn af handahófi í 30 þorpum/klösum (clusters) og þekjun metin með skoðun bólusetningarkorta eða samkvæmt heilsufarssögu. Niðurstöður: Þekjun bólusetningar miðað við kort eða sögu var 97% fyrir BCG, og 99%, 95% og 85% fyrir DTPl, DTP2 og DTP3. Þekjun OPVl, OPV2 og OPV3 miðað við kort eða sögu var 99%, 93% og 85%. Þekjun mislinga miðað við kort eða sögu var 78%. Fullbólusett böm miðað við kort eða sögu voru 152, eða 70%. Tvö böm höfðu ekki fengið neinar bólusetningar. Brottfall milli DTPl og DTP3 miðað við kort eða sögu var 14,5 prósentustig, og brottfall milli DTPl og mislinga var 21 prósentustig. Alyktun: Aðgengi að bólusetningu á svæðinu virð- ist gott. Brottfall frá fyrstu bólusetningu til síðustu er áhyggjuefni, sérstaklega hvað varðar mislinga en sú bólusetning er einnig oft gefin of seint. Því verður að huga að leiðum til þess að auka skil- virkni þeirrar þjónustu sem er í boði. Inngangur Þá sjaldan fjallað er um málefni Afríku í fjölmiðl- um hér á landi er umfjöllunarefnið nánast undan- tekningarlaust hungursneyð, styrjaldir eða sjúk- dómar. Að öðru leyti er þessari stóru heimsálfu með 770 milljónir íbúa sem tala allt að 1500 tungu- mál gefinn heldur lítill gaumur. Lífskjör almenn- ings eru þó almennt bágborin, sérstaklega sunnan Sahara eyðimerkurinnar. Fólksfjölgun er mikil og ungbarna- og mæðradauði hár. Vannæring og sjúk- dómar hamla framþróun og eyðnifaraldur heggur æ stærri skörð í þá hópa þjóðfélagsins sem sjá fyrir vexti og þróun þess. Eitt þessara landa er Malaví, ENGLISH SUMMARY Þórðarson ÞÞ, Haraldsson Á, Jónsson H, Chola RG, Gunnlaugsson G Immunization Coverage in the Monkey Bay head zone Malawi Læknablaðið 2005; 91: 649-54 Objective: To assess the immunization coverage of children in the Monkey Bay head zone, Malawi where the lcelandic International Development Agency (ICEIDA) has been working to improve health care services in the recent years. Materials and methods: A 30 by 7 cluster sample survey, as defined by WHO’s Expanded Programme on Immunization (EPI) was conducted to estimate immunization coverage of children aged 12-23 months for tuberculosis (BCG), diphtheria, tetanus and pertussis (DTP), polio (OPV) and measles immunizations. The Head Zone consists of 97 villages with a population of around 105.000 inhabitants. Five health centres provide immunization services in the area. In total were 217 children in 30 clusters randomly selected and their immunization status by card or history registered. Results: Immunization coverage by card or history was 97% for BCG, and 99%, 95% and 85% for DTP1, DTP2 and DTP3 respectively. Coverage of OPV1, OPV2 and OPV3 by card or history was 99%, 93% and 85% respectively. Coverage for measles by card or history was 78%. Fully immunized children by card or history were 152 or 70%. Two children had not received any immunizations. Drop-out rate from DTP1 to DTP3 vaccination by immunization card or history was 14,5%, and drop-out from DTP1 to Measles by card or history was 21%. Conclusion: These results indicate that access to childhood immunization in the Monkey Bay head zone is good while drop-out rate is high. This indicates that access to health services is adequate. However, the coverage of measles appears to be insufficient to prevent outbreaks, and must be improved. The efficacy in delivering immunization can be improved and enhanced utilization of the services offered should be sought. Key words: immunization, coverage, Malawi. Correspondence: Þórður Þórarinn Þórðarson, ththth@hi.is eitt fátækasta ríki heims. Það er ámóta stórt og Island, en íbúarnir eru um 12 milljónir. Af hverjunt þúsund börnum sem fæðast deyja 114 á fyrsta ald- ursári og um 200 fyrir fimm ára aldur. Talið er að Læknablaðið 2005/91 649

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.